« Home | Miðvikublogg ið þrítugastaogfyrsta Þau eru nú orð... » | 62 atriði um helgina (100 er ófrumlegt) 1. Vann t... » | Af Grand Buffet og öðrum uppákomum Eins og lesend... » | Ríjúníon og Conan O'Brien Jarlaskáldið var sem ku... » | Jarlaskáldið er orðið celebi! Bara komið á Batman.... » | Miðvikublogg ið þrítugasta Svo merkilega vill til... » | Síðbúið Miðvikublogg ið tuttugastaogníunda Fólk h... » | 7-0 Nokkuð góðri helgi á flestum vígstöðvum er að... » | Vinur minn hann Björgólfur Björgólfur Guðmundsson... » | Breytingar Stelpan segist vera hætt að blogga eft... » 

föstudagur, október 17, 2003 

Óhemju hnyttinn titill

Nú er föstudagurinn 17. október u.þ.b. að verða búinn, og enn eitt skiptið gerir Jarlaskáldið sig sekt um að vera dauðyfli og aumingi á þeim drottins degi. Jarlaskáldið er s.s. að gera nákvæmlega ekki neitt, vafrar bara um á netinu, spilar smá CM og dánlódar (stelur) lögum á Kazaa. Síðusta föstudag tók Skáldið allavega spólu, en ekki einu sinni því er að heilsa núna. Sveiattan!

Skáldið á sér reyndar nokkrar málsbætur. Þrátt fyrir að mikill öræfaótti hafi stungið sér niður í hópi VÍNverja undanfarið hafa a.m.k. fjórir aðilar blessunarlega sloppið við hann og hyggja af þeim sökum á heljarinnar jeppatúr eldsnemma á morgun og er heimkoma ekki áætluð fyrr en á sunnudag. Eru þetta auk Jarlaskáldsins þeir Stefán, gjarnan kenndur við twist, Magnús, oft kallaður Andrésson til aðgreiningar frá Tudda tuð, og síðast en ekki síst Toggi, sem er eiginlega bara kallaður Toggi. Verður farið á tveimur torfærutröllum, annars vegar X-Cabnum hans Magga og hins vegar á Willa, betri helmingi Stefáns. Súkka Jarlaskáldsins neyðist til að bíða heima á meðan sakir manneklu, hún fékk nú að fara með síðast en ekki Willi og betra að halda öllum góðum, bæði bílum og bílstjórum. Jarlaskáldið er líka afbragðs aðstoðarökumaður, og getur Stefán vottað það eftir ófáar ferðirnar.
Er meining vor að aka austur fyrir fjall og eitthvað lengra og stefnan líkast til tekin á Þjórsárdalinn, þaðan verður ekið áleiðis að Sultartanga og þar fundinn slóði sem liggur upp með Þjórsá að vestan. Er þetta alllöng leið og að sögn þrælskemmtileg, en hana hefur Jarlaskáldið aldrei farið. Er eitt af meginmarkmiðum farar þessarar að líta í kringum sig á svæðinu við Norðlingaöldu og Þjórsárver, einkum og sér í lagi af þeirri ástæðu að ef að líkum lætur verður þessu öllu sökkt undir vatn innan fárra ára. Þegar við höfum svo fengið okkur fullsadda á náttúrufegurðinni verður væntanlega fundinn einhver skáli, þar grillað feitt ket og étið við undirspil Sven Ingvars, og e.t.v. dreginn tappi úr flösku eða tveimur, hver veit? Skáldið veit.

Þau eru ófá merkisafmælin þessa dagana. Stelpan, Lilja Rós Jóhannesdóttir, fagnar þeim merku tímamótum í dag að vera orðin hálfþrítug, ferfalt húrra fyrir henni! Að sögn mun stúlkan standa fyrir allsherjar fögnuði í nánustu framtíð af þeim sökum, vill Jarlaskáldið koma þeim tilmælum til hennar að halda þann fögnuð á öðrum degi en 8. nóvember, þann dag er þegar búið að skipuleggja afmæli, ríjúníon og jeppaferð. Gæti orðið erfitt að bæta inn í dagskrána. Talandi um afmæli...

Þá verður þetta ekki mikið lengra í kvöld. Að lokum sendir Jarlaskáldið henni Sveinu Berglindi geðbilaðar stuðkveðjur og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árum. Veriði sæl...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates