« Home | ...heimski Blogger!!!... » | ...auk þess legg ég til að Frostaskjólið verði lag... » | ...um helgina voru háðir allmargir knattspyrnuleik... » | ...„Auðvitað hafði ég vit á því að setja bara aftu... » | ...þessi helgi var góð. Helvíti góð. En hvað veldu... » | ...unable to load template file. We're working on ... » | ...langt er um liðið síðan hér voru síðast ritaðar... » | ...vá, ég held að Popppunktur sé eitthvert rosaleg... » | ...Jarlaskáldið lifir enn. Skál í boðinu... » | ...eflaust vekur það furðu sumra að Jarlaskáldið s... » 

mánudagur, september 23, 2002 

...ágætu lesendur (a.m.k. þeir sem þekkja mig), vinsamlegast takið laugardaginn 28. september frá í dagbókum ykkar, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. Jarlaskáldið mun senn hafa lifað fjórðung úr öld, og í dag hefur Steingrímur Aðalsteinsson einnig lifað fjórðung úr öld (til hamingju með það!), og af því tilefni standa þeir fóstbræður fyrir mikilli veislu fyrrnefndan laugardag. Þeim sem þykjast vera í vinskap við annan hvorn þeirra fóstbræðra er hér með boðið að mæta til veislunnar (staðsetning auglýst síðar), gjarnan með pakka í för, og þiggja þar veitingar og hlýða á skemmtiatriði. Þorstlátum er þó ráðlagt að hafa með sér eitthvað drykkjarkyns, enda mun gestalistinn stefna í hið óendanlega og takmarkað magn í boði þó ekki sé það lítið. Þeim lesendum (ef einhverjir eru) sem telja að nærveru þeirra sé ekki óskað er aftur á móti bent á að sama kvöld er kvikmyndin Örlög ráða (A Simple Twist of Fate) í Sjónvarpinu, og ekki ónýtt að eyða kvöldinu framan við skjáinn...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates