...um helgina voru háðir allmargir knattspyrnuleikir. Sumir enduðu illa, t.d. í Vesturbænum hvar hinir skunkalituðu hirtu dolluna. Aðrir leikir enduðu betur, og þó sérstaklega sá er háður var á Akureyri, þar sem hinir bláhvítu Frammarar gjörsigruðu Sveitavarginn 3-0 og héngu þar með uppi á einu marki, á kostnað Kebblvíkinga. Stefán Pálsson var á staðnum, og gerir fjarveru Jarlaskáldsins að umtalsefni á heimasíðu sinni, telur það kléna frammistöðu. Ég vona að hann virði Jarlaskáldinu það til vorkunnar að það var á sama tíma statt lengst uppi á heiði, og sér til málsbóta vill Jarlaskáldið nefna að það var í Frampeysunni meðan á leik stóð, eflaust hafði það sín áhrif...