« Home | Miðvikublogg II Þá er komið að öðru miðvikubloggi... » | Af ammælum, óðum frændum, og kjúklingaáti Fastir ... » | Allir stuði í! Jarlaskáldið er með hellu fyrir ey... » | Prentvillupúkinn aftur á ferð Prentvillupúkinn ge... » | Vinsældirnar aukast Síðustu daga hefur aðsókn að ... » | Miðvikublogg hið fyrsta Jarlaskáldið tekur upp ný... » | Af yfirheyrslum, konsertum og hálfvitum Jarlaskál... » | Jarlaskáldið - Góðkunningi lögreglunnar? Sunnudag... » | „I'm back“ Útlegð Jarlaskáldsins úr bloggheimum e... » | Viltu vinna milljón? þekkja ekki sinn Seinfeld Ja... » 

föstudagur, desember 20, 2002 

Pizza og bjór

Jarlaskáldinu tókst ekki að sofa aftur yfir sig í morgun eins og stefnt var að, til þess sá móðir Skáldsins sem vakti það með harðri hendi. Af þeim sökum var Skáldið allmorkið fyrri part dags. Leggur Jarlaskáldið til að siesta að spænskum hætti verði tekin upp hér á landi, hér er hvort sem er Spánarveður þessa dagana, og telur Jarlaskáldið engan vafa leika á því að þetta myndi auka framleiðni.

Það hljóp á snærið hjá Jarlaskáldinu í kvöld. Var það boðað á kaffihús um tíuleytið, og ákvað að sækja félaga Magnús frá Þverbrekku í leiðinni. Vildi svo vel til að Magnús var nýbúinn að panta sér lifandis ósköp af flatbökum þegar Skáldið mætti á staðinn og naut það góðs af því. Á Magnús þakkir skildar fyrir örlætið. Var svo ekið á Ara í Ögri, þar sem einhver helvítis saumaklúbbur var á næsta borði og reykti af áfergju, þrátt fyrir blátt bann við því í þeim hluta staðarins. Bölvaðar séu þær kjellingar! Ölið var samt ágætt.

Að lokum vill Jarlaskáldið tilkynna að það hefur ákveðið að segja sig úr öllum verkalýðsfélögum sem það kynni að vera félagi í, og kosið að láta Kjaradóm berjast fyrir launakjörum þess í staðinn. Ætti Ítalíuferðin ekki að verða mikið mál eftir þessa ákvörðun!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates