...júhalló, skáldið er mætt á svæðið, og segir farir sínar tiltölulega sléttar. Hvað hefur gerst, látum okkur nú sjá...
...á laugardaginn var brúðkaup, Ási og Björg létu gifta sig í Dómkirkjunni, svona formlega séð, hafa verið gift í anda síðan þau byrjuðu saman fyrir 7 árum. Ágætis athöfn, passlega stutt, og eins og Gunni orðaði það, ekkert of mikið jesú mombo-djombo. Gunni átti reyndar líka heimskulegasta komment dagsins, þegar hann sagði ca. tíu mínútum eftir að hann settist niður í kirkjunni: „Bíddu, sitja strákarnir öðru megin og stelpurnar hinum megin?“ Athugull piltur hann Gunnar. Heimskulegasta action dagsins áttu hins vegar þeir fóstbræður Arnar og Gestur, sem misstu af giftingunni vegna þess að þeir voru að spila Playstation svo lengi. Þessir menn eru höfuðsnillingar!
Veislan var haldin í sal F.Í. í Mörkinni, ósköp týpísk veisla held ég, excellent matur og drykkir, ræðuhöld í þolanlegu magni og skemmtiatriði ekkert allt of pínleg. Eftir borðhald tók við skemmtaramúsík dauðans, snargeðveikur gæi sem tók ca. 11 aukalög eftir að hann lofaði að hætta, svo Jarlaskáldið komst ekkert að með sína dansmúsík. Þess í stað fór það á barinn og dundaði sér við það ásamt barþjóninum að finna upp nýjan kokkteil. Því miður er uppskriftin fallin í gleymskunnar dá, en hún innihélt a.m.k. Cointreau, vodka, Southern Comfort og eitthvað fleira, fyllt með ananassafa og Sprite. Engum fannst þetta gott eins og við er að búast, þó Jarlaskáldið reyndi eftir fremsta megni að sannfæra fólk um það. Upp úr eitt fór svo skáldið í bæinn og hitti þar fyrir þá Magnús og Stebba Tvist, fóru þeir á Hverfisbarinn og biðu þar heillengi í röð í kulda og trekki, og þið mega geta ykkur til um framhaldið...
Í dag varð svo Jarlaskáldið fyrir nettu áfalli. Það fór í atvinnuviðtal í morgun, og reyndist það vera skítadjobb með skítalaun, svo skáldið sleppti því og leit bjartsýnt fram á framlengdan rónaferil. Þá dundi áfallið yfir, ráðningarskrifstofan hringdi og boðaði skáldið í annað viðtal, nú hjá Osta og Smjörsölunni, og er skemmst frá því að segja að skáldið fékk djobbið, byrjar á miðvikudaginn. Að vísu er það líka skítadjobb með skítalaun, en þar þarf a.m.k. ekkert að nota heilann, sem er jú kostur. Ferli skáldsins sem atvinnulaus aumingi og róni er s.s. senn lokið. Blóm og kransar afþakkaðir, en flest annað þegið...
...á laugardaginn var brúðkaup, Ási og Björg létu gifta sig í Dómkirkjunni, svona formlega séð, hafa verið gift í anda síðan þau byrjuðu saman fyrir 7 árum. Ágætis athöfn, passlega stutt, og eins og Gunni orðaði það, ekkert of mikið jesú mombo-djombo. Gunni átti reyndar líka heimskulegasta komment dagsins, þegar hann sagði ca. tíu mínútum eftir að hann settist niður í kirkjunni: „Bíddu, sitja strákarnir öðru megin og stelpurnar hinum megin?“ Athugull piltur hann Gunnar. Heimskulegasta action dagsins áttu hins vegar þeir fóstbræður Arnar og Gestur, sem misstu af giftingunni vegna þess að þeir voru að spila Playstation svo lengi. Þessir menn eru höfuðsnillingar!
Veislan var haldin í sal F.Í. í Mörkinni, ósköp týpísk veisla held ég, excellent matur og drykkir, ræðuhöld í þolanlegu magni og skemmtiatriði ekkert allt of pínleg. Eftir borðhald tók við skemmtaramúsík dauðans, snargeðveikur gæi sem tók ca. 11 aukalög eftir að hann lofaði að hætta, svo Jarlaskáldið komst ekkert að með sína dansmúsík. Þess í stað fór það á barinn og dundaði sér við það ásamt barþjóninum að finna upp nýjan kokkteil. Því miður er uppskriftin fallin í gleymskunnar dá, en hún innihélt a.m.k. Cointreau, vodka, Southern Comfort og eitthvað fleira, fyllt með ananassafa og Sprite. Engum fannst þetta gott eins og við er að búast, þó Jarlaskáldið reyndi eftir fremsta megni að sannfæra fólk um það. Upp úr eitt fór svo skáldið í bæinn og hitti þar fyrir þá Magnús og Stebba Tvist, fóru þeir á Hverfisbarinn og biðu þar heillengi í röð í kulda og trekki, og þið mega geta ykkur til um framhaldið...
Í dag varð svo Jarlaskáldið fyrir nettu áfalli. Það fór í atvinnuviðtal í morgun, og reyndist það vera skítadjobb með skítalaun, svo skáldið sleppti því og leit bjartsýnt fram á framlengdan rónaferil. Þá dundi áfallið yfir, ráðningarskrifstofan hringdi og boðaði skáldið í annað viðtal, nú hjá Osta og Smjörsölunni, og er skemmst frá því að segja að skáldið fékk djobbið, byrjar á miðvikudaginn. Að vísu er það líka skítadjobb með skítalaun, en þar þarf a.m.k. ekkert að nota heilann, sem er jú kostur. Ferli skáldsins sem atvinnulaus aumingi og róni er s.s. senn lokið. Blóm og kransar afþakkaðir, en flest annað þegið...