Der Alte
Jamm, Jarlaskáldið er orðið löggilt gamalmenni, eða svona allt að því, a.m.k. er ljóst að leiðin liggur ekki upp á við héðan í frá. Þá er oft gott að orna sér yfir gömlum minningum. Hér á eftir fer það litla sem Skáldið man frá síðustu viku.
Jarlaskáldið hóf sem kunnugt er störf að nýju hjá Norðurljósum í vikunni, og líkar vistin vel. Það er nefnilega alveg ágætt að geta mætt klukkan tíu í vinnuna ef manni sýnist. Já, eða ellefu ef því er að skipta!
Annars bar fátt til tíðinda í síðustu viku, föstudagskvöld fór í sjónvarpsgláp eins og svo oft áður, glápt á National Lampoon's Vacation sem er náttúrulega mikil snilld og nauðsynlegur undirbúningur fyrir Road-Trippið okkar Stebba sem planað er áður en við verðum fullorðnir, sem gefur okkur ansi rúman tíma til stefnu.
Á laugardaginn mætti Skáldið í vinnuna í ca. tvo tíma og eyddi þeim tímum aðallega í að horfa á fótbolta, þar sem úrslit voru ágæt. Um kvöldið hóaði það síðan í nokkra drykkjurúta og bauð til eilítillar veislu í tilefni hins mikilsverða áfanga sem áður er getið, og var þar góðmennt mjög þó ekki væri fjölmennt. Fékk það ýmsar góðar gjafir, m.a. rauðvínsflösku, kælivökva og loftmæli. Einhvern tímann héldu svo hinir úthaldsmeiri niður á lendur skemmtanalífsins, og var Jarlaskáldið þar vitanlega á meðal. Kom það nokkuð víða við, byrjað á heimavellinum að sjálfsögðu og svo litið við á ýmsum stöðum og ekki öllum góðum. Endaði það að lokum með því að Jarlaskáldið fylgdi fljóði einu heim síðla nætur, eftir viðkomu á Nonnanum. Þar var reyndar bara um Frænkuna að ræða, ekki merkilegur árangur það.
Sunnudagur: Jú, merkilegt nokk byrjaði Skáldið daginn þann með heimsókn á KFC og var Blöndudalur svo almennilegur að splæsa í tilefni dagsins. Svo í vinnuna að horfa á villimennina og óargadýrin koma óorði á "hinn fallega leik". Þetta eru nú meiri skítbuxarnir og drullusokkarnir í þessum liðum, ekki hægt að segja annað... Pizza og Practice um kvöldið, fínasti ammælisdagur það.
Þetta gerðist síðustu daga, og þrátt fyrir að vera byrjað að reskjast heldur stefnir Jarlaskáldið á mikil ævintýri næstu helgi. Meira um það síðar.
(Þeim Mumma og aumingjabloggaranum vill Jarlaskáldið benda á að það er farið að leggja drög að sinni sívinsælu NBA-spá, og hvetur þá til að fara að huga að hinu sama. Megi besti maðurinn sigra, og Oddi líklega tapa!)
Jamm, Jarlaskáldið er orðið löggilt gamalmenni, eða svona allt að því, a.m.k. er ljóst að leiðin liggur ekki upp á við héðan í frá. Þá er oft gott að orna sér yfir gömlum minningum. Hér á eftir fer það litla sem Skáldið man frá síðustu viku.
Jarlaskáldið hóf sem kunnugt er störf að nýju hjá Norðurljósum í vikunni, og líkar vistin vel. Það er nefnilega alveg ágætt að geta mætt klukkan tíu í vinnuna ef manni sýnist. Já, eða ellefu ef því er að skipta!
Annars bar fátt til tíðinda í síðustu viku, föstudagskvöld fór í sjónvarpsgláp eins og svo oft áður, glápt á National Lampoon's Vacation sem er náttúrulega mikil snilld og nauðsynlegur undirbúningur fyrir Road-Trippið okkar Stebba sem planað er áður en við verðum fullorðnir, sem gefur okkur ansi rúman tíma til stefnu.
Á laugardaginn mætti Skáldið í vinnuna í ca. tvo tíma og eyddi þeim tímum aðallega í að horfa á fótbolta, þar sem úrslit voru ágæt. Um kvöldið hóaði það síðan í nokkra drykkjurúta og bauð til eilítillar veislu í tilefni hins mikilsverða áfanga sem áður er getið, og var þar góðmennt mjög þó ekki væri fjölmennt. Fékk það ýmsar góðar gjafir, m.a. rauðvínsflösku, kælivökva og loftmæli. Einhvern tímann héldu svo hinir úthaldsmeiri niður á lendur skemmtanalífsins, og var Jarlaskáldið þar vitanlega á meðal. Kom það nokkuð víða við, byrjað á heimavellinum að sjálfsögðu og svo litið við á ýmsum stöðum og ekki öllum góðum. Endaði það að lokum með því að Jarlaskáldið fylgdi fljóði einu heim síðla nætur, eftir viðkomu á Nonnanum. Þar var reyndar bara um Frænkuna að ræða, ekki merkilegur árangur það.
Sunnudagur: Jú, merkilegt nokk byrjaði Skáldið daginn þann með heimsókn á KFC og var Blöndudalur svo almennilegur að splæsa í tilefni dagsins. Svo í vinnuna að horfa á villimennina og óargadýrin koma óorði á "hinn fallega leik". Þetta eru nú meiri skítbuxarnir og drullusokkarnir í þessum liðum, ekki hægt að segja annað... Pizza og Practice um kvöldið, fínasti ammælisdagur það.
Þetta gerðist síðustu daga, og þrátt fyrir að vera byrjað að reskjast heldur stefnir Jarlaskáldið á mikil ævintýri næstu helgi. Meira um það síðar.
(Þeim Mumma og aumingjabloggaranum vill Jarlaskáldið benda á að það er farið að leggja drög að sinni sívinsælu NBA-spá, og hvetur þá til að fara að huga að hinu sama. Megi besti maðurinn sigra, og Oddi líklega tapa!)