Prentvillupúkinn aftur á ferð
Prentvillupúkinn gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Jarlaskáldið var ekki fyrr búið að gera leiðréttingu við eina færslu er varðaði drukkið fólk á tónleikum en hann fór aftur á stjá, og urðu Gnúpverjar nú fyrir barðinu á honum, við mikið harmakvein Hjartar, sem telur að sér og sinni ætt vegið. Jarlaskáldið harmar þetta, og gerir nú lokatilraun til að fá hið rétta fram. Þar sem í upphafi stóð hagyrðingakvöld Austur-Svarfdæla og síðar hagyrðingakvöld Austur-Gnúpverja átti að sjálfsögðu að standa FM-hnakkakvöld Austur-Selfyssinga (Austur-Selfoss er sá hluti bæjarins sem er austan við Ölfusá. Vesturhlutinn er mun betri, þar er jú Kentucky Fried!). Vonar Jarlaskáldið að Hjörtur taki nú gleði sína á ný, fyrst hið sanna er komið fram.
Prentvillupúkinn gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Jarlaskáldið var ekki fyrr búið að gera leiðréttingu við eina færslu er varðaði drukkið fólk á tónleikum en hann fór aftur á stjá, og urðu Gnúpverjar nú fyrir barðinu á honum, við mikið harmakvein Hjartar, sem telur að sér og sinni ætt vegið. Jarlaskáldið harmar þetta, og gerir nú lokatilraun til að fá hið rétta fram. Þar sem í upphafi stóð hagyrðingakvöld Austur-Svarfdæla og síðar hagyrðingakvöld Austur-Gnúpverja átti að sjálfsögðu að standa FM-hnakkakvöld Austur-Selfyssinga (Austur-Selfoss er sá hluti bæjarins sem er austan við Ölfusá. Vesturhlutinn er mun betri, þar er jú Kentucky Fried!). Vonar Jarlaskáldið að Hjörtur taki nú gleði sína á ný, fyrst hið sanna er komið fram.