« Home | Helgarbloggið góða Eitt og annað í gangi, oseisei... » | Huh? Samkvæmt Molunum er Jarlaskáldið aftur byrja... » | Pizza og bjór Jarlaskáldinu tókst ekki að sofa af... » | Miðvikublogg II Þá er komið að öðru miðvikubloggi... » | Af ammælum, óðum frændum, og kjúklingaáti Fastir ... » | Allir stuði í! Jarlaskáldið er með hellu fyrir ey... » | Prentvillupúkinn aftur á ferð Prentvillupúkinn ge... » | Vinsældirnar aukast Síðustu daga hefur aðsókn að ... » | Miðvikublogg hið fyrsta Jarlaskáldið tekur upp ný... » | Af yfirheyrslum, konsertum og hálfvitum Jarlaskál... » 

fimmtudagur, desember 26, 2002 

Jólin jólin alstaðar

Þá er þessi geðveiki að verða búin - í bili. Gott er það. Eins gott að þetta er bara einu sinni á ári, ólíkt því sem Hrafnhildur vinkona Jarlaskáldsins söng um hér um árið. Gott er þó að fá gjafir. Uppskeran var ágæt þetta árið hjá Skáldinu. Fékk m.a. snjóbrettabuxur frá þeim gömlu, nauðsynlegt fyrir Ítalíu. Einnig peysu frá litlu systur, sem er sú eina í familíunni sem hefur einhvern fatasmekk. Stóri bróðir kom einnig sterkur inn með DVD-disk, Fight Club var það heillin. Kannski maður fari að kaupa DVD-spilara við færitæki. Stóra systir gaf Skáldinu diskinn Rímur og rapp, sá diskur er enn á skilorði. Litli bróðir, Hagnaðurinn, ásamt frú kom þó einna sterkastur inn þetta árið. Nýi safndiskurinn með Megasi var það þetta árið, og grunar Skáldið að safndiskarnir þeir þrír muni einoka geislaspilarann næstu vikurnar. Hvílík snilld! Einnig fékk Skáldið Freistingar með Ný Dönsk, og ekki má gleyma nýju plötunni með Johnny Cash, sem gamli maðurinn fékk, en Jarlaskáldið mun ef að líkum lætur eigna sér. Sæmileg uppskera þetta!

Framundan er svo meira fjör, líkast til jeppatúr um helgina, og svo má gera ráð fyrir ágætis húllumhæi um áramótin. Ekki komið á hreint hvað Skáldið gerir, en gera má ráð fyrir að þar verði eigi lítið gaman. Skemmtið þið ykkur líka vel!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates