« Home | Breytingar Í tilefni þess að Kjartan og Laufey ha... » | Jarlaskáldið liggur banaleguna Já, kæru lesendur,... » | Jarlaskáldið jeppast Jarlaskáldið var á faraldsfæ... » | Bö! Það er soldið deprimerandi að skrifa óralanga... » | Þreyta Nú er Jarlaskáldið þreytt, en glatt, enda ... » | Merkilegur dagur Dagurinn í dag, 24. október, er ... » | Um tungumálakunnáttu Jarlaskáldsins Samkvæmt Molu... » | Frægð á næsta leyti? Það var barasta sett met á s... » | Um furðufuglinn mig Maður er nefndur Viðar Pálsso... » | Massahelgarblogg Jarlaskáldið var ekki aðgerðalau... » 

fimmtudagur, október 31, 2002 

Jarlaskáldið spáir í spilin

(VARÚÐ! Þeir sem ekki hafa sjúklegan áhuga á NBA, lesið ei meir! Oddi og Mummi, njótið vel, og Jarlaskáldið væntir álíka pistils frá ykkur)

Eins og öllum ætti að vera kunnugt, en þó kannski einna helst Mumma og Odda, er NBA-boltinn byrjaður að rúlla. Í upphafi leiktíðar er algengt að spekingar setjist niður og spái í spilin, hverjir verði nú bestir og verstir og þar fram eftir götunum. Þar sem Jarlaskáldið hefur fylgst af athygli með boltanum gegnum árin, og hefur fátt annað að gera, ætlar það að varpa fram af ómældri visku sinni nokkrum spádómum um komandi leiktíð. Vessgú:

Versta lið ársins (Lebron James liðið)
Hér væri eflaust hægt að tilnefna mörg lið. Af trúarástæðum myndi Jarlaskáldið helst vilja tilnefna Los Angeles Fakers, en staðreyndirnar styðja víst varla það álit. Reyndar virðast tvö lið hafa lagt allt kapp á það að verða sem lélegust í ár, með það að markmiði að krækja í fyrsta valrétt í draftinu að ári og velja nýjasta Jordaninn, sem er 17 ára pjakkur er gegnir nafninu Lebron James (fæddur 1985, pælið í því!). Þetta eru Denver Nuggets og Cleveland Cavaliers. Er það skoðun Jarlaskáldsins að Denver verði ögn lélegra, en hvorugt fær þó fyrsta valrétt, það verður auðvitað Chicago.

Varamaður ársins
Hér er valið afar einfalt, fyrst Michael Jordan ákvað að verða varamaður í ár fær hann automatískt þennan titil, hvort sem hann skorar 3 eða 30 stig í leik. Það eina sem gæti hindrað þetta væru alvarleg meiðsli eða að honum leiddist þófið og færi að byrja inni á.

Varnarmaður ársins
Hér hallast Jarlaskáldið verulega að því að varnarmaður síðasta árs, Ben Wallace, verji titilinn. Klikki hann veðjar skáldið á Tim Duncan.

Nýliði ársins
Úff, þetta er ekki létt, svo margir nýliðar sem maður veit lítið sem ekkert um. Miðað við pre-season er við litlu að búast frá kínverska ljósastaurnum, helst koma til greina þeir Jay Williams, Drew Gooden, Caron Butler og Dajuan Wagner, fyrir utan alla þessa útlendinga. NBA-deildin fer nú tæplega að núa salti í sár sín með því að velja útlending aftur í ár, Jarlaskáldið veðjar á Drew Gooden, hann hefur farið algerlega hamförum fram að þessu.

Þjálfari ársins

Þetta er nú titill sem fæstir hafa mikinn áhuga á, en einhvern þarf víst að velja, segjum bara Paul Silas, Jarlaskáldið hefur á tilfinningunni að New Orleans geri góða hluti í ár.

Framkvæmdastjóri ársins

Þetta verður ár Jerry Krause, hann á það skilið eftir allt dissið í gegnum árin.

Leikmaður ársins

Í fyrsta lagi, Lakers skúnkarnir tveir fá þetta ekki. Jarlaskáldið telur að baráttan muni standa milli Tim Duncan og Tracy McGrady. Veltur það nokkuð á heilsu Grant Hill, ef hann verður heill og Orlando vinnur einhverja leiki hlýtur McGrady þetta, annars ætti Duncan að hirða það. Jarlaskáldið veðjar á hið fyrrnefnda, Tracy McGrady, maðurinn er skuggalega góður.

Lið ársins

F: Tim Duncan
F: Dirk Nowitski
C: Feita fíflið
G: Jason Kidd
G: Tracy McGrady

NBA-meistarar

Enn sem fyrr ber vesturdeildin höfuð og herðar yfir austurdeildina, sennilega munu fjögur bestu liðin koma þaðan. Jarlaskáldið hyggur að í fjögurra liða úrslitum vestanmegin muni Sacramento vinna Lakers og Dallas vinna San Antonio, og að sigurvegarinn í úrslitum vesturdeildarinnar verði meistari. Það verður Sacramento.






Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates