« Home | La Grande Buffe Jarlaskáldið liggur banaleguna. Þ... » | Aumt er það! Núnú, er svo illa komið fyrir Jarlas... » | Það hlaut að koma að því Loksins! » | Tuð Það er svo frábært við fimmtudaga að næst á e... » | Bissí Búið að vera allt of mikið að gera síðustu ... » | Ekki er kyn þótt keraldið leki... Skáldið var nor... » | Lilli og frægi kallinn Í dag gerðust góðir hlutir... » | Að nenna að blogga Stundum bara nennir maður ekki... » | Leiðindi Er eitthvað leiðinlegra en september? Já... » | Maggi og Gústi » 

mánudagur, október 18, 2004 

Handbendi Baugsveldisins að nýju?

Það er víst aðeins meira en ekkert að frétta af högum Jarlaskáldsins, byrjum á djammiríinu.

Djammirí um helgina var nokkuð, en ekki mikið. Á föstudagskvöldið byrjaði Skáldið á að sitja samsæti hjá Ármanni Gylfasyni og frú sem stödd eru á landinu í nokkra daga. Þar var einkum barnafólk og önnur pör, auk einhleyps Jarlaskáldsins, og stemmning eftir því. Ágætis catch-up engu að síður enda fullt af liði þarna sem maður hafði ekki séð í lange baner. Síðla kvölds mætti Oddbergur aumingjablogg á svæðið og um miðnætti yfirgáfum við svæðið og litum því næst við í afmælisfögnuði hjá Guðmundi Arnlaugssyni. Tók hann oss fagnandi og var í miklu stuði. Aumingjabloggarinn hvarf fljótlega af vettvangi en Jarlaskáldið ílengdist þrátt fyrir að þekkja fáa uns það hélt loks á lendur skemmtanalífsins um tvöleytið. Sú dvöl varð ekki löng þó víða hafi verið komið við, lengst dvaldi Skáldið á Ölstofunni, allt að 15 mínútur, uns það hélt heim á leið ekki svo síðla nætur. Helvíti að gleyma Nonnanum eins og kom í ljós daginn eftir.

Á laugardeginum var ekkert djammirí og því síður á sunnudeginum og er frásögnum þar að lútandi því lokið.

Skáldið sagðist í byrjun pistils hafa einhverjar fréttir að færa af sjálfu sér. Og rétt er það, því eins og titillinn kynni að hafa vakið grun um hjá einhverjum hefur Skáldið hafið störf að nýju fyrir Norðurljós, þá miklu útverði frelsisins og andskota ógnarstjórnar þeirrar er við lýði er. Líkt og áður mun Skáldið berjast af veikum mætti fyrir varðveislu íslenskrar tungu, reyndar ekki í fullu starfi að þessu sinni, og því mun það einnig reyna í hjáverkum að stuðla að aukinni beinheilsu Íslendinga. Það sem menn leggja á sig fyrir lítið kaup!

Að öðru leyti er ekkert að frétta, það er kalt, og það er gott.


(Nokkuð hefur borið á því undanfarið að sumir "bloggarar" dauðraríkisins hafi sett eins og eitt málamyndablogg á netið og þykist með því hólpnir. Betur má ef duga skal gott fólk!)

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates