« Home | Miðvikublogg ið fertugastaogsjötta Uss, langt síð... » | Der Alte Jamm, Jarlaskáldið er orðið löggilt gama... » | Ammæli Í dag á Jarlaskáldið ammæli. Það er 21 árs... » | Handbendi Baugsveldisins að nýju? Það er víst aðe... » | La Grande Buffe Jarlaskáldið liggur banaleguna. Þ... » | Aumt er það! Núnú, er svo illa komið fyrir Jarlas... » | Það hlaut að koma að því Loksins! » | Tuð Það er svo frábært við fimmtudaga að næst á e... » | Bissí Búið að vera allt of mikið að gera síðustu ... » | Ekki er kyn þótt keraldið leki... Skáldið var nor... » 

þriðjudagur, nóvember 02, 2004 

NBA-spádómur Jarlaskáldsins 2004-2005!

Það gekk ýmislegt á um helgina, og ferðasaga ein mikil í smíðum. Hún verður þó að bíða betri tíma, því í nótt hefst NBA-deildin að nýju og að vanda hyggst Jarlaskáldið birta spádóma sína eins og 2002 og 2003. Mummi og Oddi hafa þegar birt sína spádóma og eru þeir vitanlega vitlausir mjög, en við spyrjum að leikslokum í þeim efnum. Allavega, let's go:

MVP

Jarlaskáldið hefur spáð Tim Duncan þessum titli síðustu tvö skipti og hlaut hann þau í fyrra skiptið en var annar í kjörinu á eftir Garnett í fyrra. Það má búast við að þeir muni enn og aftur bítast um heiðurinn, ef Shaq heldur sér heilum allt tímabilið (afar ólíklegt) gæti hann blandað sér í slaginn og svo mun Kobe örugglega skjóta tuðrunni nógu andskoti oft til að skora 30+ stig í leik og blekkja þannig fólk til að halda að hann sé góður. Skáldið sér enga ástæðu til að breyta til, Duncan er besti leikmaður heims, punktur, basta.

NBA-lið ársins

Fyrsta lið:
F: Kevin Garnett (No-brainer)
F: Tim Duncan (No-brainer)
C: Shaquille O´Neal (Sjáið þið trendið?)
G: Kobe Bryant (Athugið, þetta er spá, ekki skoðun)
G: Tracy McGrady (Houston mun vinna leiki og hjálpa upp á hans skemmda rep)

Annað lið
F: Jermaine O'Neal (Ef hann heldur heilsu)
F: Dirk Nowitski (Verulega skemmtilegur leikmaður)
C: Yao Ming (Styttist mjög í að hann verði besti centerinn)
G: Paul Pierce (Fær einhverja hjálp í ár og ætti að ná gömlum hæðum)
G: Allen Iverson (Obie á eftir að hafa góð áhrif á hann)

Þriðja lið
F: Ron Artest (Snarklikkaður, og það stundum á góðan hátt)
F: Andrei Kirilenko (AK-47 kann að fylla upp í box-score)
C: Ben Wallace (Humm, einhver annar?)
G: Lebron James (Ætti líklega heima í öðru liðinu, en þetta verður að duga)
G: Ray Allen (Ömurlegt lið, en hver annar í þessu liði á að skora?)


Nýliði ársins

Sjaldan eða aldrei hefur maður rennt jafnblint í sjóinn með þessa nýliða, enda ekkert nema útlendingar og smákrakkar sem voru valdir. Emeka Okafor væri líklega öruggasti kosturinn, en Dwight Howard hefur víst verið að taka menn í bakaríið í pre-season, og þó það geti oft verið villandi ætlar Skáldið að binda trúss sitt við hann. Ef ekki hann, þá Andres Nocioni. Hann er flottur.

Nýliðalið ársins

Þetta verður ansi mikið út í loftið, en Skáldið ætlar a.m.k. að vera svo bjartsýnt að spá sínum mönnum í Chicago góðu gengi:

Fyrsta lið
Dwight Howard, Orlando (Augljóst)
Emeka Okafor, Charlotte (Næstum jafnaugljóst)
Nick Collison, Seattle (Valinn í fyrra en spilaði ekkert vegna meiðsla, ku góður)
Andres Nocioni, Chicago (Spilar eins og 10 ára veteran, enda er hann það nánast)
Luol Deng, Chicago (Hefur byrjað vel með Chicago)

Annað lið
Ben Gordon, Chicago (Vont pre-season, en nær sér vonandi á strik)
Andre Igoudala, Philly (Fær að byrja inni á, svo eitthvað hlýtur hann að geta)
Devin Harris, Dallas (-"-)
Josh Childress, Atlanta (Valinn ofarlega, og hlýtur að fá að spila)
Andris Biedrins, Golden State (Varamaður Adonal Foyle hlýtur að fá séns)

Varnarmaður ársins
Humm... Hér munu væntanlega þrír menn bítast um titilinn, sigurvegarar síðustu ára, þeir Ron Artest og Ben Wallace, en auk þeirra Andrei Kirilenko. Rússinn tekur þetta.

Varnarlið árins

Bæði Mummi og Oddi víla ekki fyrir sér að ljúga upp á menn nýjum stöðum til að velja liðið, svo Skáldið gerir það bara líka kinnroðalaust. Here goes:

Ben Wallace (En ekki hvað?)
Andrei Kirilenko (En ekki hvað?)
Ron Artest (Nja, brandarinn er orðinn þreyttur)
Kevin Garnett (Sem point guard bara)
Bruce Bowen (Sennilega ekkert meira pirrandi en að hafa þennan á sér)

Sjötti maður ársins

Alltaf svolítið erfitt að spá í þetta, því það er oft erfitt að vita hver byrjar inni á og svoleiðis. Jarlaskáldið hefði giskað á Jamal Crawford, en það lítur út fyrir að hann byrji inni á eftir allt saman. Skáldið ætlar því að leita á sömu slóðir og í fyrra, til Dallas. Þar eru bæði Jerry Stackhouse og Jason Terry á bekknum, og er það spá Skáldsins að sá fyrrnefndi fari í fýlu en sá síðarnefndi muni hirða titilinn.

Þjálfari ársins

Þessi titill helst oft í hendur við besta árangur liða, eða óvæntasta árangur liðs. Jerry Sloan var svikinn um þetta í fyrra, og svo verður aftur í ár. Hjartað segir Scott Skiles, en heilinn segir Gregg Popovich. Treystum heilanum.

Framkvæmdastjóri ársins

Svipaða sögu að segja um þetta, og ætlar Skáldið að þessu sinni að vera sammála Odda um það að Joe Dumars hljóti þetta. Annars er þetta leiðinlegur flokkur.

Endurkoma ársins

Þetta er loðið og teygjanlegt hugtak (eins og sagt var um klámið), og má túlka á ýmsa vegu. Jafnan á þetta við um leikmann sem mátti muna sinn fífil fegurri og mundi hann svo, en einnig á þetta oft við um leikmenn sem yfirstíga erfið meiðsli. Jarlaskáldið tippar á hið síðarnefnda, Grant Hill mun eiga solid season, spila 70+ leiki og skora ca. 12 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Ekki slæmt fyrir löggiltan öryrkja.

Vonbrigði ársins

Síðustu 6 ár hafa vonbrigði ársins verið hin sömu. Alger óþarfi að tala meira um það. Í ár verður annað uppi á teningnum. Þó Skáldinu sé það þvert um geð ætlar það að spá Minnesota þessum vafasama titli. Það eru væringar meðal liðsmanna, menn að karpa um peninga og þá er ekki von á góðu. Vonandi rætist þessi spádómur ekki, en Skáldið er ekki vongott um það.

LVP (Least Valuable Player

Þetta er annar titill sem er háður mjög huglægu mati. Í fyrra spáði Skáldið nafna sínum Stefánssyni titlinum, og sjá, hann spilaði ekki sekúndu með liðinu. Á móti kemur að piltur var á algerum verkamannalaunum. Í ár ætlar Skáldið að leggja aðra merkingu í titilinn, þ.e. leikmaður sem er á háum launum en skilar litlu sem engu. Hér eru margir líklegir, en aðeins einn útvalinn: Chris Webber. Einn launahæsti leikmaður deildarinnar, en liðið er betra án hans. Þarf fleiri vitnanna við?

Playofflið, austan

Hér velja fyrstu 3 liðin sig sjálf, en svo vandast málið. Látum oss sjá:

1. Detroit (þeir eru fokking meistararnir!)
2. Indiana (Besti árangur síðasta árs, og hafa jafnvel bætt sig)
3. Miami (Bættu við sig 327 pundum sem skipta máli)
4. Philadelphia (Hef trú á þeim)
5. Orlando (Hafa stórbætt sig)
6. New York (Hljóta að geta eitthvað með dýrasta lið deildarinnar)
7. Milwaukee (Yrðu tveim sætum ofar með T.J. Ford)
8. Boston (Þeir verða a.m.k. skemmtilegir að fylgjast með)

Bubble-lið: Chicago. Ef þetta gengur ekki í ár er alveg eins gott að henda þeim!

Playofflið, vestan

Eins og í austandeildnni velja fyrstu liðin sig sjálf en hér er vandamálið að hafna liðum, ekki að hafa trú á þeim til afreka. Látum oss sjá að nýju:

1. San Antonio Spurs (Duncan er m.a.s. reiður í ár)
2. Minnesota (Munu skila góðum árangri í deildinni, en svo...)
3. Sacramento (Of margir góðir leikmenn til að geta ekki neitt)
4. Dallas (Vonandi að einn bolti dugi þeim)
5. Houston (Gætu jafnvel hækkað um 2 sæti ef T-Mac gets with the program)
6. Denver (Dálítið vafasamir karakterar þarna, gæti allt farið til helvítis)
7. Utah (Hafa bætt sig, þó ekki eins mikið og margir vilja halda)
8. Memphis (Munu ekki koma neinum á óvart í ár)

Bubble-lið: Phoenix. Ef Nash a gott season gætu þeir farið ansi langt. Þrátt fyrir að hafa japanskan þriðja point guard sem er á stærð við Skáldið!

Sigurvegari austurdeildar

Óvæntasti spádómur ársins: Detroit! Þetta lið er bara of massívt.

Sigurvegari vesturdeildar

Næstóvæntasti spádómur ársins: San Antonio! Bjóst einhver við öðru?

NBA-meistarar

Uss, ef þessi lið mætast í úrslitum er það spá Skáldsins að það verði einhver skemmtilegasta Finals-viðureign í mörg ár (Chicago-Phoenix '93 verður seint toppuð). Skáldið spáir því að það fari í sjö leiki og heimavöllurinn ráði úrslitum. Þriðja árið í röð:

San Antonio.

Ef þú kláraðir að lesa þetta og heitir hvorki Oddi né Mummi átt þú lof skilið. Húrra fyrir þér!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates