« Home | Óhappaskáldið Ojæja, þá er maður loksins búinn að... » | Það held ég nú » | NBA-spádómur Jarlaskáldsins 2004-2005! Það gekk ý... » | Miðvikublogg ið fertugastaogsjötta Uss, langt síð... » | Der Alte Jamm, Jarlaskáldið er orðið löggilt gama... » | Ammæli Í dag á Jarlaskáldið ammæli. Það er 21 árs... » | Handbendi Baugsveldisins að nýju? Það er víst aðe... » | La Grande Buffe Jarlaskáldið liggur banaleguna. Þ... » | Aumt er það! Núnú, er svo illa komið fyrir Jarlas... » | Það hlaut að koma að því Loksins! » 

mánudagur, nóvember 15, 2004 

Aumingjabloggari vaknar

Jarlaskáldið hefur barasta verið allt of upptekið undanfarið til að skrifa eitthvað á þessa síðu. Það er að vísu lygi. Það er bara letingi, og því minna sem það hefur að gera, þeim mun latara verður það. Jafnvel bara það að setjast fyrir framan tölvu og skrifa einhverja vitleysu úr reynslubankanum vex því svo í augum að það horfir bara áfram á sjónvarpið. Engin furða, með allar þessar nýju stöðvar...

Í síðustu viku sýndu foreldrar Jarlaskáldsins það vítaverða ábyrgðarleysi að hverfa af landi brott um nokkurra daga skeið og komu reyndar ekki heim fyrr en í gærkvöld. Þurfti því Skáldið að bjarga sér sjálft um skeið og kom það sér því vel að það var megavika. Á föstudagskvöld fór það reyndar ásamt Snorra tilvonandi Grænlendingi á KFC til að næra sig, en hafði fyrr um kvöldið stritað góða stund við að lesa yfir ritgerð fyrir pilt og það kauplaust. Smá innsýn í veruleika kennara, en ekki nóg til að fá samúð með þeim. Kvöldinu var svo eytt í mest lítið, hápunktur þess var líklega að horfa á það mikla listaverk Hefnd busanna. Aldeilis hreint fín mynd það og jafnvel betri en í minningunni.

Jarlaskáldið vaknaði fyrir allar aldir á laugardaginn og fór að vinna. Það var eiginlega alveg laust við að vera gaman. Skáldið fékk að vísu meiri kjúlla frá KFC að éta, það bjargaði einhverju. Um kvöldið boðaði það svo til mikillar veislu. Í hana mættu alls þrír. Stefán mætti langfyrstur manna og þónokkru síðar frk. Alda, en henni bauð Skáldið reyndar bara af því það var að vona að hún myndi kannski taka til. Sem hún gerði alls ekk. Jú, og Toggi leit einnig við, en ólíkt öðrum gestum lét hann allt brennivín í friði. Það var reyndar hið besta mál, því þegar líða tók á kvöldið fór fólk að langa á lendur skemmtanalífsins og var Toggi plataður til skutls á nýja Passatnum sínum. Lancerinn seldur, eftirsjáin eðlilega mikil. Að ráði Öldu lauk för þeirri á þeim ágæta stað 22, líkt og helgina á undan, en það er önnur saga. Ekki staldraði Stefán lengi þar, og er hann því úr sögunni, en Skáldið og Alda héldu öllu lengur til þar. Þónokkuð lengur m.a.s. Þarna var jú fussballspil og það er skemmtilegt, þó árangur hafi verið upp og ofan þessa nóttina einhverra hluta vegna. Hið sama má síðan segja um árangurinn á dansgólfinu, en þar sem lesendur þessarar síðu eru upp til hópa sómakært fólk verður ekki farið nánar út í það. Celebar voru nokkrir á staðnum, þeirra frægastur líklega Megas. Heim var haldið sem fyrr segir seint, með viðkomu á Hlölla þar eð Nonni var búinn að loka, 2500 kall í leigubíl, sem skilaði Skáldinu heim undir morgun. Ágætt.

Helgin þar á undan? Ósköp svipuð...

Rétt er að vekja athygli lesenda á því að sá mæti maður Þorvaldur er getið er hér að ofan rekur afar myndarlega myndasíðu á netinu og hefur eftir nokkuð hlé uppfært hana með glæsilegum myndum úr túrum eins og þessum sem farinn var í Áfangagil í janúarbyrjun, þessum sem var farinn í Tjéllingafjöll í júníbyrjun, að ógleymdum þessum túr sem endaði í Þjórsárdal í lok júlí, svo ekki sé minnst á þennan árvissa túr í Mörkina í FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð. Þarna má m.a. sjá myndir af Lilla að leika sér í snjó og ofan í á, auk þess sem Jarlaskáldið sýnir glæsilega takta og síður glæsilega takta. Eins og gengur...

Nýir bloggarar mættir á svæðið, Ríkey og Eyfi blogga sem mest þau mega frá Österreich og fara mikinn. Check it out...

Að lokum þá barst Jarlaskáldinu skeyti í dag. Efni skeytisins var allgleðilegt, því Skáldinu mun vera boðið að verða viðstatt brúðkaup í byrjun næsta árs. Brúðkaupið er reyndar ansi snemma á næsta ári, svo snemma reyndar að líkast til verða veisluhöld með minna móti á gamlárskvöld. Maður hlýtur nú að geta frestað því um sólarhring og munað í staðinn eftir áramótunum svona til tilbreytingar, er það ekki? Er það?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates