« Home | Ekki er kyn þótt keraldið leki... Skáldið var nor... » | Lilli og frægi kallinn Í dag gerðust góðir hlutir... » | Að nenna að blogga Stundum bara nennir maður ekki... » | Leiðindi Er eitthvað leiðinlegra en september? Já... » | Maggi og Gústi » | Maggi á Dússabar » | Þetta kallar maður umbúðir! » | Maggi og Snorri » | Jarlaskáldið ekki mjög kátt þarna » | Magnús að hamra á einhverri svaka pælingu við Gú... » 

mánudagur, september 20, 2004 

Bissí

Búið að vera allt of mikið að gera síðustu vikuna í annars tilbreytingarsnauðu lífi Jarlaskáldsins, unnið 10-12 tíma á dag alla síðustu viku og m.a.s. á laugardaginn líka. Ekki hvítum mönnum bjóðandi þessi andskoti! Þrátt fyrir annríkið hefur Skáldinu þó tekist að afreka eitt og annað sem ekki tengist vinnunni síðan til þess spurðist síðast. Fátt frumlegt þó.

Það er a.m.k. óþarfi að fjölyrða um viðburði fram á föstudag, þeir voru engir. Ja, reyndar ekki á föstudaginn heldur, Skáldið hékk bara heima og gerði ekki baun. Af sem áður var. Á laugardaginn dró síðan aðeins til tíðinda. Skáldið mætti til vinnu sem fyrr segir og skemmti sér vitanlega gríðarlega þar. Um þrjúleytið kvaddi það síðan og sótti Stebbaling, þar sem við Stubbarnir höfðum ákveðið að rölta upp á eins og eitt stykki fjall. Þar sem við höfum ekki stundað aðra hreyfingu en skálaglamm undanfarna mánuði var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var hæstur, heldur fundið minnsta fjall í nágrenni Reykjavíkur sem telst þó vera fjall, Helgafell, 340 metra hátt. Þangað komumst við upp á ágætum tíma móðir og másandi, enda var farin stysta leið upp en ekkert endilega sú auðveldasta, auk þess sem menn hafa nú líklega oft verið í betra formi. Drifum við okkur svo niður til þess að týnast ekki í myrkri eins og menn eiga víst til, vorum reyndar með gemsana til að lýsa okkur leið ef illa færi.
Eftir þessa frægðarför þótti okkur fyllsta ástæða til að verðlauna okkur með smá gleðskap um kvöldið og fékkst Andrésson til að halda smá teiti í Jöklafoldinni um kvöldið í því skyni. Þangað mættu auk fjallgöngugarpa Toggi og frú, Gústi og síðla kvölds Eyfi. Blöndudalur var hins vegar hvergi sjáanlegur, var víst "vant við látinn". Þetta kallar maður nú bara að segja sig úr lögum við samfélag siðaðra manna. Ojæja.
Það var sosum ekki frumleg dagskrá þetta kvöldið, setið og spjallað um jeppa og skytterí fram eftir kvöldi og svo héldu karlmennirnir í hópnum niður í bæ og á kunnuglegar slóðir, jarajarajara...

Sunnudagur. Skáldið bara nokkuð hresst þegar það reis á fætur, og hélt upp á það með sunnudagsbíltúr um Suðurland með viðkomu á KFC að sjálfsögðu. Um kvöldið var svo komið að löngu skipulögðum viðburði, ferð Stubbanna í kvikmyndahús á myndina Anchorman með snillanum Will Ferrell. Og mikil snilld var hún og stórfengleg, fullkomlega vitlaus og í alla staði æðisleg, og það sem maður hefði ekki búist við, það var einn fyndnari en Ferrell. Steve Carell í hlutverki Brick Tamland er sennilega einhver fyndnasta persóna sem Skáldið hefur séð ANSI lengi. Maður á eftir að "quota" þennan kappa lengi. Og Jack Black á góða innkomu svo ekki sé meira sagt.

Í gær voru 6 mánuðir í Ítalíuför. Það þýðir að í dag er byrjað að halla niður á móti. Júhú!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates