« Home | Nú ætla ég að skrifa um bílinn minn. Það er Volksw... » | Mikið lifandi skelfingar ósköp er kalt! Sumardagur... » | Hér er víst ætlunin að rita niður það sem leitar á... » 

miðvikudagur, maí 01, 2002 

... jæja, þá er ég orðinn einn í kotinu, gömlu flúin til útlanda og litla systir til stóru systur vegna meints harðræðis sem hún telur sig beitta þá sjaldan gömlu hjónin bregða sér af bæ. Ég ætti þá að minnsta kosti að fá frið til að skrifa þessa blessuðu ritgerð, hef engar afsakanir lengur. Að vísu er tölvan mín að verða veik, komin með einhvern óþokkavírus, og verður að fara mjög blíðlega að henni svo hún frjósi ekki...


...gaf mér smástund til að líta á sjónvarpið í kvöld, það var jú stórleikur Real Madrid - Barcelona á dagskrá. Ekki voru úrslitin nógu góð þar, maður neyðist víst til að halda með Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Þó ekki jafnslæmt og '99 þegar maður neyddist til að halda með Bayern Munchen. Í þeim leik vonaði ég bara að einhver fótbrotnaði eða e-ð, svona svipað og að horfa á Manchester - Leeds. Mikið er mér illa við Leeds...

...að leik loknum skipti ég yfir á Ríkissjónvarpið, og það leyndi sér ekki að sumardagskráin hefur hafið innreið sína. Smart spæjari!? Hverjum datt þetta í hug? Að vísu nokkuð gaman að sjá lélegustu slagsmálaatriði síðan Batmanþættirnir gömlu góðu, en come on! Ef það á að sýna gamla þætti, af hverju ekki að sýna e-ð frábært eins og Parker Lewis eða Sledge Hammer? Þeir voru snilld...

...hef tekið eftir því að mjög margir svona bloggarar eru að skrifa mikið um þjóðfélagsmál, kosningar og álíka leiðindi. Lofa hér með að skrifa aldrei um neitt slíkt, a.m.k. ekki neitt gáfulegt...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates