Miðvikublogg ið þrítugastaogannað
Ó vei mig auman! Hvílíkur skepnuskapur, hvílíkar hörmungar! Þetta var u.þ.b. það síðasta sem fór í gegnum kollinn á Jarlaskáldinu áður en Tommi tannlæknir rak inn í ginið á því töng eina allvígalega og bjó sig undir að gera þar mikinn óskunda. Nokkru áður hafði hann rekið sprautu á kaf í tannholdið á því og átti það víst að deyfa Skáldið í kjaftinum en engu að síður leist því alls ekki á blikuna. Næst heyrði Skáldið brak og bresti koma úr tanngarðinum og fann fyrir einhverjum undarlegum þrýstingi og ca. tuttugu sekúndum síðar heyrði það einhver fegurstu orð íslenskrar tungu: „Jæja, allt búið, var þetta nokkuð vont?“ Þetta var nefnilega alls ekkert vont, eiginlega bara hlægilega ekki vont, þó maður mæli kannski ekki með þessu fyrir samkvæmisleiki. Hefur Jarlaskáldið nú beðið í á annan sólarhring eftir því að finna fyrir einhverjum kvölum af þessum völdum en þær hafa haldið sig mestmegnis til hlés hingað til, aðallega óbragðið í kjaftinum sem er óskemmtilegt. Þrátt fyrir að sáralítið amaði að því ákvað Jarlaskáldið að fylgja leiðbeiningum tannlæknisins og taka sér frí úr vinnu í dag, enda öll ástæða til að nýta sér veikindadaga þegar tækifæri gefst. Rifjaði upp kynnin við NBA live 2001 í ljósi nýhafinnar leiktíðar, voru það kærkomnir endurfundir eins og nærri má geta. Á morgun hefst svo grámygla hversdagslífsins aftur, en hey, bara tveir dagar í helgi!
Eiginlega bara eitt slæmt við hvað þessi endajaxlataka var einfalt mál, allir þeir ófáu brandarar sem hægt var að mynda með orðunum „harðjaxl“ eða „bíta á jaxlinn“ misstu talsvert vægi og jafnvel marks. Eins og þeir hefðu getað orðið góðir sumir.
Að öðru. Það styttist með hverjum deginum í hina gríðartilhlökkuðu Ítalíuferð, aðeins 77 dagar þegar þetta er ritað, og ekki skemmir fyrir að líta á vefmyndavélar og sjá að það er byrjað að snjóa á staðnum. Ólíkt Íslandi t.d. eru nefnilega ágætis líkur á að snjórinn verði þarna enn þá á morgun og jafnvel lengur, og það sem meira máli skiptir, verði þarna um miðjan janúar. 7, 9,13. Og alltaf bætast við hugsanlegir ferðafélagar, í fótboltanum á mánudaginn hittum við Kidda, félaga úr síðustu ferð (sem virðist vera einhvers konar fimleikadrottning en ekki fótboltamaður eins og hann laug að okkur), varð hann allur hinn upptrekktasti þegar við sögðum honum af væntanlegri ferð og ætlaði svo sannarlega að athuga sín mál og sjá hvort þeir Gunni myndu ekki bara drífa sig. Það yrði ekki amalegt.
Það er líklega ekki frá miklu öðru að segja að sinni, nú ætlar Skáldið að fá sér eitthvað að éta, og nota til þess einungis hægri hlið munnholsins. Gæti orðið gaman.
Ó vei mig auman! Hvílíkur skepnuskapur, hvílíkar hörmungar! Þetta var u.þ.b. það síðasta sem fór í gegnum kollinn á Jarlaskáldinu áður en Tommi tannlæknir rak inn í ginið á því töng eina allvígalega og bjó sig undir að gera þar mikinn óskunda. Nokkru áður hafði hann rekið sprautu á kaf í tannholdið á því og átti það víst að deyfa Skáldið í kjaftinum en engu að síður leist því alls ekki á blikuna. Næst heyrði Skáldið brak og bresti koma úr tanngarðinum og fann fyrir einhverjum undarlegum þrýstingi og ca. tuttugu sekúndum síðar heyrði það einhver fegurstu orð íslenskrar tungu: „Jæja, allt búið, var þetta nokkuð vont?“ Þetta var nefnilega alls ekkert vont, eiginlega bara hlægilega ekki vont, þó maður mæli kannski ekki með þessu fyrir samkvæmisleiki. Hefur Jarlaskáldið nú beðið í á annan sólarhring eftir því að finna fyrir einhverjum kvölum af þessum völdum en þær hafa haldið sig mestmegnis til hlés hingað til, aðallega óbragðið í kjaftinum sem er óskemmtilegt. Þrátt fyrir að sáralítið amaði að því ákvað Jarlaskáldið að fylgja leiðbeiningum tannlæknisins og taka sér frí úr vinnu í dag, enda öll ástæða til að nýta sér veikindadaga þegar tækifæri gefst. Rifjaði upp kynnin við NBA live 2001 í ljósi nýhafinnar leiktíðar, voru það kærkomnir endurfundir eins og nærri má geta. Á morgun hefst svo grámygla hversdagslífsins aftur, en hey, bara tveir dagar í helgi!
Eiginlega bara eitt slæmt við hvað þessi endajaxlataka var einfalt mál, allir þeir ófáu brandarar sem hægt var að mynda með orðunum „harðjaxl“ eða „bíta á jaxlinn“ misstu talsvert vægi og jafnvel marks. Eins og þeir hefðu getað orðið góðir sumir.
Að öðru. Það styttist með hverjum deginum í hina gríðartilhlökkuðu Ítalíuferð, aðeins 77 dagar þegar þetta er ritað, og ekki skemmir fyrir að líta á vefmyndavélar og sjá að það er byrjað að snjóa á staðnum. Ólíkt Íslandi t.d. eru nefnilega ágætis líkur á að snjórinn verði þarna enn þá á morgun og jafnvel lengur, og það sem meira máli skiptir, verði þarna um miðjan janúar. 7, 9,13. Og alltaf bætast við hugsanlegir ferðafélagar, í fótboltanum á mánudaginn hittum við Kidda, félaga úr síðustu ferð (sem virðist vera einhvers konar fimleikadrottning en ekki fótboltamaður eins og hann laug að okkur), varð hann allur hinn upptrekktasti þegar við sögðum honum af væntanlegri ferð og ætlaði svo sannarlega að athuga sín mál og sjá hvort þeir Gunni myndu ekki bara drífa sig. Það yrði ekki amalegt.
Það er líklega ekki frá miklu öðru að segja að sinni, nú ætlar Skáldið að fá sér eitthvað að éta, og nota til þess einungis hægri hlið munnholsins. Gæti orðið gaman.