...Jarlaskáldið vill ítreka hamingjuóskir sínar til Lilju, sem nýlega hóf innreið sína í bloggheima, og lofar byrjunin sérlega góðu. Sérstaklega þótti mér hugleiðing hennar um nr. 2 framúrskarandi, þar ræðir hún vandamál sem ekki hefur fengið næga athygli og ætti að vera hverjum manni holl lesning. Svo ber að nefna að ég var að fá mér svona rosafínt tracking dæmi, svo nú get ég séð hverjir eru að skoða síðuna og hvaðan (eða ætti að geta það, ef ég skyldi eitthvað í þessu). Gaman þætti mér að vita hver er að skoða síðuna frá Svíþjóð, mér detta nokkrir í hug svo fínt væri ef sá hinn sami gerði grein fyrir sér í kommentunum hér fyrir neðan, þá myndi ég um hæl rita lofgrein um hann...