« Home | Af yfirheyrslum, konsertum og hálfvitum Jarlaskál... » | Jarlaskáldið - Góðkunningi lögreglunnar? Sunnudag... » | „I'm back“ Útlegð Jarlaskáldsins úr bloggheimum e... » | Viltu vinna milljón? þekkja ekki sinn Seinfeld Ja... » | Jarlaskáldið færir út kvíarnar Jarlaskáldinu var ... » | Svindl Eins og frá var greint hér að ofan sveið J... » | Njósnari hennar hátignar, og gömul bíóhús Jarlask... » | Konsert Jarlaskáldið virðist hafa meðfædda hæfile... » | Biskupinn bloggar Biskupinn hefur hafið blogg, og... » | Jarlaskáldið Smjörkúkur? Þegar síðast heyrðist ti... » 

fimmtudagur, desember 12, 2002 

Miðvikublogg hið fyrsta

Jarlaskáldið tekur upp nýjan dagskrárlið, miðvikublogg. Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að Jarlaskáldið bloggi bara um helgarævintýri sín, ekki að það sé slæmt, heldur eru lesendur bara svo forvitnir, og ætlar skáldið því að reyna að gera nokkra bragarbót á. Hvað ætti maður svo að segja...

Kannski maður byrji bara á smá fréttaflutningi. Jarlaskáldið var nebbnilega allstórtækt í peningaeyðslu í gær, litlar 100.000 krónur að nafnvirði hurfu af reikningi þess (að vísu átti bankinn þessa peninga, en það er algert aukaatriði). Ástæða: Ítalía eftir mánuð, sjúbb, sjúbb, sjúbb í brekkum Dólómítafjallanna, hí á alla sem missa af því! Það eru ansi mörg hí.

Þetta er gaman.

Þetta er litlu síðra.

Jarlaskáldið sá að nafni var að útnefna fimm bestu þættina í íslensku sjónvarpi í dag. Er því við hæfi að Skáldið deili sinni skoðun með umheiminum:

5. E.R.: Eina sápuóperan sem Jarlaskáldið horfir á, enda nánast skylduáhorf meðal íslenskufræðinga. Hefur haldið tryggð við þáttinn síðan hann byrjaði, og missir nánast aldrei af honum. Dr. Romano er í sérstöku uppáhaldi, alveg hreint yndislegur maður.

4. Law and Order: Criminal Intent: Hreint frábær lögguþáttur, þar sem Vincent D'Onofrio fer á kostum í hverri viku. Plottið í hverjum einasta þætti gengur út á það sama: Vondur maður fremur glæp. Bobby Goren (persóna D'Onofrio), sem er heimsins fróðasti maður, beitir ómældum gáfum sínum til að komast að því hver framdi glæpinn. Fær glæpamanninn í yfirheyrslu, og beitir brögðum til að mála hann út í horn. Alltaf eins, alltaf jafnósennilegt, alltaf gaman.

3. That '70s Show: Snilldarþættir, þar sem Kelso og Fes(little known fact: gæjinn heitir ekki Fes, heldur stendur þetta fyrir Foreign Exchange Student) standa iðulega upp úr í heimsku.

2. Popppunktur: Virkaði affar lummó í byrjun, en hefur vaxið ásmegin, og er nú með því besta í íslensku sjónvarpi. Ræðst að vísu talsvert af þátttakendum hverju sinni, en Jarlaskáldið er nú spurningaidjót og þetta er ansi góður slíkur þáttur.

Og nr. 1! Scrubs: HA, hljóta einhverjir lesendur að segja núna, hvaða þáttur er það eiginlega? Hann er tiltölulega nýbyrjaður, sýndur á mánudagskvöldum á eftir Frasier, og er einhver sú mesta snilld sem ratað hefur á skjáinn á liðnum árum. John C. McGinley er gjörsamlega dásamlegur sem Dr. Cox, og allir grínþættir sem ekki nota hláturvél fá eðlilega stóran plús í kladdann. Eitthvað sem maður missir ekki af!

(Athugið að þessi listi á aðeins við um þá þætti sem sýndir eru í íslensku sjónvarpi akkúrat þessa stundina. Enginn þessara þátta kæmist enn sem komið er á topp fimm all-time listann, sem lítur nokkurn veginn svona út):

5. Sledge Hammer!
4. M.A.S.H.
3. Cheers
2. The Simpsons
1. Seinfeld.

Eflaust gleymdi Jarlaskáldið fullt af þáttum við þessa yfirferð, en það verður bara að hafa það.

Og fyrst maður er byrjaður á svona listum, ef hverju ekki að halda áfram. Hérna kemur listi yfir þá fimm þætti sem Jarlaskáldið horfir ekki á en er sannfært um að séu þeir verstu í íslensku sjónvarpi:

5. Survivor.
4. Innlit-Útlit.
3. Temptation Island.
2. Fólk.
1. Oprah.

Þetta var nú ansi sundurlaust blogg á köflum, kannski ekki við öðru að búast, þetta var fyrsta miðvikubloggið. Sigur Rós á föstudaginn, bless, bless!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates