« Home | ...ég held að tölvan mín sé endanlega að syngja si... » | ...starfsmaður 215 stimplar sig inn, já þið lásuð ... » | ...júhalló, skáldið er mætt á svæðið, og segir far... » | ...góð vinkona Jarlaskáldsins, Hrafnhildur Dóra Hr... » | ..undur og stórmerki, já segi og skrifa, aumingjab... » | ...Jarlaskáldið sendir hamingjuóskir sínar vestur ... » | ...það fór eins og ég óttaðist. Þegar ég varð orði... » | ...einhverjir munu hafa haft áhyggjur af afdrifum ... » | ...jæja, þá er ég á leiðinni upp á Heiði, djöfull ... » | ...æææ, ég verð ekki skrifstofublók á morgun, held... » 

þriðjudagur, september 10, 2002 

...ætli það sé ekki best að rita hér nokkur orð um atburði liðinnar helgar, enda er það það sem dyggir lesendur mínir leita eftir á þessari síðu, drykkju- og svallsögur. Og...

...við hefjum sögu vora um hálffimmleytið á föstudaginn. Allt annað en annasömum vinnudegi Jarlaskáldsins var þá að ljúka, og eftir stuttan túr eftir söngvatni pakkaði skáldið allra nauðsynlegustu hlutum ofan í tösku og beið svo eftir þeim Kjartani og Laufeyju sem voru svo væn að rúnta með það upp í Úthlíð, hvar Steingrímur Aðalsteinsson hafði leigt sumarbústað einn góðan af Félagi flugumferðarstjóra. Bústað þennan þekkti skáldið af góðu einu, enda komið þangað áður og skemmt sér hið besta. Á staðinn voru þegar komin áðurnefndur Steingrímur ásamt frú sinni, auk þeirra Lilju (bjóðum hana velkomna í bloggheima) og Gísla. Síðar um kvöldið bættust svo við Oddi og frú, Gunni og Maggi. Ekki má heldur gleyma henni Hrafnhildi, sem dró með sér færeyska snót, Elín að nafni, en snótin sú kunni því miður íslensku svo ekki gátum við æft okkur mikið í færeyskunni. Varð þetta hin sögulegasta samkoma, enda mannvalið til þess fallið. Drykkjuleikir voru stundaðir í gríð og erg, og urðu menn jafnt sem konur drukknir af, enda leikurinn til þess gerður. Einkar mikla lukku vakti útspil heitmeyjar gestgjafans, sem uppljóstraði um ákveðna misbresti á anatómíu hans, og varð upp frá því fleyg setningin „Dengsi er með lítið t***i,“ við litla hamingju skotspóns setningarinnar. En að öðru. Sem von er stóð Jarlaskáldið fremst meðal jafningja þegar að skrílslátum og drykkjuskap kom. Þó náði það ekki að verða sér til áberandi skammar eða minnkunar, þar komu aðrir til. Fyrstan skal nefna til sögunnar Oddberg Eiríksson, aumingjabloggara með meiru. Afrek hans var að vísu neyðarlegt fremur en nokkuð annað, því hann tók upp á því að borða illmyglaða steik með bestu lyst, þrátt fyrir að allir aðrir kvörtuðu sáran yfir megnum óþef í húsinu. Hann áttaði sig ekki á mistökunum fyrr en um seinan, og varð af þeim sökum að halda heim á leið á laugardagskvöldið, með skottið milli lappanna, eða minnsta kosti eitthvað milli lappanna, því þar var væntanlega ýmislegt óindælt sem krafðist útgöngu. Ekki vil ég vita hvernig sú saga endaði. Annar maður, sem Frosti nefnist, átti hitt afreksverkið. Frosti mætti ekki fyrr en á laugardagskvöldið, með gítar sér í hönd, og hélt uppi mikilli stemmningu fram á nótt. Þegar út í pottinn kom fór hann að renna hýru auga til útlendingsins í hópnum, enda fríðleiksstúlka þar á ferð. Það sem hann ekki vissi, en flestir aðrir vissu, var að stúlkan sú var lofuð öðrum manni, en ekki stoppaði það piltinn, onei! Var hann að sverma fyrir stúlkunni fram undir morgun, með fremur dræmum árangri, og gafst ekki upp fyrr en Óli lokbrá lagði hann loks að velli um sexleytið. Sögðum við honum svo sannleika málsins á heimleiðinni daginn eftir, því ekki hafði stúlkan sjálf haft fyrir því, og varð hann allhvumsa við tíðindin og mælti þau hin fleygu orð: „það hlaut eitthvað að vera!“ Gaman að þessu!

Að öðru leyti var ferðin hin venjulegasta, og því ekki frá meiru að segja. Eða hvað? Ég má til með að nefna að ég fór tvisvar að Geysi um helgina, sitt hvorn daginn. Það er fáránlegt! Það lofa ég að gera ekki aftur. Svo er ég að drepast í löppunum eftir dansmaraþon dauðans, verð að muna að enda aldrei einn vakandi með Hrafnhildi, það getur ekki endað vel...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates