« Home | Af Grand Buffet og öðrum uppákomum Eins og lesend... » | Ríjúníon og Conan O'Brien Jarlaskáldið var sem ku... » | Jarlaskáldið er orðið celebi! Bara komið á Batman.... » | Miðvikublogg ið þrítugasta Svo merkilega vill til... » | Síðbúið Miðvikublogg ið tuttugastaogníunda Fólk h... » | 7-0 Nokkuð góðri helgi á flestum vígstöðvum er að... » | Vinur minn hann Björgólfur Björgólfur Guðmundsson... » | Breytingar Stelpan segist vera hætt að blogga eft... » | Heimtur úr helju Já, lesendur góðir, Jarlaskáldið... » | Ó vei mig auman! Það er ekki gott hljóðið í Jarla... » 

sunnudagur, október 12, 2003 

62 atriði um helgina (100 er ófrumlegt)

1. Vann til klukkan sex á föstudaginn.
2. Fór svo í apótek og keypti Íbúfen.
3. Það gerir nákvæmlega ekkert gagn.
4. Var Jarlaskáldið þreytt um kvöldið, nennti engu.
5. Horfði á Simpsons, reyndi að horfa á Edduna, en það var bara of pínlegt á að horfa.
6. Fór því út á vídjóleigu og tók Confessions of a Dangerous Mind.
7. Fékk hana frítt, bónusspóla.
8. Sofnaði yfir henni upp úr eitt, náði aldrei að klára hana.
9. Ekki skrifa hvernig hún endar í kommentin!
10. Vaknaði upp úr hádegi á laugardaginn, áttundi þynnkulausi laugardagurinn í röð.
11. Það hlýtur að vera persónulegt met.
12. Gerði Skáldið fátt fyrstu tímana, fór rétt fyrir þrjú og sótti Öldu.
13. Við fórum svo heim til Eyfa og horfðum á leikinn.
14. Þar voru auk húsráðenda Stebbi, Vignir, Maggi Andrésar og Gústi.
15. Ríkey bjó til einhvers konar pizzuböku handa okkur, hún var sérdeilis prýðileg.
16. Vignir, Stebbi og Eyfi drukku bjór, aðrir kók.
17. Það voru allir sammála um að að dómarinn væri hálfviti.
18. Jarlaskáldinu fannst það sama eiga við um Geir Magnússon.
19. „Við verðum nú að muna það að þetta er silfurþjóðin úr síðustu HM og við erum bara 280.000.“ „Lítum á björtu hliðarnar, fyrst þeir þurftu að skora var nú gott að þeir gerðu það strax!“ Maðurinn er hálfviti.
20. Tók Skáldið úrslitin ekki nærri sér, og hefur reyndar aldrei tekið íþróttaúrslit nærri sér.
21. Strákarnir fóru heim til Vignis að glápa á Tyrkland-England, Jarlaskáldið skutlaði Öldu heim til sín og fór sjálft heim að spila CM.
22. Merkilegt hvað Skáldið getur orðið pirrað þegar illa gengur í CM miðað við hve lítið það pirrar það þegar illa gengur hjá t.d. Liverpool.
23. Í kvöldmat var Bayonneskinka og brúnaðar kartöflur, það bragðaðist afbragðsvel.
24. Sótti Magga Blö um níuleytið, fórum við svo niður í bæ
25. Enduðum förina hjá Kjarra og Laufeyju, þau voru með innflutningspartý
26. Þekktum fáa á staðnum, Skáldið byrjaði á að sýna Lilju og Gísla nýja bílinn.
27. Fékk sér svo bollu, en var bent á það eftir eitt glas að hún væri óáfeng.
28. Fékk sér svo áfenga bollu, og þá varð heimurinn betri.
29. Fljótlega fylltist allt af kunnuglegum andlitum, sem áttu það flest sameiginlegt að vera pör, yfirleitt ólétt eða nýbúin að eiga.
30. Við þetta tilefni tilkynnti eitt parið að þau séu líka ólétt, er þeim óskað til hamingju með það.
31. Eftir á að hyggja vorum við Magnús líklega einu ólofuðu mennirnir þarna inni.
32. Bollan leyndi á sér.
33. Skáldið gerðist glatt.
34. Einhvern tímann seint og um síðir mætti frægi gesturinn sem Skáldið hafði beðið eftir með óþreyju.
35. Hafði reyndar verið þarna í hálftíma þegar Skáldið tók eftir því.
36. Athyglisgáfu Skáldsins er við brugðið.
37. Illu heilli var frægi gesturinn með viðhengi með sér.
38. Hann var hálflúðalegur, sem var skrýtið því frægi gesturinn er megabeib.
39. Kappinn var m.a.s með træbaltattú á hálsinum eins og Einar Ágúst, gerist það verra?
40. Skáldið lét þetta lítið á sig fá.
41. Magnús tók síðan fræga gestinn í sálfræðimeðferð og kjaftaði á honum hver tuska langa hríð.
42. Þegar hann loksins þagnaði var orðið tómlegt um að litast í kotinu.
43. Um svipað leyti fer minni Jarlaskáldsins að bregðast.
44. Takið eftirfarandi atriðum með fyrirvara.
45. Úr varð að þeir sem eftir stóðu (sem voru u.þ.b. við Magnús, og samkvæmt nýjustu fregnum Kjartan) ákváðu að kíkja á þá fóstbræður Styrmi og Dúllarann.
46. Voru þeir að drekka frá sér vit og rænu enn eina ferðina.
47. Staðsettir í einhverju húsi við Borgartún.
48. Þegar þangað kom var fámennt í kotinu, og þeir sem þar voru í annarlegu ástandi.
49. Engu að síður var áð þar um hríð.
50. Eftir litla stund var ákveðið að halda á heimavöllinn.
51. Hverjir þangað fóru er ekki alveg víst, a.m.k. Skáldið, Styrmir og Magnús, líkast til Dúllarinn, en um Kjarra er ekkert vitað.
52. Um vistina á Hverfisbarnum hefur Jarlaskáldið fátt að segja.
53. Myndir segja meira en mörg orð.
54. Sé eitthvað að marka þessa mynd mun Stebbi twist hafa rekið inn nefið, og því góðar líkur á að Vignir hafi gert það líka, og gott ef ekki Andrésson.
55. Svo virðist sem Skáldið hafi a.m.k. ekki gerst stórtækt á barnum.
56. Sem er ágætt.
57. Hvað sem öðru líður rataði Skáldið út af Hvebbanum um síðir og af hreinni eðlisávísun rambaði það inn á Nonnann.
58. Pantaði sér þar Pepperonibát og appelsín, rétt eins og síðustu 100 skipti.
59. Fann svo leigara og hélt heimleiðis.
60. Bílstjórinn var við það að sofna, viðurkenndi það m.a.s.
61. Þegar heim var komið horfði Skáldið á formúluna og man hana merkilegt nokk allvel.
62. Fór í háttinn seint og um síðir, og verða þá atriðin ekki fleiri.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates