...jahéddna, ég er bara farinn að nálgast það að vera aumingjabloggari, allt dautt síðan á sunnudaginn. Það á sér að sjálfsögðu eðlilegar skýringar, í fyrsta lagi hef ég haft nóg að gera, merkilegt nokk, hef verið í vinnunni og m.a.s. þurft að vinna stundum þannig að ég er þreyttur þegar ég kem heim. Þá bíður blessuð BA-ritgerðin alltaf eftir mér, hún hefur bara ekki viljað klárast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég á að skila henni á morgun, og að mæta í vinnuna klukkan 8, og ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé samrýmanlegt, ekki skrifar helvítis ritgerðin sig sjálf! Af hverju er ég þá að eyða tímanum í þessa Bloggvitleysu? Góð spurning! Það verður s.s. væntanlega ollnæter og eitthvað fram á morgundaginn þar til ritið klárast, geri þó væntanlega smá breik til að horfa á HM, siðferðileg skylda, fer svo með plaggið í prentun, skila, og svo heim að sofa. Mummi verður bara að redda sér einn á morgun...