AF AMMÆLUM OG ÖÐRUM MERKILEGHEITUM - ANNAR KAPÍTULI
Eflaust bíða allir spenntir eftir næsta kapítula, vessgú:
Víkur þá sögu vorri til næsta dags. Fór þá fram knattspyrnuleikur einn niðri í Laugardal hvar hinir fagurbláu Frammarar tóku á móti orangeklæddum Fylkismönnum. Jarlaskáldið brá sér að sjálfsögðu á völlinn en því miður dugði það Frömmurum ekki til sigurs. Nokkra eftirtekt vakti frumleg hárgreiðsla leikmanns nr. 24 í liði Fram. Að leik loknum brá skáldið sér svo í betri fötin og fór niður í Nauthólsvík og hóf undirbúning fyrir gleðskapinn í Flugröst. Í boði var eins og fyrr segir á þriðja hundrað bjórflaskna, á annað hundrað jellyskot og auk þess hressandi landabolla í boði Normu, vinkonu Dengsa. Mæður ammælisbarnanna höfðu svo bakað skúffuköku handa gestum, sem borin var fram með ískaldri mjólk. Var gerður góður rómur að því framtaki, þó ekki eins góður og að áfengisframtaki afmælisbarnanna. Upp úr 8 mættu fyrstu menn á svæðið, familía Dengsa, og svo tíndist (og týndist) fólk inn með stigvaxandi hraða, uns pleisið var orðið smekkfullt. Var tekið til óspilltra málanna hvað drykkju varðar, enda ekki annað hægt þegar frítt bús er í boði, svo ölvun var orðin nokkuð almenn fyrr en varði. Fengu afmælisbörnin ýmsar góðar gjafir, m.a. fékk Jarlaskáldið ostaskera, öryggishjálm, trommu og munnhörpu, geisadisk með Simpsons-fjölskyldunni, og gjafakort í Kringluna til jakkakaupa, rauði jakkinn þykir víst ekki móðins á djamminu lengur (var hann það einhvern tímann?). Sú afmælisgjöf, ef gjöf skyldi kalla, sem vakti mesta athygli, var þó upplestur á hugleiðingum Dengsa, ritaðar af honum sjálfum á pappírshandrit, frá upphafsárum hans í drykkju: „It's very important to be drunk, because everyone is nice, and everyone says what they means.“ Annað var í þessum dúr. Þetta vakti kátínu allra nema eins aðila.
Ekki telur Jarlaskáldið ástæðu til að fara í smáatriðum gegnum aðra atburði kvöldsins. Þó rekur það sérstaklega minni til allfrumlegra aðfara við Tequila-drykkju. Í stað þess að éta saltið og sítrónuna var saltinu fleygt yfir öxlina og sítrónunni troðið í augun. Einhverra hluta vegna meikaði þetta alveg sens á þessum tíma. Það gerir það ekki lengur. Einnig er Jarlaskáldinu minnistæð söngskemmtun sú sem þeir Magnús og Frosti fluttu fyrir gesti. Hlaut hún nokkuð snubbótan endi. Frosti lét það þó ekki á sig fá heldur rifjaði upp gömul kynni við frændur vora úr suðaustri, nánar tiltekið færeyska stúlku þá sem hann hafði gert hosur sínar svo grænar fyrir í sögulegri bústaðarferð þremur vikum áður. Að fróðra manna sögn voru heimtur öllu betri í þetta sinnið, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Frosti vildi reyndar meina daginn eftir að Jarlaskáldið hefði einnig leitað út fyrir landsteinana í leit að kvonfangi, Jarlaskáldið þvertekur fyrir það, eða man allavega ekki eftir því.
Seint og um síðir hélt Jarlaskáldið svo niður í miðbæ, og á Hverfisbarinn eins og oft vill verða í félagsskap VÍN-liða . Heim var ekki haldið fyrr en undir morgun, a.m.k var búið að loka Hlölla, voru það allnokkur vonbrigði, en pulsan bætti þó nokkuð úr skák.
Mestu vonbrigði kvöldsins voru þó þau að áfengið kláraðist ekki alveg, örlítil landabollulögg var enn eftir þegar menn mættu til þrifa daginn eftir, í misgóðu ásigkomulagi. Áfengð entist að vísu lengur en bjartsýnustu menn þorðu að vona, þrátt fyrir fjölmennið. Greinilegt að flestir mættu með nesti og nýja skó. Vill Jarlaskáldið þakka öllum gestum, þeir stóðu sig með prýði allir með tölu. Hafi menn einhverju við ofangreinda frásögn að bæta ellegar telji rangt með farið í einhverjum atriðum skorar Jarlaskáldið á menn og konur að rita í kommentin. Adios...
Eflaust bíða allir spenntir eftir næsta kapítula, vessgú:
Víkur þá sögu vorri til næsta dags. Fór þá fram knattspyrnuleikur einn niðri í Laugardal hvar hinir fagurbláu Frammarar tóku á móti orangeklæddum Fylkismönnum. Jarlaskáldið brá sér að sjálfsögðu á völlinn en því miður dugði það Frömmurum ekki til sigurs. Nokkra eftirtekt vakti frumleg hárgreiðsla leikmanns nr. 24 í liði Fram. Að leik loknum brá skáldið sér svo í betri fötin og fór niður í Nauthólsvík og hóf undirbúning fyrir gleðskapinn í Flugröst. Í boði var eins og fyrr segir á þriðja hundrað bjórflaskna, á annað hundrað jellyskot og auk þess hressandi landabolla í boði Normu, vinkonu Dengsa. Mæður ammælisbarnanna höfðu svo bakað skúffuköku handa gestum, sem borin var fram með ískaldri mjólk. Var gerður góður rómur að því framtaki, þó ekki eins góður og að áfengisframtaki afmælisbarnanna. Upp úr 8 mættu fyrstu menn á svæðið, familía Dengsa, og svo tíndist (og týndist) fólk inn með stigvaxandi hraða, uns pleisið var orðið smekkfullt. Var tekið til óspilltra málanna hvað drykkju varðar, enda ekki annað hægt þegar frítt bús er í boði, svo ölvun var orðin nokkuð almenn fyrr en varði. Fengu afmælisbörnin ýmsar góðar gjafir, m.a. fékk Jarlaskáldið ostaskera, öryggishjálm, trommu og munnhörpu, geisadisk með Simpsons-fjölskyldunni, og gjafakort í Kringluna til jakkakaupa, rauði jakkinn þykir víst ekki móðins á djamminu lengur (var hann það einhvern tímann?). Sú afmælisgjöf, ef gjöf skyldi kalla, sem vakti mesta athygli, var þó upplestur á hugleiðingum Dengsa, ritaðar af honum sjálfum á pappírshandrit, frá upphafsárum hans í drykkju: „It's very important to be drunk, because everyone is nice, and everyone says what they means.“ Annað var í þessum dúr. Þetta vakti kátínu allra nema eins aðila.
Ekki telur Jarlaskáldið ástæðu til að fara í smáatriðum gegnum aðra atburði kvöldsins. Þó rekur það sérstaklega minni til allfrumlegra aðfara við Tequila-drykkju. Í stað þess að éta saltið og sítrónuna var saltinu fleygt yfir öxlina og sítrónunni troðið í augun. Einhverra hluta vegna meikaði þetta alveg sens á þessum tíma. Það gerir það ekki lengur. Einnig er Jarlaskáldinu minnistæð söngskemmtun sú sem þeir Magnús og Frosti fluttu fyrir gesti. Hlaut hún nokkuð snubbótan endi. Frosti lét það þó ekki á sig fá heldur rifjaði upp gömul kynni við frændur vora úr suðaustri, nánar tiltekið færeyska stúlku þá sem hann hafði gert hosur sínar svo grænar fyrir í sögulegri bústaðarferð þremur vikum áður. Að fróðra manna sögn voru heimtur öllu betri í þetta sinnið, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Frosti vildi reyndar meina daginn eftir að Jarlaskáldið hefði einnig leitað út fyrir landsteinana í leit að kvonfangi, Jarlaskáldið þvertekur fyrir það, eða man allavega ekki eftir því.
Seint og um síðir hélt Jarlaskáldið svo niður í miðbæ, og á Hverfisbarinn eins og oft vill verða í félagsskap VÍN-liða . Heim var ekki haldið fyrr en undir morgun, a.m.k var búið að loka Hlölla, voru það allnokkur vonbrigði, en pulsan bætti þó nokkuð úr skák.
Mestu vonbrigði kvöldsins voru þó þau að áfengið kláraðist ekki alveg, örlítil landabollulögg var enn eftir þegar menn mættu til þrifa daginn eftir, í misgóðu ásigkomulagi. Áfengð entist að vísu lengur en bjartsýnustu menn þorðu að vona, þrátt fyrir fjölmennið. Greinilegt að flestir mættu með nesti og nýja skó. Vill Jarlaskáldið þakka öllum gestum, þeir stóðu sig með prýði allir með tölu. Hafi menn einhverju við ofangreinda frásögn að bæta ellegar telji rangt með farið í einhverjum atriðum skorar Jarlaskáldið á menn og konur að rita í kommentin. Adios...