Jarlaskáldið - Góðkunningi lögreglunnar?
Sunnudagur er að kveldi kominn, og um leið kominn tími til þess að rita fáein orð um ævintýri Jarlaskáldsins. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við, því ýmislegt er hér fer á eftir er vart við hæfi þeirra. En lítum til baka:
Eins og við var að búast féll áætluð jeppaferð VÍN-verja niður á föstudaginn, og ákvað Jarlaskáldið þess í stað að mæta á Jólaglögg Ostogsmjör. Fyrirfram hafði það óljósar hugmyndir um hvernig slík samkoma færi fram, en óraði ekki fyrir raunveruleikanum. Skáldið mætti á staðinn á níunda tímanum á föstudagskvöldið, stuttu eftir að húsið opnaði. Var þar þá mættur nokkur fjöldi manna, og um sama leyti mætti þar rumur mikill í jólasveinabúning og tók að syngja öll þau verstu jólalög sem fyrirfinnast, og það sem verra er, að fá áhorfendur til að taka þátt í vitleysunni. Þurfti Jarlaskáldið því að dansa hókípókí, höfuðherðarhnéogtær og kónga áður en því tókst að torga svo mikið sem einni ölkollu. Hefði e.t.v. verið betra að hafa þetta „skemmtiatriði“ síðar í dagskránni. Sem betur fer lét jólasveinninn sig brátt hverfa, og gat Jarlaskáldið þá tekið til óspilltra málanna í drykkju, sem það og gerði, enda allt frítt. Þurfti það reyndar nokkrum sinnum að gera hlé á þeirri iðju sakir skemmtiatriða, sem fæst voru skemmtileg. En þegar nokkuð var liðið á kvöld gerðust mikil undur og stórmerki. Jarlaskáldið vann í happadrætti! Hefur það ekki gerst áður í manna minnum, og gleði Skáldsins því fölskvalaus við tíðindin. Gleðin minnkaði reyndar talsvert þegar verðlaunin komu í ljós, búrhnífur og viskastykki. Það var og. Enn meiri undur og stórmerki urðu þó í næsta vetfangi. Jarlaskáldið var fengið til að draga út síðasta vinninginn. Félagi Guðjón bað um að sitt númer yrði dregið. Jarlaskáldið varð við því. Er Jarlaskáldið göldrótt? Helvítið hann Guðjón fékk 5000 kr vöruúttekt í verðlaun. Grimm eru örlögin stundum.
Drykkju var svo haldið áfram, og verður Jarlaskáldið seint sakað um að drekka við sleitur. Um og eftir miðnætti var svo ákveðið að halda för í bæinn, og samkvæmt debetkortakvittun kom Jarlaskáldið heim um fjögurleytið með leigubíl. Hvað gerðist þar á milli verður að leita í ranni Óminnishegrans.
Vaknaði Jarlaskáldið seint og um síðir á laugardeginum, við það að frændi þess tveggja ára byrjaði að hoppa ofan á því og stunda hinar ýmsu leikfimisæfingar á því. Hefði hann haft vitneskju um heilsufar Skáldsins hefði hann vísast sleppt æfingunum.
Ákvað Jarlaskáldið í ljósi breyttra aðstæðna að halda sig heima við á laugardagskveldinu, þrátt fyrir ýmis gylliboð. Naut það samvista við sinn gamla vin sjónvarpið, sem bauð upp á ýmislegt bæði gott og vont þetta kvöldið. Fyrst ber að nefna til sögunnar Spin City, sem er hinn ágætasti þáttur, einkum þegar persóna snillingsins Alan Ruck (vinur Ferris Bueller í samnefndri mynd) lætur ljós sitt skína. Næst tók við Spaugstofan. Mikið vildi Jarlaskáldið fá þær tuttugu mínútur aftur. Því næst var glápt á Popppunkt. Gaman að sjá Ham vinna FM-hnakkana. Fínn þáttur yfirleitt. Að Popppunkti loknum var glápt á The Mexican. Það er ekki góð mynd, enda „skartar“ hún Julia Roberts. Ekki einu sinni James Gandolfini sem hommi gat bjargað þessari vellu. Að Mexíkóanum loknum tók Primary Colors við. Jarlaskáldið hafði séð þá mynd áður, og því í raun óskiljanlegt að það skyldi hafa horft á hana aftur, því ekki er hún skemmtileg. Skárri en helvítis Mexíkóinn þó. Að henni lokinni fór Jarlaskáldið að nördast á netinu, þar til sími þess hringdi um fjögurleytið. Á hinum endanum voru þeir félagar Magnús Blöndahl og Gunnar Gunnarsson, sem vildu endilega láta Skáldið vita hvað þeir voru fullir. Takk fyrir það.
Sakir aumingjaskapar kvöldið áður vaknaði Skáldið hið hressasta um hádegisbil á sunnudeginum (í dag). Voru nokkrir liðir á dagskránni þann daginn. Fyrst ber að telja stórammæli stóru systur, sem er orðin nógu gömul til þess að maður hefur ekki orð á því. Til hamingju með það stóra systir! Góðan gerir stóra systir brauðrétt. Næst á dagskránni voru langþráðir endurfundir drengjasveitarinnar Hlégests. Sakir þess að Sveitagestur hafði lagt leið sína í höfuðborgina var ákveðið að hann ásamt Litlagesti og Stóragesti færu í heimsókn til Bangsagests til að rifja upp gamla tíma og éta vöfflur. Gaman að því. Þetta skildi líklega enginn. Um kvöldið var Skáldið svo boðað á Kaffi Vín til að fagna endurkomu frelsarans, Dengsa, frá landi Bretóna. Var það gjört.
Athugulir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að enn hefur ekkert í þessari grein tengst á nokkurn hátt fyrirsögninni. Úr því skal bætt hér. Svo er mál með með vexti að þegar Jarlaskáldið var á leið í ammæli stóru systur hringdi sími þess. Private number stóð á skjánum, örugglega eitthvað helvítis tryggingafélag eða eitthvað álíka að reyna að selja Skáldinu einhvern óþarfa. En ónei, á hinum enda línunnar hljómaði þungbúin rödd:
„Er þetta Xxxxx Xxxxxxxx?“ (þungbúin)
„Uhm, já.“ (hjáróma)
„Já, þetta er hjá lögreglunni,“ (um þetta leyti fékk Jarlaskáldið nett áfall, hvern andskotann hafði það verið að gera í óminninu á föstudaginn?) en svo bætti löggan við „á Selfossi.“ (enn þungbúin)
Í ljós kom að Jarlaskáldið hafði ekki gerst brotlegt við lög, heldur var því gert að mæta í yfirheyrslu niður á Hverfisgötu á mánudeginum til að greina frá málsatvikum í líkamsárás þeirri er átti sér stað í sögulegri sumarbústaðarferð fyrir ca. mánuði síðan eins og þau blöstu við því sjálfu. Skilvirk þessi lögga. Er Jarlaskáldið að vonum spennt yfir því að geta látið lóð sín á vogarskálar réttlætisins, og afar spennt yfir því að mæta loksins í yfirheyrslu eftir að hafa séð svo fjölmargar í kvikmyndum og sjónvarpi. Best væri ef þetta yrði svona Good Cop-Bad Cop yfirheyrsla, það yrði æði. Annars er víst best að segja ekki of mikið, annars gæti einhver snjall lögfræðingur fengið framburð Skáldsins útilokaðan, þannig er það allavega í The Practice. Já, best að þegja bara...
Sunnudagur er að kveldi kominn, og um leið kominn tími til þess að rita fáein orð um ævintýri Jarlaskáldsins. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við, því ýmislegt er hér fer á eftir er vart við hæfi þeirra. En lítum til baka:
Eins og við var að búast féll áætluð jeppaferð VÍN-verja niður á föstudaginn, og ákvað Jarlaskáldið þess í stað að mæta á Jólaglögg Ostogsmjör. Fyrirfram hafði það óljósar hugmyndir um hvernig slík samkoma færi fram, en óraði ekki fyrir raunveruleikanum. Skáldið mætti á staðinn á níunda tímanum á föstudagskvöldið, stuttu eftir að húsið opnaði. Var þar þá mættur nokkur fjöldi manna, og um sama leyti mætti þar rumur mikill í jólasveinabúning og tók að syngja öll þau verstu jólalög sem fyrirfinnast, og það sem verra er, að fá áhorfendur til að taka þátt í vitleysunni. Þurfti Jarlaskáldið því að dansa hókípókí, höfuðherðarhnéogtær og kónga áður en því tókst að torga svo mikið sem einni ölkollu. Hefði e.t.v. verið betra að hafa þetta „skemmtiatriði“ síðar í dagskránni. Sem betur fer lét jólasveinninn sig brátt hverfa, og gat Jarlaskáldið þá tekið til óspilltra málanna í drykkju, sem það og gerði, enda allt frítt. Þurfti það reyndar nokkrum sinnum að gera hlé á þeirri iðju sakir skemmtiatriða, sem fæst voru skemmtileg. En þegar nokkuð var liðið á kvöld gerðust mikil undur og stórmerki. Jarlaskáldið vann í happadrætti! Hefur það ekki gerst áður í manna minnum, og gleði Skáldsins því fölskvalaus við tíðindin. Gleðin minnkaði reyndar talsvert þegar verðlaunin komu í ljós, búrhnífur og viskastykki. Það var og. Enn meiri undur og stórmerki urðu þó í næsta vetfangi. Jarlaskáldið var fengið til að draga út síðasta vinninginn. Félagi Guðjón bað um að sitt númer yrði dregið. Jarlaskáldið varð við því. Er Jarlaskáldið göldrótt? Helvítið hann Guðjón fékk 5000 kr vöruúttekt í verðlaun. Grimm eru örlögin stundum.
Drykkju var svo haldið áfram, og verður Jarlaskáldið seint sakað um að drekka við sleitur. Um og eftir miðnætti var svo ákveðið að halda för í bæinn, og samkvæmt debetkortakvittun kom Jarlaskáldið heim um fjögurleytið með leigubíl. Hvað gerðist þar á milli verður að leita í ranni Óminnishegrans.
Vaknaði Jarlaskáldið seint og um síðir á laugardeginum, við það að frændi þess tveggja ára byrjaði að hoppa ofan á því og stunda hinar ýmsu leikfimisæfingar á því. Hefði hann haft vitneskju um heilsufar Skáldsins hefði hann vísast sleppt æfingunum.
Ákvað Jarlaskáldið í ljósi breyttra aðstæðna að halda sig heima við á laugardagskveldinu, þrátt fyrir ýmis gylliboð. Naut það samvista við sinn gamla vin sjónvarpið, sem bauð upp á ýmislegt bæði gott og vont þetta kvöldið. Fyrst ber að nefna til sögunnar Spin City, sem er hinn ágætasti þáttur, einkum þegar persóna snillingsins Alan Ruck (vinur Ferris Bueller í samnefndri mynd) lætur ljós sitt skína. Næst tók við Spaugstofan. Mikið vildi Jarlaskáldið fá þær tuttugu mínútur aftur. Því næst var glápt á Popppunkt. Gaman að sjá Ham vinna FM-hnakkana. Fínn þáttur yfirleitt. Að Popppunkti loknum var glápt á The Mexican. Það er ekki góð mynd, enda „skartar“ hún Julia Roberts. Ekki einu sinni James Gandolfini sem hommi gat bjargað þessari vellu. Að Mexíkóanum loknum tók Primary Colors við. Jarlaskáldið hafði séð þá mynd áður, og því í raun óskiljanlegt að það skyldi hafa horft á hana aftur, því ekki er hún skemmtileg. Skárri en helvítis Mexíkóinn þó. Að henni lokinni fór Jarlaskáldið að nördast á netinu, þar til sími þess hringdi um fjögurleytið. Á hinum endanum voru þeir félagar Magnús Blöndahl og Gunnar Gunnarsson, sem vildu endilega láta Skáldið vita hvað þeir voru fullir. Takk fyrir það.
Sakir aumingjaskapar kvöldið áður vaknaði Skáldið hið hressasta um hádegisbil á sunnudeginum (í dag). Voru nokkrir liðir á dagskránni þann daginn. Fyrst ber að telja stórammæli stóru systur, sem er orðin nógu gömul til þess að maður hefur ekki orð á því. Til hamingju með það stóra systir! Góðan gerir stóra systir brauðrétt. Næst á dagskránni voru langþráðir endurfundir drengjasveitarinnar Hlégests. Sakir þess að Sveitagestur hafði lagt leið sína í höfuðborgina var ákveðið að hann ásamt Litlagesti og Stóragesti færu í heimsókn til Bangsagests til að rifja upp gamla tíma og éta vöfflur. Gaman að því. Þetta skildi líklega enginn. Um kvöldið var Skáldið svo boðað á Kaffi Vín til að fagna endurkomu frelsarans, Dengsa, frá landi Bretóna. Var það gjört.
Athugulir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að enn hefur ekkert í þessari grein tengst á nokkurn hátt fyrirsögninni. Úr því skal bætt hér. Svo er mál með með vexti að þegar Jarlaskáldið var á leið í ammæli stóru systur hringdi sími þess. Private number stóð á skjánum, örugglega eitthvað helvítis tryggingafélag eða eitthvað álíka að reyna að selja Skáldinu einhvern óþarfa. En ónei, á hinum enda línunnar hljómaði þungbúin rödd:
„Er þetta Xxxxx Xxxxxxxx?“ (þungbúin)
„Uhm, já.“ (hjáróma)
„Já, þetta er hjá lögreglunni,“ (um þetta leyti fékk Jarlaskáldið nett áfall, hvern andskotann hafði það verið að gera í óminninu á föstudaginn?) en svo bætti löggan við „á Selfossi.“ (enn þungbúin)
Í ljós kom að Jarlaskáldið hafði ekki gerst brotlegt við lög, heldur var því gert að mæta í yfirheyrslu niður á Hverfisgötu á mánudeginum til að greina frá málsatvikum í líkamsárás þeirri er átti sér stað í sögulegri sumarbústaðarferð fyrir ca. mánuði síðan eins og þau blöstu við því sjálfu. Skilvirk þessi lögga. Er Jarlaskáldið að vonum spennt yfir því að geta látið lóð sín á vogarskálar réttlætisins, og afar spennt yfir því að mæta loksins í yfirheyrslu eftir að hafa séð svo fjölmargar í kvikmyndum og sjónvarpi. Best væri ef þetta yrði svona Good Cop-Bad Cop yfirheyrsla, það yrði æði. Annars er víst best að segja ekki of mikið, annars gæti einhver snjall lögfræðingur fengið framburð Skáldsins útilokaðan, þannig er það allavega í The Practice. Já, best að þegja bara...