« Home | ...ágætu lesendur (a.m.k. þeir sem þekkja mig), vi... » | ...heimski Blogger!!!... » | ...auk þess legg ég til að Frostaskjólið verði lag... » | ...um helgina voru háðir allmargir knattspyrnuleik... » | ...„Auðvitað hafði ég vit á því að setja bara aftu... » | ...þessi helgi var góð. Helvíti góð. En hvað veldu... » | ...unable to load template file. We're working on ... » | ...langt er um liðið síðan hér voru síðast ritaðar... » | ...vá, ég held að Popppunktur sé eitthvert rosaleg... » | ...Jarlaskáldið lifir enn. Skál í boðinu... » 

föstudagur, september 27, 2002 

...örfá orð um komandi hátíð. Herlegheitin fara fram í bragga einum, er Flugröst nefnist, og mun vera vel fallinn til slíkra skemmtana. Bragginn er staðsettur eigi svo langt frá Nauthólsvík, á hægri hönd á leiðinni þangað, og mun verða vel merktur svo óþarfi er að óttast um að villast. Mæting er frjáls, en hvað bjórinn varðar gildir reglan „fyrstir koma, fyrstir fá“ og því ekki vitlaust að mæta í fyrra fallinu hvað það varðar. Þó er ekki sniðugt að mæta mikið fyrir klukkan níu, þá komið þið líklega að læstum dyrum. Megi heilagur Bakkus blessa þessa messu honum til dýrðar, og er það von mín að hver einasti maður geri skyldu sína, því oft var þörf en nú er möst...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates