« Home | Bissí Búið að vera allt of mikið að gera síðustu ... » | Ekki er kyn þótt keraldið leki... Skáldið var nor... » | Lilli og frægi kallinn Í dag gerðust góðir hlutir... » | Að nenna að blogga Stundum bara nennir maður ekki... » | Leiðindi Er eitthvað leiðinlegra en september? Já... » | Maggi og Gústi » | Maggi á Dússabar » | Þetta kallar maður umbúðir! » | Maggi og Snorri » | Jarlaskáldið ekki mjög kátt þarna » 

fimmtudagur, september 23, 2004 

Tuð

Það er svo frábært við fimmtudaga að næst á eftir þeim koma föstudagar, sem væru bestu dagar vikunnar ef engir væru laugardagarnir. Þetta er mikil speki.

Á morgun er einmitt föstudagur. Um daginn var síðan bíllaus dagur, enda sást hvergi bíll á götunum þá, nema auðvitað Lilli. Ekki fer maður að labba. Annars leggur Jarlaskáldið til að bíllaus dagur verði haldinn á sunnudegi um verslunarmannahelgi. Nokkuð ljóst að Skáldið keyrir lítið þann daginn.

Jamm, föstudagur á morgun, og Skáldið þykist ætla út úr bænum. Enn er allsendis óljóst hvort einhver ætlar með því, jú, einhverjir 3-4 þykjast ætla með, væntanlega mikið að gera í hellulögninni hjá öðrum. Líklega endar maður í Mörkinni, þar er gott að vera.

Dengsi á ammili í dag, 27 ára. Til hamingju! Skáldið missir víst af veislunni, sem er leitt. Ojæja, maður getur ekki verið alls staðar.

Skáldið var að fá nýja græju, þráðlaust net. Eflaust hið mesta þarfaþing, en gerir ekki mikið fyrir mann núna annað en að blikka í sífellu grænu ljósi. Og það tveimur!

Fimmtudagar eru orðnir góð sjónvarpskvöld aftur, enda Scrubs og Malcolm mættir á svæðið þó þeir skarist aðeins í tíma. Það þarf að laga. Svo má alveg horfa á feita gæjann með flottu konunni (úbbs, þetta var ekki nógu lýsandi, helmingur amerískra sitcom þátta er með sama plott) og hommaþáttinn, þar sem Skáldið hefur aldrei komist inn í þessa Alias-aðdáun sem hrjáir marga.

Einhverjir voru að væla yfir að vera lentir í Dauðraríkinu hérna vinstra megin. Reglan er einföld: Ekkert blogg í mánuð, og þér er stútað!

Jarlaskáldið hefur að lokum ákveðið að spila ekki Halldór Ásgrímsson lagið á næstunni. Þvílíka erkifíflið sem þessi maður er!

"Ég vil ekkert tala um það, nú er tími til að líta fram á veginn..."

Bjáni.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates