« Home | ...jæja, þá er ég á leiðinni upp á Heiði, djöfull ... » | ...æææ, ég verð ekki skrifstofublók á morgun, held... » | ...þá fer annasömum vinnudegi að ljúka, og ég að t... » | ...bloggara hefur verið tjáð að afar áhugavert sé ... » | ...að öllu eðlilegu ætti ég að vera orðinn atvinnu... » | ...jájá, þetta er mun betra, nú er ég nördinn... ... » | ...áttu þessir þættir ekki að vera rosa góðir? Og ... » | ...aftur mættur í vinnuna, brjálað að gera sem fyr... » | ...og þá er best að halda áfram þar sem frá var ho... » | ...núna er bara einn og hálfur tími eftir af mínum... » 

mánudagur, ágúst 26, 2002 

...einhverjir munu hafa haft áhyggjur af afdrifum Jarlaskáldsins, þar eð ekki var staðið við áform um ritun ferðasögu síðast liðinn föstudag, og skal því lesendum til hugsvölunar tilkynnt að Jarlaskáldið er við hestaheilsu, ef frá er talin nokkuð illa brotin fingurnögl. Sakir tölvuvandræða (og síðar bloggleti) var ekki unnt að greina frá afrekum uppi á Heiði fyrr en nú, og fyrst við erum byrjuð á því væri ekki úr vegi að greina frá öðrum afrekum helgarinnar, þótt ekki væru þau mikil.

Ferðin upp á Heiði var bara hin ágætasta. Þar setti ég upp skilti með skemmtilegum sögufróðleik á stöðum eins og Draugatjörnum, Kolviðarhóli, við Búastein, við Ölkelduhálsrétt og víðar. Ef þið eigið leið þarna um skora ég eindregið á ykkur að líta dýrðina augum. Svo fór ég í bæinn um hádegi (Meistarinn gafst upp) og snöflaði í ca. þrjá tíma, en þá stimplaði ég mig út og varð med det samme atvinnulaus aumingi og róni. Hef ég notið mín nokkuð vel í þessu nýja hlutverki, og gæti jafnvel hugsað mér þetta til langtíma. Að vísu hófst rónaferillinn minn frekar illa, því á föstudagskvöldið horfði ég bara á video, Good Advice með Carlos Estevez(**/****) og Ocean's Eleven, sem skartar flestum öðrum leikurum (***/****). Videoglápið var að vísu truflað í smástund um tólfleytið þegar Gunni Beib hringdi í mig alldrukkinn og vildi fá mig á djammið með sér. Hvers vegna hringja alltaf fullir menn í mig og vilja fá mig á djammið þau örfáu skipti sem ég ákveð að fara snemma í rúmið? Aldrei gerist þetta þegar mig langar að fara á djammið!

Á laugardaginn horfði ég á fótbolta (Go El-Hadji!), og gerði síðan ekkert. Um kvöldið plataði ég svo Magnús með mér í bæinn, átti bara að verða eittvað létt, en að sjálfsögðu komum við heim undir morgun talsvert fátækari. Til allrar hamingju slapp Magnús ómeiddur að þessu sinni, sama verður ekki sagt um mig, sem smallaði á mér putta með hjálp leigubílshurðar. Tókst samt að klára Hlöllann,sem betur fer!

Sunnudagurinn fór í þynnku, en um kvöldið brá ég mér í kvikmyndahús, í það fúla bíó Regnbogann. Sá þar snilldina Goldmember, og hef ekki hlegið jafnmikið í bíó í lengrilengrilengri tíma. Segir kannski meira um mig en myndina, gef henni engu að síður ****/****.

Og nú er kominn mánudagur, og ég hef ekki gert neitt í dag. Þvílíkt sældarlíf! Hef á vísu á tilfinningunni að ég verði kominn með talsvert leið á aðgerðaleysinu eftir svona þrjá daga, og geri þá einhverja vitleysu eins og að finna mér nýja vinnu. Ef þið vitið um einhverja vinnu sem borgar vel fyrir að gera nánast ekki neitt (svona svipað og vinnan mín í sumar), þá endilega skrifið í kommentin.

Að endingu sendir Jarlaskáldið sínar bestu kveðjur til hjónaleysanna Gunnars og Védísar sem eignuðust lítinn strák (að vísu ekkert svo lítill, 17 merkur) á laugardaginn, og bendir á að Arnór Gunnarsson hljómar alls ekkert illa ef þau vantar nafn. Til hamingju...




Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates