Af ammælum, óðum frændum, og kjúklingaáti
Fastir liðir eins og venjulega, partíbloggið góða:
Þegar síðast fréttist af Jarlaskáldinu var það nýkomið heim af tónleikum Sigur Rósar á föstudagskvöld, gjörsamlega himinlifandi með þá reynslu, og svo virðist reyndar vera með fleiri, a.m.k. var
doktorinn ekkert að spara
hólið frekar en Skáldið, og það sama má m.a. segja um
Hagnaðinn. Varð ekki um frekara skemmtanahald að ræða það kvöldið.
Vaknaði Jarlaskáldið seint og um síðir daginn eftir, og tók upp á því að fara með frænda sinn tveggja ára í jólastress í Smáralind. Ekki ætlar Skáldið að reyna það aftur fyrr en frændinn er orðinn a.m.k. tvítugur, og hefur Skáldið jafnframt öðlast aukna virðingu fyrir einstæðum foreldrum. Börn eru langbest þegar þau sofa.
Laugardagskvöldið byrjaði að venju á sjónvarpsglápi, og varð Jarlaskáldið fyrir því óláni að sjá
Laugardagskvöld með Gísla fliss, en þar mátti þrátt fyrir gefin loforð
besta og frægasta bloggarans um annað og betra sjá þrjá hrokafyllstu menn landsins, við mikla ógleði Skáldsins. Líkast til hefur Gísli blessaður verið orðinn helsti þurr á tungunni eftir þennan „ágæta“ þátt. Ekki tók mikið betra við, Spaugstofan. Æææ. En upp styttir ávallt um síðir og það gerðist þegar Popppunktur batt loksins enda á þjáningar sjónvarpsáhorfenda.
Að Popppunkti loknum brá Jarlaskáldið sér í betri skóna, því stefnan var tekin í hið alræmda Fellhverfi, en þar er einmitt nauðsynlegt að vera vel skóaður til að geta hlaupið undan þeim óþjóðalýð er þar býr. Mitt í öllu því illgresi býr reyndar einn Eyjapeyi, Frosti að nafni, og átti hann aldarfjórðungsammæli þetta kvöldið, sem var einmitt ástæða þess að Jarlaskáldið lagði í þessa hættuför. Margt gerir maður nú fyrir blessað lífsvatnið, ekki síst ef það er frítt! Fór gleði sú þrátt fyrir allt prúðmannlega fram, ammælisbarnið var drukknast manna og fór hamförum á gítarnum, en reyndar hefði kynjaskipting mátt vera hagstæðari, heldur margir um hituna.
Þegar líða tók á nóttina þótti hinum djammþyrstari þjóðráð að leita niður á láglendið, og endaði sú för eins og svo oft áður á Hverfisbarnum. Jarlaskáldið var þar að sjálfsögðu fremst í flokki. Hitti það þar margt góðra manna og kvenna, og kannaðist m.a.s. við sum þeirra. Rússneska kókaínið var að þessu sinni borið fram með límónu, verður það ekki endurtekið. Ekki voru aflabrögð Jarlaskáldsins í spúsuleit sinni góð frekar en fyrri daginn, en öðru máli gegnir um Magnús frá Þverbrekku. Varð hann fórnarlamb einhverrar glæsilegustu pickup-línu allra tíma, og er Magnúsi hér með boðið að ljúka sögu þessari í kommentunum, svo ekki sé rangt farið með staðreyndir, en trúið Skáldinu, kræsileg er sagan!
Þegar Jarlaskáldinu þótti sýnt að aflabrögð myndu ekkert batna á miðum þessum þótti því vissara að róa á önnur mið, og lét sig hverfa án þess að kveðja nokkurn mann, en einhverra hluta vegna endaði sú sjóferð á Nonnabitanum, hvar Jarlaskáldið varð sér úti um gómsætan Pepperonibát, sem það einmitt gæddi sér á. Tók svo að verða vart við þreytu og því vissara að halda heimleiðis, og skv. kvittun leigubíls var Skáldið þangað komið rúmlega fimm. Ekki man Jarlaskáldið svo gjörla atburði næstu klukkustunda, en um níuleytið var það vakið af áðurnefndum tveggja ára frænda með orðunum: „Þú átt ekki að sofa hér.“ Skal ósagt látið hvar Jarlaskáldið var statt þá.
Aftur var Jarlaskáldið vakið á öllu siðlegri tíma, eða um eittleytið, og var þar á ferð áðurnefndur Magnús, sem efndi til hópferðar á þann ágæta stað
KFC. Slóst Stefán sá er við Twist er kenndur með í för, og var góður rómur gerður að veitingum þar. Fóru menn svo á eilítið búðarrölt, í leit að nauðsynjum fyrir Ítalíuferð, en án mikils árangurs. Fátt annað er títt af sunnudeginum, og því best að hætta þessu blaðri.
En áður en við hættum, hvernig væri þá að birta eins og einn eða tvo toppfimm lista, það er voðalega móðins í dag (VARÚÐ! Gríðarlegur nördaskapur!):
Uppáhaldsaukapersónur Jarlaskáldsins í sögu Seinfeldþáttanna
Onetimers
5. Izzy Mandelbaum (Lloyd Bridges): "It's go-time."
4. Lt. Bookman (Philip Baker Hall): "I don't judge a man by the length of his hair or the kind of music he listens to. Rock was never my bag. But you put on a pair of shoes when you walk into the New York Public Library, fella."
3. Aaron (Judge Reinhold): ELAINE: "You had fun with Mr. and Mrs. Seinfeld?" AARON: "Yeah. They bought me a Coke."
2. Slippery Pete (Peter Stormare): SLIPPERY PETE: "That was my mail-order bride." KRAMER: "Hey, you weren't home, so I signed for her." SLIPPERY PETE: "It doesn't give you the right to make out with her!"
1. The Soup Nazi: (Larry Thomas): "No soup for you! Come back, one year!"
Many-timers
5. Jackie Chiles (Phil Morris): "You put the balm on? Who told you to put the balm on? I didn't tell you to put the balm on. Why'd you put the balm on? You haven't even been to see the doctor. If your gonna put a balm on, let a doctor put a balm on!"
4. Newman (Wayne Knight): "All right! But hear me and hear me well - The day will come. Oh yes, mark my words, Seinfeld - your day of reckoning is coming. When an evil wind will blow through your little playworld, and wipe that smug smile off your face. And I'll be there, in all my glory, watching - watching as it all comes crumbling down!"
3. J. Peterman (John O'Hurley): "ELAINE: But, that didn't happen to you." PETERMAN: "So, we pay off your friend, and it becomes a Peterman."
2. Frank Costanza: (Jerry Stiller): "Many Christmases ago, I went to buy a doll for my son. I reach for the last one they had - but so did another man. As I rained blows upon him, I realized there had to be another way!"
1. David Puddy (Patrick Warburton): "Yeah, that's right."
Menn sem aldrei hafa sést
3. Lomez
2. Bob Sacamano
1. George Steinbrenner
Jæja, best að hætta þessum nördaskap...