föstudagur, maí 31, 2002 

...kommentin eru eitthvað í ólagi, en það er einhverjum öðrum en mér að kenna, líklega Bill Gates hugsa ég...

 

...jahéddna, ég er bara farinn að nálgast það að vera aumingjabloggari, allt dautt síðan á sunnudaginn. Það á sér að sjálfsögðu eðlilegar skýringar, í fyrsta lagi hef ég haft nóg að gera, merkilegt nokk, hef verið í vinnunni og m.a.s. þurft að vinna stundum þannig að ég er þreyttur þegar ég kem heim. Þá bíður blessuð BA-ritgerðin alltaf eftir mér, hún hefur bara ekki viljað klárast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég á að skila henni á morgun, og að mæta í vinnuna klukkan 8, og ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé samrýmanlegt, ekki skrifar helvítis ritgerðin sig sjálf! Af hverju er ég þá að eyða tímanum í þessa Bloggvitleysu? Góð spurning! Það verður s.s. væntanlega ollnæter og eitthvað fram á morgundaginn þar til ritið klárast, geri þó væntanlega smá breik til að horfa á HM, siðferðileg skylda, fer svo með plaggið í prentun, skila, og svo heim að sofa. Mummi verður bara að redda sér einn á morgun...

sunnudagur, maí 26, 2002 

...hell yeah, R-ið vann! Verst að þeir fengu ekki 9-nda manninn, en ég hafði ekki einu sinni látið mig dreyma um 9-nda manninn fyrir fram, þannig að þetta er bara snilld. Þegar úrslitin voru ljós fórum við Oddi niður í bæ, kíktum fyrst á Broadway, en létum okkur hverfa fljótlega enda meðalaldurinn þar í kringum 60 ár. Fórum við niður í bæ, og er þangað var komið var okkur boðið í partý. Húsráðandi þar var engin önnur en heimsins fegursta manneskja, og var margt um góðan manninn þar. Þóttu sönghæfileikar okkar í teitinni tíðindum sæta, og vorum við sæmdir heitinu „wonder-boys“ sakir söngtextaþekkingar okkar, sem þótti út í hött, það var víst ekki til það lag sem við ekki kunnum. Besta partý í langan tíma, hjá þvílíku beibi, ég er ástfanginn...

...Boston vann eftir allt saman. Gott hjá þeim...

laugardagur, maí 25, 2002 

...JESS!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, maí 24, 2002 

...svona líta nýju skórnir mínir út. Ég held að þetta séu ljótustu skór sem ég hef eignast, og hef ég átt þá ansi marga ljóta. Þeir voru a.m.k. ódýrir...

 

...þá er loksins komið á hreint hvernig vinnan hjá mér verður í sumar. Gamli flokkurinnn minn var lagður niður, svo ég verð á Land Rover eins og í gamla daga, og munum við Oddi ráða þar ríkjum, en Einar veðurfræðingur er horfinn á braut. Verðum við í miklum kvennafansi, allt að sex stúlkur munu verða okkur til halds og trausts. Þrjár þeirra hafa ekki sést áður, en munu vera á besta aldri, rétt innan við tvítugt, og eins og alkunna er njóta nýbakaðir íslenskufræðingar á miðjum þrítugsaldri sem búa hjá mömmu sinni mikillar kvenhylli innan þess aldurshóps, svo hver veit...


...enn bætist í hóp lesenda þessarar síðu. Rímnaflytjandinn og félagshyggjumaðurinn Hjörtur Einarsson hefur greinilega verið að ráfa um netið og rekið nefið hér inn. Það er gott að hann telur okkur Odda ekki vera tvíbura, vonandi að sá leiði misskilningur sé þá úr sögunni. Hjörtur er góður gæi, enda íslenskufræðingur...

miðvikudagur, maí 22, 2002 

...hvað annað en kokkurinn?

Yuoo ere-a zee Svedeesh Cheff!
Yuoo ere-a a guud cuuk, thuoogh yuoo cun't speek Ingleesh fery vell. Bork Bork Bork!

 

...kötturinn vitnar á síðu sinni í dagbók lögreglunnar og gerir því skóna að þar hafi Jarlaskáldið verið á ferð. Það mun þó ekki rétt. Vissulega stundaði Jarlaskáldið styttuklifur um helgina við litla kátínu lögreglunnar, en það mun þó hafa gerst aðfararnótt sunnudags en ekki mánudags, og því um einhverja aðra íþróttamenn að ræða í téðu tilviki dagbókarinnar. Ljóst þykir þó af fréttum þessum að styttuklifur ölvaðra er ört vaxandi íþrótt, enda bráðskemmtileg...

þriðjudagur, maí 21, 2002 

...ég sá að Mummi fer hlýjum orðum um könnunina mína um gengi liða í úrslitum NBA. Mummi er skrýtinn strákur, hann heldur nefnilega með Boston, og ekki bara það, hann dýrkar Kenny Anderson einhverra hluta vegna. Öll atkvæði sem Boston fá í könnuninni eru s.s. að öllum líkindum frá honum. Mummi er engu að síður góður drengur, og hefur unnið næstum því jafnlengi og ég á Nesjavöllum, munar bara 2 árum, og veitt Bjargvættum þar forystu gegnum skin og skúrir (að vísu spila Bjargvættir yfirleitt Kana inni í bíl þegar það eru skúrir, eða yfirhöfuð einhver úrkoma). Mér skilst að hann mæti í vinnuna á mánudaginn, það er fínt, það er betra að hafa félagsskap þegar maður er ekki að gera neitt...

 

...hún Solla á ammæli í dag. Solla er kærastan hans Gunna, fyrir þá sem ekki vita það. Til hamingju með ammælið Solla!

 

Bara svona að prófa þetta









Hverjir vinna titilinn?

Hverjir vinna titilinn?


Los Angeles Lakers

Sacramento Kings

Boston Celtics

New Jersey Nets



Current Results




mánudagur, maí 20, 2002 

...þetta kom ekkert mjög á óvart





take the death quiz.


and go to mewing.net. laura = great.


 

..víst kominn tími á að upplýsa dygga lesendur (alla þrjá jafnvel) um hvað drifið hefur á daga mína. Í fyrsta lagi tókst mér hið ómögulega, að skila uppkasti að ritgerðinni minni, og nú bíð ég bara eftir að kennarinn segi mér hve mikil vitleysa þetta sé. Hef að vísu aldrei heyrt um neinn sem hefur fengið undir 5 á BA-ritgerð, svo það lítur æ meir út fyrir að það verði partý þann 22. júní.

Byrjaði svo að vinna á fimmtudagsmorguninn hjá því ágæta fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, 8. árið í röð og nú lofa ég að það sé síðasta skiptið. Eyddi þar tveimur dögum í að gera nákvæmlega ekki neitt, enda veit Meistarinn (minn ágæti yfirmaður) ekkert hvernig vinnan verður í sumar, kannski þarf að reka fullt af liði, kemur í ljós seinna. Skítamál allt saman.

Fór á Star Wars á föstudaginn, alltílæ mynd, gef henni 7 í einkunn.

Á laugardaginn hittumst við félagarnir yfir öli heima hjá Kjarra. Horfðum þar á þá rómuðu mynd Ali G Indahouse (Kjarri stal henni á netinu eða e-ð), hvílík gargandi snilld, gef henni 9 í einkunn. Fórum svo í bæinn, á Kofann nánar tiltekið, drukkum meira öl og einhvern ógeðslegan karamellulíkjör og ræddum um ýmis andans mál. Síðar um kvöldið skildi ég við þá félaga og fór með Begga og tveim stúlkukindum á Ara í Ögri, hvar ég vann drykkjukeppni með yfirburðum. Ég var að vísu sá eini sem vissi að það væri drykkjukeppni. Svo fór hópurinn og klifraði upp á þak á húsi einu, og undum við hag okkar þar vel uns lögreglan batt endi á þá gleði. Hótaði hún okkur öllu illu en við lofuðum bót og betrun. Fimm mínútum síðar vorum við Beggi búnir að klifra upp á styttuna af Ingólfi Arnarsyni, og hvað haldiði, lögreglan kemur aftur á blússandi ferð með blikkandi ljós. Sá ég mér þá þann kost vænstan að hverfa af vettvangi á tveim allfljótum, en Beggi var ekki jafnheppinn. Mátti hann dúsa nokkra stund í fangageymslum lögreglunnar niðri á Hverfisgötu sem ótýndur glæpamaður, en ég fór hins vegar á Devitos og fékk mér flatböku, en hélt svo heim á leið, vonsvikinn yfir skilningsleysi lögreglunnar í garð klifuríþrótta...

þriðjudagur, maí 14, 2002 

...jæja, best að ég fari að blogga eitthvað, hef verið ansi latur við það undanfarið. Laugardagurinn var nokkuð góður, fór í vorferð íslenskunema, sem var nokkuð óvenjuleg að þessu sinni. Hófst hún a því að keyra nokkra hringi í Breiðholtinu, guð má vita hvers vegna, en svo var farið upp í Heiðmörk af öllum stöðum. Þar hafði verið skipulagður ratleikur fyrir okkur, þó lítið hafi reyndar reynt á ratvísina, en öllu meira á einhvers konar gáfur. Mitt lið reyndist að vísu hafa hvorugt, og töpuðum við nokkuð sannfærandi. Að ratleik loknum var brunað niður í bæ, og var þar stoppað á safni einu merkilegu, sem að vísu virtist höfða allmiklu meira til kvenþjóðarinnar, enda besefar þar af ýmsum stærðum til sýnis. Að þessari fróðlegu heimsókn lokinni var stefnan tekin á pulsupartý, og bauðst það gæðablóð Kormákur Arnaldsson til að ljá okkur húsnæði sitt undir þá samkomu, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Fór sú teiti fram með friði og spekt að mestu, þó eitthvað hafi borið á ölvun. Engin slys urðu a.m.k. á fólki, sem er ánægjulegt. Var stefnan að teiti lokinni tekin á bæinn, og kann ég ekki frekari sögur að segja af skemmtan þessari, þar eð minnið svíkur...

...einhverra hluta vegna var svo heilsan ekki upp á marga fiska þegar ég loksins vaknaði daginn eftir, en með dyggri hjálp þess ágæta matsölustaðar Kentucky Fried Chicken rénaði nokkuð sóttin þegar leið á daginn, en þó varð öllu minna úr ritgerðaskrifum en áætlað var. Sit ég því enn í þeirri súpu...

 

...ansi yrði ég lélegur harðstjóri...




As dictators go, you're kind of pathetic! Instead of military coup or systematic persecution to get power, you just happen to be the head of the only party in the UK that isn't totally worthless! While not very impressive it is none the less effective! You can do whatever the hell you like without any chance of getting voted out of office! People know that the only alternative would have them eating their children if they ever got back into power! However, you still think that you are as loved as you were when you were first elected into power… News flash for you: You're not!

What tin-pot dictator are you? Take the "What Dictator am I?" test at PoisonedMinds.com



Taktu prófið

föstudagur, maí 10, 2002 

..ég hef frá litlu að segja, hef setið sem límdur við tölvuna mína (eða sjónvarpið) og reynt að skrifa eitthvað af viti um Þorstein Eggertsson. Þetta er svona ákveðin dilemma, hvernig á maður að skrifa eitthvað af viti um mann sem aldrei gerði neitt af viti. Ég meina, menn sem ríma Sigöldu við mig völdu, hversu mikið vit er í þeim? Þetta gengur þó bærilega, og líklega tekst mér að útskrifast núna í júní, og þér er hér með boðið í veisluna...

þriðjudagur, maí 07, 2002 

...ég er búinn að finna minn tilgang í lífinu. Ég var að vafra um netið og rakst á þessa líka stórkostlegu síðuna, þar sem fjallað er um málefni sem ég hef ákveðið að helga mig algerlega. Skoðið þetta bara, þið eruð örugglega sammála öllu þarna...

 

...við gerðum aðra tilraun til að sjá Spiderman í kvöld, og gekk hún allmiklu betur en sú síðasta. Bíóið var svo almennilegt að endurgreiða okkur miðann frá því í gær og gefa okkur boðsmiða þar að auki, og á þakkir skilið fyrir það. Að sjálfsögðu féllu ófáir brandarar um að poppið væri brennt, en svo þegar myndin átti að byrja fylltist bíóið af reyk, og maður spurði sig hvernig í fjand.. þetta væri hægt tvö kvöld í röð. Þetta reyndist þó allt vera partur af programmet, því við tók heljarinnar lazersjóv. Það liðu síðan ca. tíu mínútur áður en maður sá aftur handa sinna skil, misstum við af nokkrum trailerum af þeim sökum, en svo hófst myndin. Hún var hin ágætasta, þó ameríski fáninn í lokin hafi verið kannski too much, og gef ég þessari mynd ***/****...


...mikið óskaplega er leiðinlegt að þurfa að skrifa þessa blessuðu B.A.-ritgerð, því skal ég lofa að þetta geri ég aldrei aftur...

sunnudagur, maí 05, 2002 

...í kvöld mátti litlu muna að ég yfirgæfi þetta jarðneska líf fyrir fullt og allt, í slíkum hremmingum lenti ég. Þannig var að ég fór við sjötta mann í kvikmyndahús, og var ferðinni heitið í Smárabíó, hvar kvikmyndin um Köngullóarmanninnn ógurlega skyldi litin augum. Vorum við svo forsjál að hafa keypt miða á myndina fyrr um daginn, og gengum því beint inn í salinn í sæti á besta stað, ofarlega fyrir miðju. Þegar klukkan var orðin 8 og bíóið orðið pakkfullt reið svo áfallið yfir. Inn gengu nokkrar starfsstúlkur og báðu um hljóð bíógesta, og tjáðu þeim svo að kviknað væri í bíóinu, og allir þyrftu að fara út. Fyrstu viðbrögð bíógesta voru eins og við mátti búast af Landanum, fólki fannst þetta óþarfa truflun út af nánast engu og hafði mestar áhyggjur af því að missa sætið sitt. Það mjakaðist þó út með semingi, en þó hreyfðu sumir sig ekki fyrr en löggan kom og skipaði þeim. Sumir ætluðu að vera forsjálir og skildu yfirhafnir sínar eftir inni til að missa ekki sætið, og efast ég um að þeir hafi enn fengið þær til baka. Á leið minni út heyrði ég unglingspilta tauta fyrir munni sér að þeir ætluðu „sko að kæra þessi helvítis fífl“ fyrir að enda skemmtun þeirra svo snögglega. Þegar út úr húsi var komið var upplýst að kviknað hefði í einhvers konar potti (þvotti heyrðist mér reyndar fyrst), enda fannst þar bræla hin versta. Síðar kom í ljós að um poppkornsvél var að ræða. Um þolraun þessa alla má lesa frekar annars vegar hér og hins vegar hér. Þar sem svo snöggur endi var bundinn á bíóferð þessa skunduðum við sexmenningarnir þess í stað á skemmtistaðinn Player's í Kópavogi og reyndum að jafna okkur á þessari lífsreynslu með hjálp sérfræðinga í áfallahjálp...


...atburðir kvöldsins sýndu mér enn og aftur fram á hvað Íslendingar geta verið merkilegir. Þetta minnti mig á þegar ég var staddur í Lundúnaborg fyrir réttum þremur árum ásamt honum Oddbergi. Vorum við liggjandi í rúmum okkar (sitt hvort rúmið nota bene) á hóteli nokkru horfandi á knattspyrnuleik í sjónvarpinu þegar brunabjallan byrjar að hringja með þessum líka hávaðanum. Að sjálfsögðu hreyfðum við okkur ekki spönn frá rassi, enda hvorki reyk né eld að sjá. Eftir ca. 5 mínútur fór okkur svo að leiðast þessi hávaði og litum fram á gang, aðallega til að athuga hvort ekki einhver ætlaði að slökkva í þessari helv... bjöllu. Þegar litið var niður ganginn sáust andlit gægjast fram úr flestum íbúðum, væntanlega í svipuðum erindagjörðum og við. Eitt þessara andlita ávarpaði mig á ensku, en þó með svo íslenskum hreim að ekki var um að villast: „What's going on?“ Og ég svaraði: „Ég veit það ekki, við ættum kannski að fara niður og athuga málið.“ Kom þá í ljós að allir á hæðinni voru íslenskir, og rölti þessi hópur niður í anddyrið í hægðum sínum. Þegar þangað var komið kom í ljós að allir aðrir voru löngu komnir út, og gengu Íslendingarnir nánast í flasið á slökkviliðsmönnum sem þustu inn. Að vísu kom í ljós stuttu síðar að um engan eld var að ræða, en það breytir því ekki að Íslendingar eru klikk...

laugardagur, maí 04, 2002 

...ég sá á heimasíðu þeirra skötuhjúa Gunnars og Sólveigar að hr. Oddbergur Eiríksson hefur haft uppi gífuryrði um ágæti þessarar dagbókarsíðu minnar, og jafnvel líkt mér við daun þann er iðulega leggur af hans fótum. Ástæða þessa uppþots mun vera ummæli mín um ágæti minnar síðu fram yfir nýtilfundna síðu hans, og virðist sem Oddbergur hafi látið eggjanir Magnúsar frá Þverbrekku hlaupa svo illa með sig í gönur. Ég er nú þannig gerður að ég fyrirgef honum þetta upphlaup sem verður að að ætla að hafi orðið í bræðiskasti, og legg til að hr. Oddbergur eyði tíma sínum frekar í uppbyggilegri mál en að standa í hnútukasti við mig og hafa í frammi hnýfilyrði, því í slíkum málum er augljóst hver lætur að lokum í minni pokann...

miðvikudagur, maí 01, 2002 

... jæja, þá er ég orðinn einn í kotinu, gömlu flúin til útlanda og litla systir til stóru systur vegna meints harðræðis sem hún telur sig beitta þá sjaldan gömlu hjónin bregða sér af bæ. Ég ætti þá að minnsta kosti að fá frið til að skrifa þessa blessuðu ritgerð, hef engar afsakanir lengur. Að vísu er tölvan mín að verða veik, komin með einhvern óþokkavírus, og verður að fara mjög blíðlega að henni svo hún frjósi ekki...


...gaf mér smástund til að líta á sjónvarpið í kvöld, það var jú stórleikur Real Madrid - Barcelona á dagskrá. Ekki voru úrslitin nógu góð þar, maður neyðist víst til að halda með Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Þó ekki jafnslæmt og '99 þegar maður neyddist til að halda með Bayern Munchen. Í þeim leik vonaði ég bara að einhver fótbrotnaði eða e-ð, svona svipað og að horfa á Manchester - Leeds. Mikið er mér illa við Leeds...

...að leik loknum skipti ég yfir á Ríkissjónvarpið, og það leyndi sér ekki að sumardagskráin hefur hafið innreið sína. Smart spæjari!? Hverjum datt þetta í hug? Að vísu nokkuð gaman að sjá lélegustu slagsmálaatriði síðan Batmanþættirnir gömlu góðu, en come on! Ef það á að sýna gamla þætti, af hverju ekki að sýna e-ð frábært eins og Parker Lewis eða Sledge Hammer? Þeir voru snilld...

...hef tekið eftir því að mjög margir svona bloggarar eru að skrifa mikið um þjóðfélagsmál, kosningar og álíka leiðindi. Lofa hér með að skrifa aldrei um neitt slíkt, a.m.k. ekki neitt gáfulegt...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates