« Home | ...júhalló, skáldið er mætt á svæðið, og segir far... » | ...góð vinkona Jarlaskáldsins, Hrafnhildur Dóra Hr... » | ..undur og stórmerki, já segi og skrifa, aumingjab... » | ...Jarlaskáldið sendir hamingjuóskir sínar vestur ... » | ...það fór eins og ég óttaðist. Þegar ég varð orði... » | ...einhverjir munu hafa haft áhyggjur af afdrifum ... » | ...jæja, þá er ég á leiðinni upp á Heiði, djöfull ... » | ...æææ, ég verð ekki skrifstofublók á morgun, held... » | ...þá fer annasömum vinnudegi að ljúka, og ég að t... » | ...bloggara hefur verið tjáð að afar áhugavert sé ... » 

miðvikudagur, september 04, 2002 

...starfsmaður 215 stimplar sig inn, já þið lásuð rétt, Jarlaskáldið er byrjað að vinna. Og það hvergi annars staðar en hjá Osta og smjörsölunni. Áður en þið farið að dissa þessa vinnu skuluð þið hugsa ykkur um, því mikilvægi hennar er meira en nokkuð það sem þið gerið. Námsmenn (iss) og tölvupikkarar (piss), hvort tveggja vita gagnslausar stéttir (ég veit þetta, hef verið hvort tveggja). En hvar værum við ef enginn væri osturinn á pizzunni, eður smér á brauðinu! Já, þar hafiði það, mikilvægi mitt er miklu meira en ykkar, ég er í verðmætasköpun, ekki verðmætabraski! Úff, maður er bara orðinn heitur, byrjaður að syngja „fram þjáðir menn í þúsund löndum“ og farinn að huga að byltingu alþýðunnar. Ég ætla samt að bíða aðeins með byltinguna, því ég er að fara í bústað um helgina, og það er svo helvíti leiðinlegt að gera byltingu þegar maður er þunnur...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates