« Home | Fyrir sunnan Hofsjökul Síðast þegar spurðist til ... » | Óhemju hnyttinn titill Nú er föstudagurinn 17. ok... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfyrsta Þau eru nú orð... » | 62 atriði um helgina (100 er ófrumlegt) 1. Vann t... » | Af Grand Buffet og öðrum uppákomum Eins og lesend... » | Ríjúníon og Conan O'Brien Jarlaskáldið var sem ku... » | Jarlaskáldið er orðið celebi! Bara komið á Batman.... » | Miðvikublogg ið þrítugasta Svo merkilega vill til... » | Síðbúið Miðvikublogg ið tuttugastaogníunda Fólk h... » | 7-0 Nokkuð góðri helgi á flestum vígstöðvum er að... » 

þriðjudagur, október 21, 2003 

NBA spá Jarlaskáldsins tímabilið 2003-2004

Þá fer að líða að því að NBA tímabilið hefjist, og þar sem Jarlaskáldið hefur um alllangt skeið talið sig NBA-nörd af stærri gerðinni ætlar það að miðla lesendum af visku sinni í þeim fræðum og birta spá sína um hverjir verða bestir og verstir á komandi tímabili.

MVP

Tim Duncan hefur tekið þennan titil síðustu tvö ár og verður enn að teljast einna líklegastur til þess í ár. Ef hann skilar svipuðum tölum og í fyrra er þetta bókað dæmi því margir helstu keppinautar hans, t.d. Kobe Bryant (kvennavandamál + Malone og Payton), Shaquille O'Neal (meiðsli og fita + Malone og Payton), Tracy McGrady (bakmeiðsli + Juwan Howard), Dirk Nowitzki (of fáir boltar á vellinum) og Jason Kidd (nýr samningur=þarf ekki að sanna sig + Alonzo Mourning) verða væntanlega allir með lakari tölur en í fyrra en Duncan hefur alla burði til að jafna eða bæta sinn árangur. Ef eitthvað klikkar hjá honum verður Kevin Garnett að teljast líklegastur til að hreppa hnossið.

Spá: Tim Duncan

Lið ársins 1-3

Spá:

1. lið
Kevin Garnett
Tim Duncan
Shaquille O'Neal
Jason Kidd
Tracy McGrady

2. lið
Dirk Nowitzki
Chris Webber
Yao Ming
Allen Iverson
Paul Pierce

3. lið
Jermaine O'Neal
Vince Carter
Zydrunas Ilgauskas
Kobe Bryant
Stephon Marbury

Nýliði ársins

Á undirbúningstímabilinu hefur Carmelo Anthony sýnt langbestu taktana og verður að teljast líklegur til að landa þessum titli, bæði verður hann vopn Denver nr. 1 og hefur auk þess góðan leikstjórnanda sér til hjálpar. Lebron James er sá sem flestir veðja á en hann þarf væntanlega að deila boltanum með eigingjarnari leikmönnum og á því ekki eftir að skora eins mikið.

Spá: Carmelo Anthony

Nýliðalið ársins (án tillits til stöðu)

Þetta er nú dálítið út í loftið, en látum það vaða.

Spá:
Carmelo Anthony
Lebron James
Dwyane Wade
Kirk Hinrich
Chris Bosh

Varnarmaður ársins

Þennan titil hefur Ben Wallace unnið afar verðskuldað undanfarin tvö ár og verður væntanlega líklegur til að verja titil sinn. Jarlaskáldið ætlar engu að síður að veðja á að Ron Artest taki þennan titil, því flestir eru á því að hann sé besti varnarmaður deildarinnar, hann þurfi bara að skrúfa á sig hausinn til að njóta sannmælis. Hefur Skáldið trú á að honum takist það.

Spá: Ron Artest

Varnarlið ársins

Ben Wallace
Ron Artest
Kevin Garnett
Allen Iverson
Jason Kidd

Varamaður ársins

Þennan titil er alltaf erfitt að spá í því það er aldrei að vita hverjir verða í byrjunarliðinu þegar til kemur. Einhvern verður þó að velja og þykir Skáldinu líklegt að annað hvort Antoine Walker eða Antawn Jamison hirði þennan titil, því annar þeirra mun örugglega byrja á bekknum og líklegur til að verða með góðar tölur engu að síður. Veljum annan hvorn.

Spá: Antawn Jamison

Þjálfari ársins

Þennan titil hirðir oftar en ekki þjálfari besta liðsins eða þess liðs í efri hlutanum sem kemur mest á óvart. Jarlaskáldið ætlar að veðja á hið síðarnefnda í þetta skiptið og tilnefna Flip Saunders, þjálfara Minnesota. Reyndar ætti Jerry Sloan þetta mest skilið ef Utah nær að vinna 20 leiki en það verður að teljast ólíklegt að hann landi dollunni hvernig sem fer.

Spá: Flip Saunders

Framkvæmdastjóri ársins

Um þennan titil gilda svipuð lögmál og um þjálfara ársins. Jarlaskáldið ætlar að leita í sama brunn og tilnefna Kevin McHale hjá Minnesota, þeir hafa gert miklar breytingar og hefur Skáldið mikla trú á þeim. Auk þess á hann þetta skilið bara fyrir að ná nýjum samningi við KG.

Spá: Kevin McHale

Endurkoma ársins

Þennan titil sem ekki tíðkast lengur að veita í NBA deildinni ætlar Jarlaskáldið engu að síður að veita, og fyrir valinu verður að þessu sinni Vince Carter. Carter hefur átt erfið ár undanfarið eftir að hafa verið einhver hæpaðasti leikmaðurinn í deildinni um skeið, og hefur Skáldið trú á að hann sé loks orðinn heill heilsu og troði yfir heilu liðin að nýju.

Spá: Vince Carter

Vonbrigði ársins

Þetta er titill sem NBA-deildin veitir ekki sjálf (skiljanlega e.t.v.), en Jarlaskáldið ætlar að veita. Þennan titil ætti vart að þurfa að útskýra, hann hlýtur sá leikmaður sem miklar vonir eru bundnar við en bregst algerlega. Þau hlýtur enginn annar en Kobe Bryant, fyrir að verða dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun.

Spá: Kobe Bryant

L.V.P.

L.V.P. stendur fyrir least valuable player, og það er algjör óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn í þessum flokki, þau hlýtur óskabarn þjóðarinnar.

Spá: Jón Arnór Stefánsson

Austurdeild

Detroit Pistons vinnur Indiana Pacers í úrslitum

Vesturdeild

San Antonio Spurs vinnur Minnesota Timberwolves í úrslitum

Úrslit

San Antonio Spurs vinnur Detroit Pistons

Spá: San Antonio Spurs meistarar

Að lokum vill Jarlaskáldið benda þeim örfáu sem entust til að lesa þetta til enda á samsvarandi grein Mumma og að bera saman spádóma okkar. Góðar stundir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates