« Home | Jarlaskáldið færir út kvíarnar Jarlaskáldinu var ... » | Svindl Eins og frá var greint hér að ofan sveið J... » | Njósnari hennar hátignar, og gömul bíóhús Jarlask... » | Konsert Jarlaskáldið virðist hafa meðfædda hæfile... » | Biskupinn bloggar Biskupinn hefur hafið blogg, og... » | Jarlaskáldið Smjörkúkur? Þegar síðast heyrðist ti... » | Uppreisn æru Maður er nefndur Oddbergur Eiríksson... » | Enn þá boring Þessi bévítans pest ætlar að verða ... » | Nýir bloggarar Jarlaskáldið býður tvo nýja liðsme... » | Boring Nú reka margir lesenda eflaust upp stór au... » 

mánudagur, desember 02, 2002 

Viltu vinna milljón? þekkja ekki sinn Seinfeld

Jarlaskáldið horfði eins og svo oft áður á þann ágæta þátt Viltu vinna milljón? á sunnudagskvöldið. Ágætis keppendur að þessu sinni, þessi Ásatrúargæi hefði eflaust farið langt ef hann hefði ekki fengið þessa svínþungu spurningu. Giskaði að vísu á það eina sem Jarlaskáldið gat útilokað, svona er þetta stundum. Það vakti þó ekki mesta athygli Jarlaskáldsins, heldur önnur spurning sem snerist um meinta trú aðalpersóna Seinfeld-þáttanna. Jarlaskáldið telst væntanlega til harðari aðdáenda þeirra frábæru þátta, á þá m.a.s alla (nema einn, andskotinn!) á vídjóspólum og hefur séð þá alla oft og mörgum sinnum og getur farið með frasa úr þeim eins Jón Bö úr Njálu. Spurt var hvaða trú aðalpersónur þáttanna aðhylltust, og var hið „rétta“ svar gyðingdómur. Þvílíkt og annað eins bull! Það er eingöngu Jerry sjálfur sem er gyðingur, og skulu nú færð rök fyrir því. Um Jerry þarf ekki að efast, hann er óneitanlega gyðingur, q.e.d. George telst frá og með 11. þætti 5. seríu (The Conversion, brilliant þáttur btw) til lettnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, en hann skipti yfir í þá trú til að reyna að ná sér í kellingu. Fyrir þann tíma er málið erfiðara, a.m.k. heldur pabbi hans ekki upp á jólin heldur Festivus, en hann hélt einu sinni upp á jólin og því tæplega gyðingur. Ítalskt ættarnafnið bendir einnig til þess að hann hafi verið kaþólskur.
Elaine er samkvæmt 16. þætti 9. seríu (The Burning) trúleysingi, þegar það veldur vandræðum í sambandi hennar við hinn trúaða Puddy. Í 3. þætti 9. seríu (The Serenity Now) kemur einnig fram að hún hafi svokallað „shiksappeal", sem er aðdráttarafl kvenna sem ekki eru gyðingar á karlkyns gyðinga. Kramer hefur lítið látið uppi um trúhneigð sína, en hann er a.m.k. ekki gyðingur, eins og fram kemur í 6. þætti 8. seríu (The Fatigues), þar sem Kramer skipuleggur „singles night“ fyrir gyðinga, þrátt fyrir að vera ekki gyðingur, eins og hann segir sjálfur.
Ætti þetta að vera næg sönnun fyrir því að bæði spurningin og svarið voru kolröng. Pistill þessi ætti einnig að vera næg sönnun þess að Jarlaskáldið er kolklikkað og á sér ekkert líf.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates