« Home | Jarlaskáldið er orðið celebi! Bara komið á Batman.... » | Miðvikublogg ið þrítugasta Svo merkilega vill til... » | Síðbúið Miðvikublogg ið tuttugastaogníunda Fólk h... » | 7-0 Nokkuð góðri helgi á flestum vígstöðvum er að... » | Vinur minn hann Björgólfur Björgólfur Guðmundsson... » | Breytingar Stelpan segist vera hætt að blogga eft... » | Heimtur úr helju Já, lesendur góðir, Jarlaskáldið... » | Ó vei mig auman! Það er ekki gott hljóðið í Jarla... » | Jarlaskáldið snýr blaðinu við Það er ekki laust v... » | Af kappleikjum og öðru Þessi vinnuvika hefur nú a... » 

þriðjudagur, október 07, 2003 

Ríjúníon og Conan O'Brien

Jarlaskáldið var sem kunnugt er á faraldsfæti um helgina. Áhugasamir lesendur verða því miður að bíða um sinn eftir ferðasögu, en hún er í vinnslu.

Annars rakst Jarlaskáldið á „skemmtilega“ heimasíðu um daginn. Var víst stofnað til hennar af því tilefni að í ár eru liðin tíu ár síðan Jarlaskáldið og aðrir nemendur Seljaskóla fæddir 1977 útskrifuðust með gagnfræðapróf. Á víst að halda heljarinnar ríjúníon af því tilefni eftir ca. mánuð. Það gæti orðið ljóta samkoman. Maður sér til hvort maður mætir, gæti orðið forvitnilegt þó ekki væri nema til að vita hverjir sitja inni á Litla-Hrauni þessi misserin, en að sögn óljúgfróðra manna fyllti '77 árgangurinn úr Seljaskóla hátt í heila álmu á Hrauninu um tíma. Góður árgangur.
Á þessari ágætu síðu má einnig finna fjölmargar myndir frá þessum tíma. Jarlaskáldinu fannst síðasta myndin á þessari síðu einna áhugaverðust. Greinilegt að Jarlaskáldið var fljótt í fararbroddi hvað varðar tísku.

Jarlaskáldið tekur heilshugar undir orð doktorsins, hvers vegna í ósköpunum er ekki byrjað að sýna Conan O'Brien á Íslandi þegar allt þetta rusl er í boði? Þangað til einhver góður maður sér til þess að Conan mæti á skjáinn má benda öðrum aðdáendum á þessa síðu sem doktorinn benti á fyrir margt löngu. Skárra en ekkert.

Að lokum sendir Jarlaskáldið hamingjuóskir sínar til Hrafnhildar og Elvars með skírnina á sunnudaginn (sem Jarlaskáldið missti af af ástæðum sem síðar verður greint frá), Eyrún Alda heitir stúlkan og þykir Skáldinu það hið ágætasta nafn.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates