Jarlaskáldið færir út kvíarnar
Jarlaskáldinu var boðið í íbúðarprófun á laugardagskvöldið hjá þeim hjónaleysum Eyjólfi og Ríkeyju. Tilgangurinn var að athuga hvort íbúðin væri hæf fyrir innflutningspartý á næstu vikum, og voru að sjálfsögðu fengnir VÍN-verjar til þess verks. Meðal gesta mátti auk Jarlaskáldsins sjá þá fóstbræður Boga og Loga, Andrésson og frú, Öldu og einnig merkikertið Magnús, sem ákvað að heiðra samkomuna þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu langt fyrir neðan virðingu slíks celeba. Gekk samkoman nokkuð vel fyrir sig, þótt smábyrjunarörðugleika hafi gætt í fyrstu, en Jarlaskáldið reddaði málum með því að tengja græjurnar upp á nýtt til að fá úr þeim einhver hljóð. Þótti íbúðin annars vel til þess fallin að halda þar samkvæmi, státaði m.a. af feiknastóru dansgólfi, sem kannski orsakaðist af húsgagnafæð. T.d. var ekkert sjónvarp sjáanlegt, sem er bagalegt. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, íbúðin er í Kópavogi, og því vissara að hafa með sér kort eða einhvern innansveitarmann svo maður villist ekki í gatnakerfinu skemmtilega sem bærinn býður upp á. Sem betur fer naut Jarlaskáldið leiðsagnar Magnúsar við að komast á staðinn.
Ekki gerðist neitt markvert í þessu prufupartýi, bara almennt sumbl en þó mismikið hjá mönnum. Þegar nokkuð var liðið á kvöld og allt áfengi uppurið tóku flestir gesta stefnuna á fornar slóðir, nebbnilega Hverfisbarinn, en bæði í sparnaðarskyni og sakir óútskýrðrar þreytu sá Jarlaskáldið sæng sína útbreidda, í bókstaflegum skilningi, því því var færð bæði sæng og koddi og tók það sér næturvist í sófa einum góðum, sem bætist á langan lista sófa sem Jarlaskáldið hefur haft næturvist á víðs vegar um landið. Fær þessi sófi bestu meðmæli Jarlaskáldsins, veitti hann góðan stuðning en var um leið mjúkur og þægilegur, ólíkt ýmsum fletum sem Jarlaskáldið hefur nýtt sér, og kemur ævintýrið í Ystu-Vík síðasta sumar óneitanlega upp í hugann. Vaknaði Skáldið því ferskt og hresst um tíuleytið á sunnudeginum þegar móðir þess hringdi, greinilega í þeirri veiku von að Jarlaskáldið hefði nælt sér í einhverja heimasætu, en sem fyrr olli Skáldið móður sinni vonbrigðum í þeim efnum. Læddist Skáldið því næst út (eftir að hafa búið um fletið, Jarlaskáldið kann sig enda með reynslu) og rölti heimleiðis. Í ljósi þess sem gerðist stuttu síðar á sparkvelli á Englandi hefði Jarlaskáldið betur snúið sér á hina hliðina og sofið áfram, en förum ekki að rifja upp þá vitleysu. Jarlaskáldið vill aftur á móti nota tækifærið og þakka þeim Eyjólfi og Ríkeyju kærlega gestrisnina, þau lifi, húrra, húrra, húrra, HÚRRA!!!
Jarlaskáldinu var boðið í íbúðarprófun á laugardagskvöldið hjá þeim hjónaleysum Eyjólfi og Ríkeyju. Tilgangurinn var að athuga hvort íbúðin væri hæf fyrir innflutningspartý á næstu vikum, og voru að sjálfsögðu fengnir VÍN-verjar til þess verks. Meðal gesta mátti auk Jarlaskáldsins sjá þá fóstbræður Boga og Loga, Andrésson og frú, Öldu og einnig merkikertið Magnús, sem ákvað að heiðra samkomuna þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu langt fyrir neðan virðingu slíks celeba. Gekk samkoman nokkuð vel fyrir sig, þótt smábyrjunarörðugleika hafi gætt í fyrstu, en Jarlaskáldið reddaði málum með því að tengja græjurnar upp á nýtt til að fá úr þeim einhver hljóð. Þótti íbúðin annars vel til þess fallin að halda þar samkvæmi, státaði m.a. af feiknastóru dansgólfi, sem kannski orsakaðist af húsgagnafæð. T.d. var ekkert sjónvarp sjáanlegt, sem er bagalegt. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, íbúðin er í Kópavogi, og því vissara að hafa með sér kort eða einhvern innansveitarmann svo maður villist ekki í gatnakerfinu skemmtilega sem bærinn býður upp á. Sem betur fer naut Jarlaskáldið leiðsagnar Magnúsar við að komast á staðinn.
Ekki gerðist neitt markvert í þessu prufupartýi, bara almennt sumbl en þó mismikið hjá mönnum. Þegar nokkuð var liðið á kvöld og allt áfengi uppurið tóku flestir gesta stefnuna á fornar slóðir, nebbnilega Hverfisbarinn, en bæði í sparnaðarskyni og sakir óútskýrðrar þreytu sá Jarlaskáldið sæng sína útbreidda, í bókstaflegum skilningi, því því var færð bæði sæng og koddi og tók það sér næturvist í sófa einum góðum, sem bætist á langan lista sófa sem Jarlaskáldið hefur haft næturvist á víðs vegar um landið. Fær þessi sófi bestu meðmæli Jarlaskáldsins, veitti hann góðan stuðning en var um leið mjúkur og þægilegur, ólíkt ýmsum fletum sem Jarlaskáldið hefur nýtt sér, og kemur ævintýrið í Ystu-Vík síðasta sumar óneitanlega upp í hugann. Vaknaði Skáldið því ferskt og hresst um tíuleytið á sunnudeginum þegar móðir þess hringdi, greinilega í þeirri veiku von að Jarlaskáldið hefði nælt sér í einhverja heimasætu, en sem fyrr olli Skáldið móður sinni vonbrigðum í þeim efnum. Læddist Skáldið því næst út (eftir að hafa búið um fletið, Jarlaskáldið kann sig enda með reynslu) og rölti heimleiðis. Í ljósi þess sem gerðist stuttu síðar á sparkvelli á Englandi hefði Jarlaskáldið betur snúið sér á hina hliðina og sofið áfram, en förum ekki að rifja upp þá vitleysu. Jarlaskáldið vill aftur á móti nota tækifærið og þakka þeim Eyjólfi og Ríkeyju kærlega gestrisnina, þau lifi, húrra, húrra, húrra, HÚRRA!!!