Miðvikublogg ið þrítugastaogfjórða
Stundum þegar það er rosalega mikið að gera hjá manni hugsar maður um allt sem maður (ekki er þetta góður stíll, maður í öðru hverju orði!) kemur ekki í verk af þeim sökum og hvað það væri nú óskandi að hafa tíma til að gera þetta allt, lesa Laxness og Íslendingasögurnar, fara í Húsdýragarðinn og á listasýningar, taka til í herberginu, heimsækja ömmu og afa, labba um í Heiðmörk o.s.frv. o.s.frv. Svo þegar maður hefur tíma til þess, gerir maður þá eitthvað? Onei.
Jarlaskáldið hefur nefnilega haft ansi mikinn frítíma undanfarna daga. Ástæðan ætti að vera lesendum kunnug, hægri löppin er lítt eða ekki nothæf eftir misheppnað tuðruspark, og Skáldið því eytt dögunum heima við með fætur upp í loft (að læknisráði, nota bene). Það ætti að afsaka Skáldið frá því að heimsækja ömmu og afa og öðru sem felur ferðalög í sér en gefur því enga ástæðu til að lesa ekki þá ófáu hillumetra af bókum sem það hefur sankað að sér í gegnum árin og hefur alltaf ætlað að lesa en gerir aldrei. Nei, þess í stað sefur Skáldið til hádegis, fær sér svo að éta, kíkir á netið og sest því næst fyrir framan imbann og hreyfir sig vart þaðan það sem eftir lifir dags.
Einhverjir kynnu að halda að þetta væri mikið sældarlíf. Það er það ekki. Þetta er eiginlega eins leiðinlegt og það getur verið. Þessi orð koma frá manni sem unnið hefur sem næturvörður, og ætti því að þekkja leiðindi. Jújú, var svo sem ágætt fyrsta daginn, og kannski þann annan líka, en eftir viku er þetta orðið dálítið þreytt. Af þeim sökum og þar eð löppin atarna virðist vera aðeins að rétta úr kútnum ætlar Skáldið að gera tilraun til að mæta til vinnu á morgun og leggja sín lóð á vogarskálar efnahagslífsins. Eða eitthvað.
Þess ber að geta að Jarlaskáldið ætlaði sér að birta myndir af löppinni á netinu en hætti við, það er viðkvæmt fólk þarna úti. Látum þetta nægja: Blá.
Ef að Jarlaskáldinu tekst að þrauka út vinnuvikuna án erfiðleika (og jafnvel þó það takist ekki) ætlar það að bæta fyrir aðgerðaleysi síðustu helgar með því að mæta til gleðskapar hjá frk. Hrafnhildi Dóru Hrafnkelsdóttur sem hefur boðað til veislu á laugardaginn í tilefni 26 ára afmælis hennar (sem var einmitt í gær, síðbúnar hamingjuóskir með það!). Ætlar Skáldið þó að ganga hægt um gleðinnar dyr (tæpast fært um annað, hehe), og líkast til mun það hafa hægt um sig ca. næsta mánuðinn, a.m.k er ljóst að tuðruspark verður ekki iðkað meira á því herrans ári 2003 hvað Skáldið varðar.
Og að lokum: fokking 55 dagar!
Stundum þegar það er rosalega mikið að gera hjá manni hugsar maður um allt sem maður (ekki er þetta góður stíll, maður í öðru hverju orði!) kemur ekki í verk af þeim sökum og hvað það væri nú óskandi að hafa tíma til að gera þetta allt, lesa Laxness og Íslendingasögurnar, fara í Húsdýragarðinn og á listasýningar, taka til í herberginu, heimsækja ömmu og afa, labba um í Heiðmörk o.s.frv. o.s.frv. Svo þegar maður hefur tíma til þess, gerir maður þá eitthvað? Onei.
Jarlaskáldið hefur nefnilega haft ansi mikinn frítíma undanfarna daga. Ástæðan ætti að vera lesendum kunnug, hægri löppin er lítt eða ekki nothæf eftir misheppnað tuðruspark, og Skáldið því eytt dögunum heima við með fætur upp í loft (að læknisráði, nota bene). Það ætti að afsaka Skáldið frá því að heimsækja ömmu og afa og öðru sem felur ferðalög í sér en gefur því enga ástæðu til að lesa ekki þá ófáu hillumetra af bókum sem það hefur sankað að sér í gegnum árin og hefur alltaf ætlað að lesa en gerir aldrei. Nei, þess í stað sefur Skáldið til hádegis, fær sér svo að éta, kíkir á netið og sest því næst fyrir framan imbann og hreyfir sig vart þaðan það sem eftir lifir dags.
Einhverjir kynnu að halda að þetta væri mikið sældarlíf. Það er það ekki. Þetta er eiginlega eins leiðinlegt og það getur verið. Þessi orð koma frá manni sem unnið hefur sem næturvörður, og ætti því að þekkja leiðindi. Jújú, var svo sem ágætt fyrsta daginn, og kannski þann annan líka, en eftir viku er þetta orðið dálítið þreytt. Af þeim sökum og þar eð löppin atarna virðist vera aðeins að rétta úr kútnum ætlar Skáldið að gera tilraun til að mæta til vinnu á morgun og leggja sín lóð á vogarskálar efnahagslífsins. Eða eitthvað.
Þess ber að geta að Jarlaskáldið ætlaði sér að birta myndir af löppinni á netinu en hætti við, það er viðkvæmt fólk þarna úti. Látum þetta nægja: Blá.
Ef að Jarlaskáldinu tekst að þrauka út vinnuvikuna án erfiðleika (og jafnvel þó það takist ekki) ætlar það að bæta fyrir aðgerðaleysi síðustu helgar með því að mæta til gleðskapar hjá frk. Hrafnhildi Dóru Hrafnkelsdóttur sem hefur boðað til veislu á laugardaginn í tilefni 26 ára afmælis hennar (sem var einmitt í gær, síðbúnar hamingjuóskir með það!). Ætlar Skáldið þó að ganga hægt um gleðinnar dyr (tæpast fært um annað, hehe), og líkast til mun það hafa hægt um sig ca. næsta mánuðinn, a.m.k er ljóst að tuðruspark verður ekki iðkað meira á því herrans ári 2003 hvað Skáldið varðar.
Og að lokum: fokking 55 dagar!