Vinsældirnar aukast
Síðustu daga hefur aðsókn að síðu þessari aukist til muna. Lék Jarlaskáldinu nokkur hugur á að vita hvað ylli, og fór að rannsaka málið. Svo virðist sem fólk úti í bæ hafi verið að vísa í færslur Skáldsins í gríð og erg, enda Skáldið verið sérstaklega ríkt af andagift undanfarið. Meðal sökudólga má nefna Kristján, Hjört, Unni og Gneistann. Er þeim öllum hér með þakkað fyrir veitta aðstoð við að auka aðsókn, og mun Jarlaskáldið reyna að endurgjalda greiðann við tækifæri.
Þegar Jarlaskáldið las pistil Hjartar varð því ljóst að leiðinleg prentvilla hafði slæðst inn í grein þá er m.a. fjallaði um tónleika Nick Cave. Er þar talað um fyllibyttur á hagyrðingakvöldi Austur-Svarfdæla. Auðvitað átti hér að standa hagyrðingakvöld Austur-Gnúpverja, og biður Jarlaskáldið Hjört og aðra er málið varðar velvirðingar á mistökunum.
Gneistinn játar upp á sig svipaðan sjónvarpssmekk og Jarlaskáldið. Slíkir menn eiga skilinn link, jafnvel þótt kærustur þeirra hafi í eina tíð kallað Jarlaskáldið öllum illum nöfnum.
Nú eru rosamargir í fýlu í bloggheimum. Jarlaskáldið vill ekki að fólk sé í fýlu, það er ekki gaman. Verum glöð!
Síðustu daga hefur aðsókn að síðu þessari aukist til muna. Lék Jarlaskáldinu nokkur hugur á að vita hvað ylli, og fór að rannsaka málið. Svo virðist sem fólk úti í bæ hafi verið að vísa í færslur Skáldsins í gríð og erg, enda Skáldið verið sérstaklega ríkt af andagift undanfarið. Meðal sökudólga má nefna Kristján, Hjört, Unni og Gneistann. Er þeim öllum hér með þakkað fyrir veitta aðstoð við að auka aðsókn, og mun Jarlaskáldið reyna að endurgjalda greiðann við tækifæri.
Þegar Jarlaskáldið las pistil Hjartar varð því ljóst að leiðinleg prentvilla hafði slæðst inn í grein þá er m.a. fjallaði um tónleika Nick Cave. Er þar talað um fyllibyttur á hagyrðingakvöldi Austur-Svarfdæla. Auðvitað átti hér að standa hagyrðingakvöld Austur-Gnúpverja, og biður Jarlaskáldið Hjört og aðra er málið varðar velvirðingar á mistökunum.
Gneistinn játar upp á sig svipaðan sjónvarpssmekk og Jarlaskáldið. Slíkir menn eiga skilinn link, jafnvel þótt kærustur þeirra hafi í eina tíð kallað Jarlaskáldið öllum illum nöfnum.
Nú eru rosamargir í fýlu í bloggheimum. Jarlaskáldið vill ekki að fólk sé í fýlu, það er ekki gaman. Verum glöð!