« Home | ...ansi yrði ég lélegur harðstjóri... As dictat... » | ..ég hef frá litlu að segja, hef setið sem límdur ... » | ...ég er búinn að finna minn tilgang í lífinu. Ég ... » | ...við gerðum aðra tilraun til að sjá Spiderman í ... » | ...í kvöld mátti litlu muna að ég yfirgæfi þetta j... » | ...ég sá á heimasíðu þeirra skötuhjúa Gunnars og S... » | ... jæja, þá er ég orðinn einn í kotinu, gömlu flú... » | Nú ætla ég að skrifa um bílinn minn. Það er Volksw... » | Mikið lifandi skelfingar ósköp er kalt! Sumardagur... » | Hér er víst ætlunin að rita niður það sem leitar á... » 

þriðjudagur, maí 14, 2002 

...jæja, best að ég fari að blogga eitthvað, hef verið ansi latur við það undanfarið. Laugardagurinn var nokkuð góður, fór í vorferð íslenskunema, sem var nokkuð óvenjuleg að þessu sinni. Hófst hún a því að keyra nokkra hringi í Breiðholtinu, guð má vita hvers vegna, en svo var farið upp í Heiðmörk af öllum stöðum. Þar hafði verið skipulagður ratleikur fyrir okkur, þó lítið hafi reyndar reynt á ratvísina, en öllu meira á einhvers konar gáfur. Mitt lið reyndist að vísu hafa hvorugt, og töpuðum við nokkuð sannfærandi. Að ratleik loknum var brunað niður í bæ, og var þar stoppað á safni einu merkilegu, sem að vísu virtist höfða allmiklu meira til kvenþjóðarinnar, enda besefar þar af ýmsum stærðum til sýnis. Að þessari fróðlegu heimsókn lokinni var stefnan tekin á pulsupartý, og bauðst það gæðablóð Kormákur Arnaldsson til að ljá okkur húsnæði sitt undir þá samkomu, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Fór sú teiti fram með friði og spekt að mestu, þó eitthvað hafi borið á ölvun. Engin slys urðu a.m.k. á fólki, sem er ánægjulegt. Var stefnan að teiti lokinni tekin á bæinn, og kann ég ekki frekari sögur að segja af skemmtan þessari, þar eð minnið svíkur...

...einhverra hluta vegna var svo heilsan ekki upp á marga fiska þegar ég loksins vaknaði daginn eftir, en með dyggri hjálp þess ágæta matsölustaðar Kentucky Fried Chicken rénaði nokkuð sóttin þegar leið á daginn, en þó varð öllu minna úr ritgerðaskrifum en áætlað var. Sit ég því enn í þeirri súpu...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates