« Home | Af Jarlaskáldsins ríjúnjon og Óminnishegrans afski... » | Skírn Eftir ríflega mánaðarlanga íhugun, oftar en... » | „Hann var dáleiddur af allan vodkann“ Svo segir í... » | Gaman er... ...að fara í gott bíó. Í kvöld fór S... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogannað Ó vei mig auman... » | Af afmælum, útskriftum, góðkunningjum lögreglunnar... » | Tilgangslaust Þessi færsla hefur engan tilgang. N... » | NBA spá Jarlaskáldsins tímabilið 2003-2004 Þá fer... » | Fyrir sunnan Hofsjökul Síðast þegar spurðist til ... » | Óhemju hnyttinn titill Nú er föstudagurinn 17. ok... » 

miðvikudagur, nóvember 12, 2003 

Miðvikublogg ið þrítugastaogþriðja

Hvað er um að ske? Fátt, en alltaf eitthvað.

Helst hefur borið til tíðinda í þessari viku að Ítalíuförum hefur borist myndarlegur liðsauki. Dýrleif (jafnan nefnd frú Toggi á síðu þessari henni til nokkurs ama) reið á vaðið á mánudaginn flestum að óvörum því ekki hafði hún haft hátt um þessar fyrirætlanir sínar. Ber að fagna komu hennar, því aldrei eru of margir í hreingerningadeildinni auk þess sem það getur reynst afar gott að hafa læknismenntaða manneskju með í för. Bravó.
Í dag bættist svo við annar ferðalangur, og var öllu meiri aðdragandi að þeirri aukningu. Er það sjálfur Magnús Blöndahl sem ákveðið hefur að gefa öllum blankheitum langt nef og drífa sig með, enda var það orðið honum fullljóst að hann biði þess seint bætur að sitja heima um miðbik janúarmánaðar. Að vísu er þetta ekki allt klappað og klárt enn því hótelgisting er eitthvað sem enn á eftir að redda en ef það lukkast sem allar líkur eru á má búast við að innrás VÍN-verja á ítalska grundu á næsta ári muni gefa atlögu Hannibals ins púnverska og fíla hans lítið eftir. Jawohl, kanna kanna, prego prego!

Í gær var Jarlaskáldinu sá sómi sýndur að ónefndur bloggari hér í bæ valdi það sem „símavin“ í spurningaleiknum Viltu vinna milljón?. Þurfti Skáldið því að vera því viðbúið nokkra stund að síminn hringdi, sem hann og gjörði, en þar var einungis á ferð starfsmaður þáttarins að biðja Skáldið um að vera viðbúið, sem það þegar var. Aldrei kom svo kallið því samkvæmt fréttum varð þetta heldur endasleppt hjá keppandanum þó svo hann hafi farið síður en svo tómhentur heim. A.m.k. hefði vinningsupphæðin fleytt Skáldinu langleiðina til Ítalíu og heim aftur, en það verður ekkert sem Visa-rað ræður ekki við.

Næsta helgi? Eitthvað verður sýslað við þá þó hart sé í ári (hvenær er það ekki?), þeir VÍN-verjar sem ekki eru haldnir öræfaóttanum ógurlega hyggja á einhverja landvinninga um helgina, væntanlega verður litið inn á Fjallabak eða Sprengisand, verður bara ákveðið þegar þar að kemur. Að sjálfsögðu fer Skáldið með, því eftir að hafa dottið ofan í pottinn í æsku a la Steinríkur er það algjörlega ónæmt fyrir öræfaóttanum ógurlega. Kannski er þetta eitthvað sem Kári gæti rannsakað, að finna genið sem veldur þessu? A.m.k. hafa ansi margir orðið fyrir barðinu á þessari skæðu farsótt í haust.

Eitthvað meira? Já, eflaust, en varla nógu merkilegt til að eyða tíma í. Kannski bara þetta:

Ruud van Nistelrooy er óheiðarlegasti knattspyrnumaður í heimi.

(Var síðasta helgi svona?)

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates