Meiri snjó!
Jarlaskáldið hefur ekki sinnt fréttaþjónustu sinni sem skyldi undanfarið, og getur tæpast notað annríki sem ástæðu fyrir því. Verður sennilega að skrifast á leti. En hvað er leti annað en að hvíla sig áður en maður verður þreyttur?
Síðast þegar til Skáldsins spurðist þóttist það ekki lengur nógu fótafúið til að hanga öllu lengur heima og hafði því uppi áætlanir um að mæta til vinnu á fimmtudaginn. Það tókst Skáldinu líka að gera, en dvaldi stutt við, tölvukerfið á staðnum hrundi og því fátt að gera svo Jarlaskáldið ákvða að efna gamalt loforð við hana Hrafnhildi um að heimsækja hana í ný hýbýli hennar í Njarðvík. Var Skáldinu tekið með kostum og kynjum af nýbakaðri móðurinni, kók og súkkulaði enda þekkir hún sinn mann. Eftir nokkuð rabb mætti húsbóndinn heim og stuttu síðar vaknaði yngsti meðlimur fjölskyldunnar. Sýndi hann þessum gesti þónokkra forvitni og lét sig meira að segja hafa það að láta gestinn halda á sér smástund. Sætt. Eftir að hafa hlegið að úrlausnum nokkurra nemenda 6. bekkjar í Íslandssögu hélt Skáldið svo heim á leið og ákvað að fara lengri leiðina, suður að Reykjanesvita og svo austur með ströndinni. Eitthvað mislíkaði honum Lilla holóttur vegurinn og var orðinn draghaltur þegar heim var komið. Maður hefur heyrt að gæludýr fari að líkjast eigendum sínum, en bílar? Sýnir bara að Lilli hefur sál.
Um kvöldið fór Skáldið ekki í fótbolta, og horfði ekki á Bachelor.
Föstudagurinn var ekki tíðindaríkur framan af degi frekar en venjulega, Skáldið þraukaði út sinn vinnudag og allt gott með það, og um kvöldið lét það þá fóstbræður Stefán Twist og Magnús frá Þverbrekku plata sig út úr húsi og á kaffihúsið Ara í Ögri. Þar tæmdum við úr örfáum ölkollum og reyndum að ræða málin, sem var frekar erfitt í fyrstu sakir drykkjuláta aldraðra karlmanna á nærliggjandi borði, en sem betur fer róuðust þeir fljótlega (eða drápust) svo viðræðuhæft varð. Síðar um kvöldið bættust þeir Vignir og félagi hans Höskuldur stílisti á svæðið (svo nefndur vegna smekklegs klæðnaðar hans í nýfarinni Hrafntinnuskersför). Var ákveðið að leita á önnur mið nokkru síðar, fyrst á Kaffibrennslunni en þar var þröng á þingi svo Thorvaldsen varð að lokum fyrir valinu, þó þar væri jafnvel enn fjölmennara. Varð stoppið stutt hvað okkur Stefán og Magnús varðar og mun þessi bæjarferð því seint komast í sögubækur okkar, en að sögn munu þeir Vignir og Höskuldur hafa gert heldur lengra stopp og ástand a.m.k. Vignis eftir því á laugardaginn. Ekki í fyrsta sinn.
Laugardaginn hóf Jarlaskáldið á því að fara ásamt móður sinni og systur í Smáralind að kaupa ýmsar gjafir og fleira smálegt. Einnig kom það við á þeim ágæta stað Pizza Hut og gæddi sér á böku. Gjafirnar keypti Skáldið þar eð því var boðið í afmæli til áðurnefndrar Hrafnhildar um kvöldið og ótækt að koma tómhentur. Hófst sú gleði um sjöleytið en þá bauð afmælisbarnið þeim hjónum Ástmundi og Björgu ásamt Jarlaskáldinu í mat, var maturinn mexikanskur og hinn ljúffengasti, þó Skáldið hafi reyndar látið Ása plata sig út í fullmikið chilipiparát. Ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta sem Skáldið lætur Ása hafa sig út í vitleysu í matarmálum, konfektátið í útskriftarveislu Védísar fyrir réttum fimm árum er Skáldinu enn í fersku minni.
Eftir matinn hófst svo hinn eiginlegi gleðskapur og fór einkar rólega fram, kannski ekki við öðru að búast þar eð gestir voru í miklum meirihluta í barnahugleiðingum, annað hvort nýbúnir að fjölga mannkyninu eða í þann veginn að gera það. Meðalaldur þriggja yngstu gestanna var t.d. um 3 mánuðir. Þó fóru leikar aðeins að æsast þegar við bættist fólk, t.d. áðurnefndir Magnús og Stefán, en einnig þær stöllur Védís og Berglind, svo ekki sé talað um þegar Kjartan og Laufey mættu með ca. 3 vikna gamlan son sinn. Jarlaskáldið leitaði um síðir á fornar slóðir og myndir segja meira en mörg orð.
Hvað svo meira? Jú, sunnudagur fylgdi víst þessu laugardagskvöldi, og var eytt í svefn að mestu framan af, en fljótlega eftir að hafa náð meðvitund rann Skáldinu blóðið til skyldunnar og fór með hann Lilla sinn til bílalæknis. Var læknirinn eins og áður þegar ökutækjum Skáldsins hefur orðið misdægurt Hrói frændi, og var hann fljótur að sjúkdómsgreina Lilla, dempari hafði losnað og því ekki skrýtið að hann væri haltur. Var hann fljótur að kippa því í liðinn, sem betur fer virtist demparinn óskemmdur og því bara skellt undir aftur. Þar sem Hrói hafði ekki áður hitt þennan sjúkling tók hann hann í almenna heilbrigðisskoðun sem leiddi í ljós óþéttan afturhlera og var snarlega bætt úr því. Er Lilli því sprækari en nokkru sinni fyrr þessa dagana, og ekki seinna vænna, því þau undur og stórmerki hafa gerst í henni Reykjavík að þar hefur snjóað! Hefur Lilli verið í essinu sínu síðustu tvo daga, fengið að brúka afl á öllum hjólum og malar eins og köttur þegar hann æðir um götur borgarinnar öðrum bílstjórum til hrellingar.
Að lokum vill Jarlaskáldið kynna til sögunnar tvo nýja liðsmenn á bloggaralistann. Annar ætti að vera einhverjum lesendum kunnugur þar eð hann prýddi þann lista um tíma en gerðist síðan sekur um aumingjablogg og var kastað út í ystu myrkur. Hann hefur greinilega séð villu síns vegar og iðrast, því nú bloggar hann af þó nokkrum krafti eftir talsvert hlé. Jarlaskáldið hefur því ákveðið að veita honum sinn gamla sess að nýju, Ofur- Sjonni er boðinn velkominn!
Hinn nýi liðsmaðurinn er strangt til tekið ekki bloggari, en ritar þó öðru hverju fréttir af sjálfum sér á heimasíðu sína. Það sem meira er um vert er að hann er einn hinna fræknu V.Í.N.-verja sem hyggja á Ítalíuför eftir rétta 50 daga, en samkvæmt fregnum fjölgar óðum í þeirri ferð enda ekki á hverjum degi sem slíkt einvalalið heldur í víking og ekki skrýtið að fólk vilji taka þátt í því. Þessi liðsmaður ætti að vera mörgum lesenda að góðu kunnur úr ferðasögum Jarlaskáldsins, Snorri pervert!
Að lokalokum vill Jarlaskáldið benda öllum áhugamönnum um fyndni á þessa síðu hér og þá sérstaklega á tvo efstu þættina (Aðalgestir Will Ferrell og Darrell Hammond). Vissulega 40 Mb download hvort um sig, en framlag Triumph the Insult Comic Dog í þessum þáttum er sennilega eitthvað það fyndnasta sem Jarlaskáldið hefur séð lengi. Sjón er sögu ríkari.
Jarlaskáldið hefur ekki sinnt fréttaþjónustu sinni sem skyldi undanfarið, og getur tæpast notað annríki sem ástæðu fyrir því. Verður sennilega að skrifast á leti. En hvað er leti annað en að hvíla sig áður en maður verður þreyttur?
Síðast þegar til Skáldsins spurðist þóttist það ekki lengur nógu fótafúið til að hanga öllu lengur heima og hafði því uppi áætlanir um að mæta til vinnu á fimmtudaginn. Það tókst Skáldinu líka að gera, en dvaldi stutt við, tölvukerfið á staðnum hrundi og því fátt að gera svo Jarlaskáldið ákvða að efna gamalt loforð við hana Hrafnhildi um að heimsækja hana í ný hýbýli hennar í Njarðvík. Var Skáldinu tekið með kostum og kynjum af nýbakaðri móðurinni, kók og súkkulaði enda þekkir hún sinn mann. Eftir nokkuð rabb mætti húsbóndinn heim og stuttu síðar vaknaði yngsti meðlimur fjölskyldunnar. Sýndi hann þessum gesti þónokkra forvitni og lét sig meira að segja hafa það að láta gestinn halda á sér smástund. Sætt. Eftir að hafa hlegið að úrlausnum nokkurra nemenda 6. bekkjar í Íslandssögu hélt Skáldið svo heim á leið og ákvað að fara lengri leiðina, suður að Reykjanesvita og svo austur með ströndinni. Eitthvað mislíkaði honum Lilla holóttur vegurinn og var orðinn draghaltur þegar heim var komið. Maður hefur heyrt að gæludýr fari að líkjast eigendum sínum, en bílar? Sýnir bara að Lilli hefur sál.
Um kvöldið fór Skáldið ekki í fótbolta, og horfði ekki á Bachelor.
Föstudagurinn var ekki tíðindaríkur framan af degi frekar en venjulega, Skáldið þraukaði út sinn vinnudag og allt gott með það, og um kvöldið lét það þá fóstbræður Stefán Twist og Magnús frá Þverbrekku plata sig út úr húsi og á kaffihúsið Ara í Ögri. Þar tæmdum við úr örfáum ölkollum og reyndum að ræða málin, sem var frekar erfitt í fyrstu sakir drykkjuláta aldraðra karlmanna á nærliggjandi borði, en sem betur fer róuðust þeir fljótlega (eða drápust) svo viðræðuhæft varð. Síðar um kvöldið bættust þeir Vignir og félagi hans Höskuldur stílisti á svæðið (svo nefndur vegna smekklegs klæðnaðar hans í nýfarinni Hrafntinnuskersför). Var ákveðið að leita á önnur mið nokkru síðar, fyrst á Kaffibrennslunni en þar var þröng á þingi svo Thorvaldsen varð að lokum fyrir valinu, þó þar væri jafnvel enn fjölmennara. Varð stoppið stutt hvað okkur Stefán og Magnús varðar og mun þessi bæjarferð því seint komast í sögubækur okkar, en að sögn munu þeir Vignir og Höskuldur hafa gert heldur lengra stopp og ástand a.m.k. Vignis eftir því á laugardaginn. Ekki í fyrsta sinn.
Laugardaginn hóf Jarlaskáldið á því að fara ásamt móður sinni og systur í Smáralind að kaupa ýmsar gjafir og fleira smálegt. Einnig kom það við á þeim ágæta stað Pizza Hut og gæddi sér á böku. Gjafirnar keypti Skáldið þar eð því var boðið í afmæli til áðurnefndrar Hrafnhildar um kvöldið og ótækt að koma tómhentur. Hófst sú gleði um sjöleytið en þá bauð afmælisbarnið þeim hjónum Ástmundi og Björgu ásamt Jarlaskáldinu í mat, var maturinn mexikanskur og hinn ljúffengasti, þó Skáldið hafi reyndar látið Ása plata sig út í fullmikið chilipiparát. Ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta sem Skáldið lætur Ása hafa sig út í vitleysu í matarmálum, konfektátið í útskriftarveislu Védísar fyrir réttum fimm árum er Skáldinu enn í fersku minni.
Eftir matinn hófst svo hinn eiginlegi gleðskapur og fór einkar rólega fram, kannski ekki við öðru að búast þar eð gestir voru í miklum meirihluta í barnahugleiðingum, annað hvort nýbúnir að fjölga mannkyninu eða í þann veginn að gera það. Meðalaldur þriggja yngstu gestanna var t.d. um 3 mánuðir. Þó fóru leikar aðeins að æsast þegar við bættist fólk, t.d. áðurnefndir Magnús og Stefán, en einnig þær stöllur Védís og Berglind, svo ekki sé talað um þegar Kjartan og Laufey mættu með ca. 3 vikna gamlan son sinn. Jarlaskáldið leitaði um síðir á fornar slóðir og myndir segja meira en mörg orð.
Hvað svo meira? Jú, sunnudagur fylgdi víst þessu laugardagskvöldi, og var eytt í svefn að mestu framan af, en fljótlega eftir að hafa náð meðvitund rann Skáldinu blóðið til skyldunnar og fór með hann Lilla sinn til bílalæknis. Var læknirinn eins og áður þegar ökutækjum Skáldsins hefur orðið misdægurt Hrói frændi, og var hann fljótur að sjúkdómsgreina Lilla, dempari hafði losnað og því ekki skrýtið að hann væri haltur. Var hann fljótur að kippa því í liðinn, sem betur fer virtist demparinn óskemmdur og því bara skellt undir aftur. Þar sem Hrói hafði ekki áður hitt þennan sjúkling tók hann hann í almenna heilbrigðisskoðun sem leiddi í ljós óþéttan afturhlera og var snarlega bætt úr því. Er Lilli því sprækari en nokkru sinni fyrr þessa dagana, og ekki seinna vænna, því þau undur og stórmerki hafa gerst í henni Reykjavík að þar hefur snjóað! Hefur Lilli verið í essinu sínu síðustu tvo daga, fengið að brúka afl á öllum hjólum og malar eins og köttur þegar hann æðir um götur borgarinnar öðrum bílstjórum til hrellingar.
Að lokum vill Jarlaskáldið kynna til sögunnar tvo nýja liðsmenn á bloggaralistann. Annar ætti að vera einhverjum lesendum kunnugur þar eð hann prýddi þann lista um tíma en gerðist síðan sekur um aumingjablogg og var kastað út í ystu myrkur. Hann hefur greinilega séð villu síns vegar og iðrast, því nú bloggar hann af þó nokkrum krafti eftir talsvert hlé. Jarlaskáldið hefur því ákveðið að veita honum sinn gamla sess að nýju, Ofur- Sjonni er boðinn velkominn!
Hinn nýi liðsmaðurinn er strangt til tekið ekki bloggari, en ritar þó öðru hverju fréttir af sjálfum sér á heimasíðu sína. Það sem meira er um vert er að hann er einn hinna fræknu V.Í.N.-verja sem hyggja á Ítalíuför eftir rétta 50 daga, en samkvæmt fregnum fjölgar óðum í þeirri ferð enda ekki á hverjum degi sem slíkt einvalalið heldur í víking og ekki skrýtið að fólk vilji taka þátt í því. Þessi liðsmaður ætti að vera mörgum lesenda að góðu kunnur úr ferðasögum Jarlaskáldsins, Snorri pervert!
Að lokalokum vill Jarlaskáldið benda öllum áhugamönnum um fyndni á þessa síðu hér og þá sérstaklega á tvo efstu þættina (Aðalgestir Will Ferrell og Darrell Hammond). Vissulega 40 Mb download hvort um sig, en framlag Triumph the Insult Comic Dog í þessum þáttum er sennilega eitthvað það fyndnasta sem Jarlaskáldið hefur séð lengi. Sjón er sögu ríkari.