« Home | Miðvikublogg ið þrítugastaogþriðja Hvað er um að ... » | Af Jarlaskáldsins ríjúnjon og Óminnishegrans afski... » | Skírn Eftir ríflega mánaðarlanga íhugun, oftar en... » | „Hann var dáleiddur af allan vodkann“ Svo segir í... » | Gaman er... ...að fara í gott bíó. Í kvöld fór S... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogannað Ó vei mig auman... » | Af afmælum, útskriftum, góðkunningjum lögreglunnar... » | Tilgangslaust Þessi færsla hefur engan tilgang. N... » | NBA spá Jarlaskáldsins tímabilið 2003-2004 Þá fer... » | Fyrir sunnan Hofsjökul Síðast þegar spurðist til ... » 

föstudagur, nóvember 14, 2003 

Milljón myglaðar marglyttur frá Melrakkasléttu!

Það er ekki bjart upplitið á Jarlaskáldinu þessa stundina. Að öllu jöfnu ætti það að vera í fasta svefni um þetta leyti en það fékk óvænt „frí“ í vinnunni á morgun og ákvað því að vaka aðeins fram eftir. Og af hverju er lund Skáldsins slík, er ekki gaman að fá frí? Nei, ekki þegar ástæðan er u.þ.b. þessi. Jarlaskáldið brá sér nefnilega í fótbolta í kvöld eins og venjulega á fimmtudögum, og ákvað í einhverri fljótfærni þegar nokkuð var liðið á tímann að reyna að leika á einn keppinauta sinna með snjallri gabbhreyfingu. Tókst gabbhreyfingin afar vel, því þegar keppinauturinn ætlaði að hirða boltann af Skáldinu var hann kominn allt annað. Illu heilli greip hann ekki í tómt, því fyrir varð hægri ökkli Skáldsins sem beyglaðist allur með braki og brestum svo Skáldið lá óvígt eftir. Hefur það eytt síðustu stundunum með íspoka á löppinni bryðjandi íbúfen og er harla ósátt við sitt hlutskipti. Vonar það heitt að ökklinn braggist eitthvað næstu daga því meiningin var að skreppa í feitan jeppatúr inn í Hrafntinnusker um helgina. Það yrði nú ekkert stóráfall að missa af því, bara leiðinlegt, en ef ökklinn verður ekki orðinn góður eftir 62 daga mega sumir keppinautar fara að passa sig, Jarlaskáldið verður ekki ábyrgt gjörða sinna. Það hlýtur nú að reddast.

Meira var það ekki. Á morgun ætlar Jarlaskáldið að sofa a.m.k. til hádegis, og gera síðan ekki neitt. Fínt að gera það á launum.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates