Miðvikublogg II
Þá er komið að öðru miðvikubloggi, það fyrsta fékk þessar líka gífurlegu undirtektir, greinilega mikil ánægja með framtakið, og mun Jarlaskáldið því reyna eftir megni að halda úti þessum dagskrárlið, jafnvel þótt efni séu oft lítil til þess.
Í morgun svaf Jarlaskáldið yfir sig. Var búið að steingleyma hve gott getur verið að sofa yfir sig, maður verður allur svo úthvíldur og hress að það er engu líkt. Svo tók nánast enginn eftir því að vinnunni að Jarlaskáldið mætti allt of seint, og því augljóst að þetta verður endurtekið við tækifæri. Annars er allt vitlaust að gera í vinnunni, að vísu ekki hjá Skáldinu, það hefur það alltaf jafnrólegt. Aftur á móti hefur allt fyllst þar af unglingspiltum og -stúlkum í ostakörfugerð, svo vart er þverfótandi fyrir því. Hefur beibstandarinn aukist til mikilla muna við þetta, en illu heilli myndi það varða við lög ef Jarlaskáldið færi eitthvað að gera hosur sínar grænar, á slíkum aldri eru flestar stúlkurnar. Það er nú samt ágætt að hafa eitthvað skemmtilegra fyrir augunum en sveitta karlmenn í kraftgöllum...
Annars virðist ríkja einhver ládeyða í bloggheimum þessa dagana, margir komnir í frí eða jafnvel hættir, sumir af því að þeir fóru í fýlu. Virðast ekki þola diss. Vill Jarlaskáldið því benda á algjörlega skothelda aðferð til að losna við allt diss. Hún er sú að gera það bara sjálfur, líkt og Skáldið gerir eftir nánast hverja einustu helgi. Ef maður drullar bara nógu mikið yfir sjálfan sig nennir því enginn annar. Og nú er alveg öruggt að einhver byrjar að dissa Skáldið til að afsanna þessa kenningu, því fólk er jú fífl. Ojæja...
Það er víst lítið meira blaður að hafa að þessu sinni, en lúkum þessu á vinnutengdri getraun (starfsmönnum OSS meinuð þátttaka):
Hvert er fituinnihald ostsins Búra í prósentum?
Í boði eru að sjálfsögðu vegleg verðlaun, geisladiskurinn Kynjaveröld, sem var einmitt árshátíðargeisladiskur Málfundafélagsins Framtíðarinnar árið 1994. Má þar finna mörg skemmtileg lög, og á meðal hljómlistarmanna og lagahöfunda eru ekki minni menn en Sölvi Blöndal úr Quarashi og Barði Jóhannsson úr Bang Gang. Ekki amaleg verðlaun það!
Þá er komið að öðru miðvikubloggi, það fyrsta fékk þessar líka gífurlegu undirtektir, greinilega mikil ánægja með framtakið, og mun Jarlaskáldið því reyna eftir megni að halda úti þessum dagskrárlið, jafnvel þótt efni séu oft lítil til þess.
Í morgun svaf Jarlaskáldið yfir sig. Var búið að steingleyma hve gott getur verið að sofa yfir sig, maður verður allur svo úthvíldur og hress að það er engu líkt. Svo tók nánast enginn eftir því að vinnunni að Jarlaskáldið mætti allt of seint, og því augljóst að þetta verður endurtekið við tækifæri. Annars er allt vitlaust að gera í vinnunni, að vísu ekki hjá Skáldinu, það hefur það alltaf jafnrólegt. Aftur á móti hefur allt fyllst þar af unglingspiltum og -stúlkum í ostakörfugerð, svo vart er þverfótandi fyrir því. Hefur beibstandarinn aukist til mikilla muna við þetta, en illu heilli myndi það varða við lög ef Jarlaskáldið færi eitthvað að gera hosur sínar grænar, á slíkum aldri eru flestar stúlkurnar. Það er nú samt ágætt að hafa eitthvað skemmtilegra fyrir augunum en sveitta karlmenn í kraftgöllum...
Annars virðist ríkja einhver ládeyða í bloggheimum þessa dagana, margir komnir í frí eða jafnvel hættir, sumir af því að þeir fóru í fýlu. Virðast ekki þola diss. Vill Jarlaskáldið því benda á algjörlega skothelda aðferð til að losna við allt diss. Hún er sú að gera það bara sjálfur, líkt og Skáldið gerir eftir nánast hverja einustu helgi. Ef maður drullar bara nógu mikið yfir sjálfan sig nennir því enginn annar. Og nú er alveg öruggt að einhver byrjar að dissa Skáldið til að afsanna þessa kenningu, því fólk er jú fífl. Ojæja...
Það er víst lítið meira blaður að hafa að þessu sinni, en lúkum þessu á vinnutengdri getraun (starfsmönnum OSS meinuð þátttaka):
Hvert er fituinnihald ostsins Búra í prósentum?
Í boði eru að sjálfsögðu vegleg verðlaun, geisladiskurinn Kynjaveröld, sem var einmitt árshátíðargeisladiskur Málfundafélagsins Framtíðarinnar árið 1994. Má þar finna mörg skemmtileg lög, og á meðal hljómlistarmanna og lagahöfunda eru ekki minni menn en Sölvi Blöndal úr Quarashi og Barði Jóhannsson úr Bang Gang. Ekki amaleg verðlaun það!