« Home | „Hann var dáleiddur af allan vodkann“ Svo segir í... » | Gaman er... ...að fara í gott bíó. Í kvöld fór S... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogannað Ó vei mig auman... » | Af afmælum, útskriftum, góðkunningjum lögreglunnar... » | Tilgangslaust Þessi færsla hefur engan tilgang. N... » | NBA spá Jarlaskáldsins tímabilið 2003-2004 Þá fer... » | Fyrir sunnan Hofsjökul Síðast þegar spurðist til ... » | Óhemju hnyttinn titill Nú er föstudagurinn 17. ok... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfyrsta Þau eru nú orð... » | 62 atriði um helgina (100 er ófrumlegt) 1. Vann t... » 

fimmtudagur, nóvember 06, 2003 

Skírn

Eftir ríflega mánaðarlanga íhugun, oftar en ekki undir feldi, hefur Jarlaskáldið loksins fundið nafn á nýja bílinn. Þetta hefur ekki verið þrautalaust, mýmörg nöfn hafa komið til greina, en ekkert þeirra hlotið náð fyrir eyrum Skáldsins fyrr en nú. Þykir Skáldinu nafnið bæði vera afar lýsandi fyrir útlit jeppans en ekki síður skapgerð hans, þar eð hann er nefndur í höfuðið á sögupersónu sem er Skáldinu afar kær. Er sögupersóna þessi þekkt fyrir að hafa bjartsýni og aðra góða siði að leiðarljósi, var hún Jarlaskáldinu góð fyrirmynd á þess yngri árum og notar Skáldið enn hvert tækifæri sem gefst til þess að sjá hana koma fram. Hvað á barnið að heita? Lilli.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates