...kötturinn vitnar á síðu sinni í dagbók lögreglunnar og gerir því skóna að þar hafi Jarlaskáldið verið á ferð. Það mun þó ekki rétt. Vissulega stundaði Jarlaskáldið styttuklifur um helgina við litla kátínu lögreglunnar, en það mun þó hafa gerst aðfararnótt sunnudags en ekki mánudags, og því um einhverja aðra íþróttamenn að ræða í téðu tilviki dagbókarinnar. Ljóst þykir þó af fréttum þessum að styttuklifur ölvaðra er ört vaxandi íþrótt, enda bráðskemmtileg...
Ekki baun