mánudagur, nóvember 28, 2005 

Sjoppan lokuð

þriðjudagur, nóvember 22, 2005 

Agureyrish - Part deux



Það var Agureyrish um helgina. Sjitt og fokk. Dýr andskoti. En stuð. Jájá, oseiseijú. Og hér eru myndir.

Held það sé samt komin pása núna. Hvað sem það þýðir.

PS. Þess má til gamans geta að Jarlaskáldið setti Íslandsmet í gluggaklifri um helgina. Hann hefur varla verið breiðari en 20 sentímetrar...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005 

Agureyrish



Úff, það var bara ekki hægt að láta myndina af gimpinu blasa við efst á síðunni öllu lengur. Eflaust eru einhverjir að spá í hvaða ævintýri Jarlaskáldið rataði um helgina eftir að hafa séð þessa ágætu mynd. Þau voru nokkur, og höfðu ekki góð áhrif á bankareikninginn.

Það fór að vísu nógu rólega af stað, Jarlaskáldið var boðað í Naustabryggjuna síðla föstudagskvölds þangað sem mætti nokkur hópur manna og konu og var þar spilað Trivial Pursuit, í bland við Depeche Mode-tónleika áhorf. Konan vann að lokum, en hefur að öllum líkindum haft rangt við á einhvern hátt. Það er a.m.k. ein líkleg skýring. Konan hafði einnig það forskot að hafa drukkið talsvert meiri bjór en Skáldið þegar yfir lauk, og með tilliti til Buffalo-kennningarinnar, sem er með merkilegri kenningum síðari tíma, verður hún að teljast hafa haft mikið og jafnvel ósanngjarnt forskot þar. But anywho...

Dagurinn var tekinn í fyrra fallinu á laugardaginn. Upp úr tvö mætti Svenni á sínum fjallabíl ásamt þeim Vigni og Stebba. Áður höfðu þeir komið við í búð og verslað vel. Því næst bættist Ingvar félagi Svenna við ásamt ungum syni og tók hann við akstri kaggans (Ingvar þ.e.) þar sem aðrir í bílnum (fyrir utan soninn) hugðu á drykkju. Tilefnið: Svenni orðinn öldungur. Áfangastaður: Bláa lónið. Ofan í það greiddum við 1400 krónur (rugl) og svo 600 fyrir einn kaldan. Dýr sundferð það, og sáum ekki einu sinni Tarantino. Að svamli og gufubaði loknu lá leiðin fyrst heim til Svenna, en síðan á Guðisélofaðþaðséföstudagur. Þar bættist við eilítill liðsauki, og fengum við okkur ýmist borgara eða annað í þeim dúr, auk einhvurs öls. Vorum reyndar aðeins afgreiddir af þrælþroskaheftu eða rammöfugu þjónustuliði. Karlkyns. Á ammilinu hans Svenna. Illa gert.
Aftur lá leiðin heim til Svenna. Þar fjölgaði smátt og smátt í kotinu eftir því sem leið á kvöld, og var orðið vel fjölmennt undir lokin. Fékk Svenni ýmsar góðar gjafir (og fæst þá loksins skýring á gimp-myndinni). Einnig veitti hann einkar vel. Síðla kvölds var Skáldið orðið góðglatt og var þeirri hugmynd þá gaukað að því að fara á Players þar sem var dansleikur með Vinum vors og blóma. Óðinn má vita hvers vegna, en á þeirri stundu þótti Skáldinu þetta hugmynd allra hugmynda og dreif sig á staðinn. Hvað þar fór fram, tja, förum ekki nánar út í það. Jarlaskáldið komst tiltölulega klakklaust heim í það minnsta.

Um helgina er það Agureyrish. Snjóbretti, Sjallinn, Sálin, snjór, sund, og bjór. Og kannski eitthvað meira ef sá gállinn verður á manni. Kemur í ljós.

mánudagur, nóvember 14, 2005 

Helgin



Er einhverju við þessa mynd að bæta?

miðvikudagur, nóvember 09, 2005 

NBA-spá Jarlaskáldsins 2005-2006



Jarlaskáldið birtir nú fjórða árið í röð spádóma sína og hugleiðingar um NBA-tímabilið, spáin er að vísu í seinna fallinu þetta haustið, en betra seint en aldrei sagði víst einhver ægilega spakur. Skáldið hefur verið nær óskeikult í spádómum sínum hingað til, þó að endrum og eins hafi þurft vel þjálfað auga til að lesa það út úr spádómunum. Jarlaskáldið rennir reyndar dálítið blint í sjóinn að mörgu leyti að þessu sinni, hefur tiltölulega lítið fylgst með gangi mála miðað við oft áður, en það horfir til mikilla bóta enda NBA TV mætt á staðinn. Allavega, without further ado:

MVP

Jarlaskáldið hefur síðustu tvö skipti spáð Tim Duncan þessum titli, en hann hlotið þau í hvorugt skiptið, þó að hann hafi gert það árin tvö á undan. Það er vissulega andskoti freistandi að reyna í þriðja sinn, kappinn er ósköp einfaldlega bestur í deildinni (þrátt fyrir áköf mótmæli Mumma), en á móti kemur að Spurs eru með skrambi góðan bekk í ár svo hann gæti verið hvíldur meira en oft áður og skilað lægri tölum. Kobe á líklega eftir að skora einhver ósköp af stigum og heimskir menn munu krefjast þess að hann verði MVP þrátt fyrir að Lakers geti ekki baun, Jarlaskáldið hefur meiri trú á að þeir LeBron James og Dwyane Wade gætu hirt þetta af Duncan, og Garnett ef Minnesota álpast til að vinna einhverja leik. Ekki líklegt samt.

Spá: Tim Duncan.

NBA-lið ársins

Fyrsta lið velur sig nokkurn veginn sjálft...

F: Tim Duncan (Þarfnast ekki skýringar)
F: Kevin Garnett (Sama hér)
C: Shaquille O'Neal (Öööö, hver annar?)
G: Steve Nash (Mun skila jafnvel hærri tölum en í fyrra með Amare úti fram í febrúar, gæti dottið í annað lið ef Phoenix gengur illa)
G: Dwyane Wade (Orðinn besti bakvörður deildarinnar)

Annað lið er aðeins meiri hausverkur, en...

F: Dirk Nowitski (Mun skora meira en nokkru sinni fyrr, og vera áfram einn alversti varnarmaður deildarinnar)
F: LeBron James (Hefði verið í fyrsta liði ef hann væri að spila bakvörð, Jarlaskáldið er hart á þessum hlutum)
C: Yao Ming (Ef það gerist ekki í ár hjá Yao gerist það aldrei)
G: Allen Iverson (Pund fyrir pund líklega besti leikmaður deildarinnar og hefur verið lengi)
G: Kobe Bryant (Jarlaskáldinu er þetta þvert um geð, en þetta er jú spá, ekki skoðun)

Þriðja lið verður doldið út í loftið...

F: Jermaine O'Neal (Hefði verið í öðru liði ef hann væri skráður center)
F: Andrei Kirilenko (Að því gefnu að hann haldi heilsu)
C: Ben Wallace (Best of the rest, en það segir kannski meira um restina)
G: Michael Redd (Er u.þ.b. að taka við af Ray Allen sem besti skotmaðurinn)
G: Gilbert Arenas (Fær enn meira að skjóta í ár)

Nokkrir sem ekki komust að og hvers vegna:

Amare Stoudamire hefði orðið center í fyrsta liðinu hefði hann ekki meiðst, enda spilar hann center hvað sem hann hefur um það að segja, Ron Artest þarf að laga aðeins ímyndina áður en hann verður kosinn, Tracy McGrady er alltaf meiddur, Vince Carter og Richard Jefferson munu skila svaka tölum en ekki nógum mörgum sigrum, Paul Pierce er og verður vælukjói, og það mun enginn skora meira en 15 stig í leik hjá Chicago.

Nýliði ársins

Humm, tja, Andrew Bogut bara. Veit voða lítið um þessa nýliða í ár, þessi virkar solid, verður svona 12-8-1 maður líklega í vetur, það ætti að duga.

Nýliðalið ársins

Hér er freistandi að velja bara fyrstu fimm úr draftinu, en sjáum til. Skilst að þetta lið sé valið án tillits til stöðu, gerum það bara:

1. Andrew Bogut (Milwaukee)
2. Chris Paul (New Orleans eitthvað meira)
3. Deron Williams (Utah)
4. Sarunas Jasikevicius (Indiana)
5. Luther Head (Houston)

Varnarmaður ársins

Kirilenko ef hann heldur heilsu, Artest ef hann heldur geðheilsu. Ekki bóka að hvort tveggja gerist.

Varnarlið ársins

Jarlaskáldið er hart á því að velja bakverði þegar eiga að verða bakverðir o.s.frv., þótt það þýði að einhverjir verði út undan.

F: Andrei Kirilenko
F: Ron Artest
C: Ben Wallace
G: Larry Hughes
G: Dwyane Wade

Sjötti maður ársins

Einhvers staðar verða Chicago-menn að vera. Ben Gordon er kóngurinn.

Þjálfari ársins

Pop. Ekki flókið.

Framkvæmdastjóri ársins

Hver sem það er sem ræður hjá San Antonio.

Endurkoma ársins

Hef nefnt Kirilenko ansi oft, enda er hann flottur. T.J. Ford mun annað hvort eiga fínt tímabil og góðan feril eða enda lamaður eftir enn eitt fallið. Vonum hið fyrra.

Vonbrigði ársins

Voru ekki einhverjir sem bundu vonir við New York? Aumingja þeir. Fínt lið á pappírunum, en því miður þurfa þeir að spila á vellinum. Hvað var Larry Brown að $pá?

LVP

Jarlaskáldið heldur sig við að velja slaka leikmenn á háum launum í þennan lítt eftirsóknarverða titil. Webber er góður kandídat, en á ekki séns í Allan Houston. Hann gerði 100 milljón dollara samning fyrir nokkrum árum, spilaði lítið sem ekkert eftir það og er nú loks hættur. Hirðir samt hverja krónu og telst gegn salary capinu. Vel gert.

Lokastaða riðla

Atlantic: Áberandi lélegasti riðillinn, líklega bara eitt lið sem kemst í playoffs.

1. New Jersey - Eru að byggja upp ágætis lið, þó bara einum hnémeiðslum frá algeru hruni.
2. Philadelphia - Að því gefnu að Webber skili einhverju, ansi þunnt lið annars og má illa við meiðslum.
3. Boston - Sorrí Mummi, þetta er einfaldlega ekki gott lið. Gott potential, en ekki í ár.
4. New York - Eins og áður segir, góðir á pappírunum, skelfilegir á vellinum. Eru jafnvel vitlausari en Jarlaskáldið í peningamálum.
5. Toronto - Hér gætu met verið í hættu. Algert hörmungarlið, líklega verstir í deildinni.

Central: Djöfulli erfiður riðill, munurinn á 1. og 5. sæti ansi lítill, öll líkleg til að komast í playoffs.

1. Indiana - Solid, en sem fyrr aðeins einu æðiskasti frá hruni.
2. Detroit - Eru betri en Indiana, nenna þessu bara ekki fyrr en í playoffs.
3. Chicago - Ókei, kannski smá óskhyggja, ef þeir finna einhvern til að skora á blokkinni (Sweetney?) verða þeir öflugir, annars gæti farið illa.
4. Milwaukee - Með bættari liðum deildarinnar, en Jarlaskáldið man eftir því þegar þeir byrjuðu 10-3 93-94. Enduðu 28-54.
5. Cleveland - Gætu endað mun ofar, en fullmörg spurningarmerki. Myndu enda efstir í Atlantic. Erfiður riðill.

Southeast: Eitt frábært lið, eitt solid, restin algjört crap.

1. Miami - Svo bestir í þessum riðli að það er ekki fyndið.
2. Washington - Munu vinna 40-50 leiki, en hafa ekki bætt sig síðan í fyrra.
3. Orlando - Hver sagði það? Boring!
4. Atlanta - Eiga líklega met í efnilegum swingmen, en absólútlí ekkert annað, Geta ekki verið verri en í fyrra.
5. Charlotte - Koma engum á óvart í ár, og keppa við Toronto um nafnbót lélegasta liðsins.

Northwest: Frekar dapur riðill miðað við oft áður, en 4 álíka góð lið og eitt skelfilegt.

1. Denver - Hafa byrjað slappir, og misst Nene, en Skáldið deilir ekki hatri þeirra Odda og Mumma á Carmelo. Svo er Earl Boykins bara svo mikið kjútípæ!
2. Minnesota - Búnir að losa sig við ólátabelgina, en lið með Marko Jaric í byrjunarliði fer ekki langt.
3. Utah - Ef allir haldast heilir gætu þeir slegist um fyrsta sætið. Það er hæpið.
4. Seattle - Hljóma eins og one hit wonder. Voru ferlega slappir seinni helminginn í fyrra eftir ruglaða byrjun, og Ray er ekki að spila fyrir samning.
5. Portland - Þeir mega þakka fyrir að það er ekki hægt að falla úr deildinni.

Pacific: Annar frekar jafn riðill, stutt á milli topps og botns. Þarna eru reyndar Lakers, sem eru drasl.

1. Phoenix - Ekki nærri eins góðir og í fyrra, og misstu Amare, samt bestir í þessari deild.
2. Sacramento - Fínt byrjunarlið, en ekki mikið meira.
3. Golden State - Ef Baron meiðist telur þessi spá ekki.
4. L.A. Clippers - Þetta hlýtur bara að fara að koma hjá þeim. Ekki í ár samt.
5. L.A. Lakers - Kobe er ekki lélegasti leikmaður deildarinnar. Hann er hins vegar einhver mesti drullusokkur hennar í langan tíma. Hvað var Phil að $pá?

Southwest: Fjögur drullumassív lið, og eitt afskaplega slappt.

1. San Antonio - Besta lið deildarinnar er orðið betra. Þarf að segja meira?
2. Dallas - Vinna sína 50+ leiki, en guð hjálpi þeim ef Dirk meiðist.
3. Memphis - Skáldið sá Pau um daginn. Hann er góður.
4. Houston - T-Mac strax farinn að meiðast. Boðar ekki gott.
5. New Orleans (eða hvað sem þeir heita) - Eflaust rosalega uppveðraðir (hahahaha) fyrir deildina, en því miður ekki sérlega góðir í körfubolta.

Playoffs

Austrið:

1. Indiana
2. Miami
3. New Jersey
4. Detroit
5. Chicago
6. Washington
7. Milwaukee
8. Cleveland

Vestrið:

1. San Antonio
2. Phoenix
3. Denver
4. Dallas
5. Minnesota
6. Memphis
7. Sacramento
8. Utah

Undanúrslit:

San Antonio - Phoenix 4-1

Miami - Detroit 4-3

Úrslit:

San Antonio - Miami 4-2

Þannig var nú það...

þriðjudagur, nóvember 08, 2005 

Ógeðslega stabíll

Jebb, helgin búin, fór heldur öðruvísi en útlit var fyrir. Það er stundum bara ágætt.

Upphaflega stóð til að Jarlaskáldið brygði sér í jeppatúr með Flubbum og tengdum aðilum hringinn í kringum Hofsjökul, ljúka því sem reynt var fyrir rúmu ári, en á miðvikudagskveld komst Stebbi að því að hans heittelskaði Willys hafði brotnað í tvennt og því vart ferðafær. Sem var ekki gott, því með honum hafði Jarlaskáldið jú ætlað sér. Ákvað Jarlaskáldið í ljósi þessa bara að taka því rólega heimavið, Stebbi fór sem aftursætisbílstjóri með Haffa, og að sögn komust þeir aldrei lengra en í Laugafell, svo ekki var Jarlaskáldið sosum að missa af miklu. Það verður ekki heldur sagt að Jarlaskáldið hafi verið sérlega duglegt fyrri part helgarinnar, það hafði sett sér það takmark að gera andskotann ekki neitt og stóð við það og jafnvel gott betur. Í það minnsta framan af, föstudagskveldið fór í gláp, 2 myndir (40 Year Old Virgin og A History of Violence, báðar fínustu myndir) og svo fimm fyrstu þættirnir af snillinni My Name is Earl, að ógleymdum einum glænýjum South Park-þætti þar sem spaugað var með fellibylinn Katrínu. Nokkuð góður árangur á föstudagskveldi.

Laugardagurinn stefndi í eitthvað svipað framan af, enda þeir fáu sem voru í bænum ólíklegir til mikilla aðgerða. Á níunda tímanum hringdi þó Svenni, rétt nýstiginn upp úr veikindum, og plataði Jarlaskáldið í bíltúr. Það fannst Jarlaskáldinu hljóma nógu saklaust, og við rúntuðum hingað og þangað um höfuborgarsvæðið um kvöldið, sóttum einnig Gauja félaga Svenna og hans kvinnu út í Hafnarfjörð, og rúntuðum svo eitthvað áfram, án þess að svo mikið sem stíga út úr bílnum. Letilíf og það ljómandi gott þótti Skáldinu, uns upphafið að endinum birtist um ellefuleytið í formi SMS-sendingar: "Eruð þið ekkert að djamma?" Var þar frk. Adolf á ferð, staddur á öldurhúsinu Blásteini í Árbænum ásamt Sirrý vinkonu sinni. Var ákveðið að kanna nánar hvað þar væri á ferð, og þegar á staðinn var komið stóðst Jarlaskáldið ekki þá freistingu að fá sér einn kaldan á barnum enda ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn sjá um að skenkja. Ekki var margmenninu fyrir að fara þarna, við vorum ein á staðnum, og á miðnætti varð Svenni fyrir því óláni að verða þrítugur og vottuðu nærstaddir honum samúð sína af því tilefni, ekki síst þar sem hann gat ekki einu sinni drekkt sorgum sínum með einum köldum í ljósi bágborins ástands síns. Jarlaskáldið tók það að sér í staðinn og fékk sér annan.
Einhverju síðar þótti þeim stúlkum Adolfi og Sirrý þjóðráð að halda í bæinn og tókst með einhverjum kvenlegum klækjum að sannfæra Jarlaskáldið um að slást með í för. Líklega var það þó ekkert sérlega erfitt. Svenni sá um að skutla hersingunni, fyrst þeim Gauja og frúnni til síns heima og svo oss restinni í eitthvurt partí í háhýsi niðri í bæ. Þar var fámennt, og að því er virtist ekkert sérlega góðmennt, svo ekki var staldrað lengi við, þó nógu lengi til þess að Jarlaskáldið hafði tíma til að þiggja smá gin & tónik af húsráðanda. Góðmennt að því leyti. Lá leið vor næst á tuttuguogtvo, þar sem einhver fröken krafðist þess að við þyrftum ekki að greiða fyrir aðgang, og fékk það í gegn. Ekki skildi Jarlaskáldið hvers vegna, en kvartaði ekki.

Líða svo einhverjar klukkustundir, og líkast til óþarfi að tíunda atburði í smáatriðum þær klukkustundir. Það varð a.m.k. engum meint af, svo vitað sé.

Þegar Jarlaskáldinu þótti nóg komið, sem gerðist einhvern tímann undir morgun, fór eins og svo oft áður að það rataði inn á Nonnann og var Adolf með í för en Sirrý horfin og fer ekki meiri sögum af henni. Nonni brasaði þessa líka fínu pepperonibáta oní okkur, en svo lá leiðin í laaaaaaaaaaaaaaannnnnnggggga leigubílaröð sem hreyfðist lítið, en Adolf leysti það á sinn hátt, tróð sér fremst í röðina og reddaði málinu. Jarlaskáldið fékk í staðinn að borga trukkinn. Hann var fjarri því ókeypis. Það var ekki mikill sparnaður fólginn í því að sleppa jeppatúrnum þessa helgina...

Einhver maður úti í bæ er með bögg og krefst þess að Jarlaskáldð birti NBA-spá sína. Patience Highlander!

Og jú, það vantar víst umfjöllun um helgina á undan. Skáldið fór á Sálarball (já, enn einu sinni), og man bara nokkuð vel hvað þar fór fram. Það telst til tíðinda!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005 

Silld



Bara svo það sé á hreinu: NBA TV er besta sjónvarpsstöð í heimi.

(Að því gefnu að Ísland sé heimurinn)

Allt í einu hljómar það bara ekkert svo illa að mæta í vinnuna eftir hádegi...

Gísli Marteinn eða Vilhjálmur? Skeina sér með hægri eða vinstri sokknum? Skiptir ekki máli, það þarf að henda þeim báðum hvort sem er...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates