« Home | ...Jarlaskáldið vill ítreka hamingjuóskir sínar ti... » | ...ætli það sé ekki best að rita hér nokkur orð um... » | ...ég held að tölvan mín sé endanlega að syngja si... » | ...starfsmaður 215 stimplar sig inn, já þið lásuð ... » | ...júhalló, skáldið er mætt á svæðið, og segir far... » | ...góð vinkona Jarlaskáldsins, Hrafnhildur Dóra Hr... » | ..undur og stórmerki, já segi og skrifa, aumingjab... » | ...Jarlaskáldið sendir hamingjuóskir sínar vestur ... » | ...það fór eins og ég óttaðist. Þegar ég varð orði... » | ...einhverjir munu hafa haft áhyggjur af afdrifum ... » 

laugardagur, september 14, 2002 

...eflaust vekur það furðu sumra að Jarlaskáldið stundi blogg um miðnætti á föstudagskveldi, en á því er vitaskuld eðlileg skýring. Málavextir eru þeir að Magnús Blöndahl hafði samband fyrr í kvöld og bauð skáldinu í klifurför mikla inn í Þórsmörk snemma í fyrramálið, hvar klifinn skyldi Gígjökull. Ergo: Jarlaskáldið ekki að djamma. Þetta er að sjálfsögðu afleiðing eilífs jarms skáldsins um að fá að fara með í klifur, og loksins lét Blöndahlinn undan jarminu. Nú er bara að sjá hvort Jarlaskáldið sé jafnfært í jöklaklifri og það er í fasteigna- og styttuklifri, hvar það stendur fremst meðal jafningja eins og kunnugt er. Ef mjög illa fer þá eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna er ráðlagt að eyða peningunum í vitleysu, það væri í sönnum anda Jarlaskáldsins. Á laugardagskvöld eru svo a.m.k. tvö partý í gangi, sjáumst í bænum ef vel fer...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates