« Home | Johnsen í Húsafelli » | Grillað í Húsafelli » | Skáldið skuldar   Jæja, það er orðið official, J... » | Hnyttin fyrirsögn   Nöjnöjnöj, allt að gerast hj... » | Leti Það hlýtur nú bara að fara að koma að því að... » | Blogga? Var í Mörkinni, er á leið til Eyja, og í ... » |   Stebbalingur að skoða ofan í húddið hjá Magga... » | » | » | » 

miðvikudagur, júlí 28, 2004 

Miðvikublogg ið fertugastaogfimmta

Langt síðan maður skrifaði miðvikublogg. Sennilega var góð ástæða fyrir því að því var hætt. Ojæja, það er komið aftur í bili, for better or worse.  Og frá einhverju er að segja...

FERÐASAGA 3: EYFIRÐINGAVEGUR-HLÖÐUVELLIR-GEYSIR-LAXÁRGLJÚFUR-ÞJÓRSÁRDALUR
 
Síðasta helgi var eins og margar aðrar, Skáldið brá sér út fyrir borgarmörkin og að þessu sinni var farið um fáfarnari slóðir en oft áður. Forsaga málsins er sú að eins og margir lesenda þekkja hefur síðasta helgin í júlí jafnan verið notuð til að fagna afmæli Vignis nokkurs Jónssonar í skógi vöxnum Þjórsárdalnum (t.d. árin 2002 og 2003)  og í ár var meiningin að gera slíkt hið sama. Ekki þótti mönnum þó nóg að rúnta bara þjóðveginn uppeftir og setjast að sumbli heldur fara einhverja fjallabaksleið og gera almennilegan jeppatúr úr þessu. Í ferð þessa bókuðu sig þeir Stefán og Vignir á Willa, Andrésson, Eyfi og Toggi á Bláu eldingunni, og að lokum Jarlaskáldið á Lilla ásamt leynigesti. Leynigesturinn reyndist vera Danni djús (í miðjunni á þessari mynd) sem áður er getið í Ferðasögu 1: Húsafell, en þar gerðist hann áhugasamur mjög um starfsemi VÍN, sendi stjórn formlega inntökubeiðni stuttu síðar og var gert að mæta í ferð þessa til að sjá hvort hann stæðist kröfur VÍN-verja til inngöngu. Hittingur var á Essó í Mosfellssveit og eftir að hafa keypt nauðsynlegar vistir var ekið austur Mosfellsheiðina á föstudagskvöldinu upp úr áttaleytinu og stefnt á Þingvelli. Þaðan var ekið norður í átt að Uxahryggjum en við Lágafell var beygt til hægri við afleggjara sem vísaði á Hlöðuvelli, svokölluð Eyfirðingaleið.  Þar var mýkt í dekkjum en síðan haldið áfram gegnum drullu og grjót í rigningarsudda og var það hið mesta fjör. Helst bar til tíðinda á ferð þessari að Skáldið dróst eilítið aftur úr á leiðinni þegar nálgast tók Hlöðuvelli þar sem gista skyldi, og í einni torfæruna fór ekki betur en svo að Skáldið festi Lilla svo flott að tvö hjól stóðu í lausu lofti og hin tvö föst uppi í hjólaskálinni. Sæmileg krossun það. Ekki datt ferðafélögunum í hug að hjálpa enda löngu farnir en Skáldið og djúsinn dóu ekki ráðalausir, hlóðu smá grjóti undir annað lausa dekkið til að ná gripi og Lilli sá um rest enda knár þótt smár sé.  Að þessu loknu var stuttur spölur í Hlöðuvallaskála þar sem ákveðið var að gista. Einhverjir tappar voru þar dregnir úr flöskum og glatt á hjalla þegar á leið, en eitthvað virtist þó umræðan um fjölmiðlamál fara út og suður og jafnvel út í vitleysu svo flestir fóru að sofa eftir hana. Djúsinn stóð sig ágætlega á þessum fyrsta degi, mætti bæta sig sem kóari í bíl en kom sterkur inn með því að láta Stólísnæjuna ganga í skálanum. Fleiri þrekraunir biðu. 

Risið var úr rekkju á sómasamlegum tíma á laugardeginum og þvert á veðurspá var veður hið besta, sól og brakandi blíða. Að hefðbundum morgunverkum lokið var haldið áfram, þó Skáldið hafi reyndar tekið sér aukarúnt til að leita símans síns. Hann fannst oní poka. Ekið var um ýmsa krákustigu upp á línveginn sunnan Langjökuls og þaðn til austurs, en línvegurinn var sæmilega greiðfær svo að eftir skamma stund vorum við komnir niður að Geysi. Þar var að sjálfsögðu stútað nong í klebbi en síðan haldið för áfram. Lá leiðin yfir Hvítá við Brúarhlöð, þar gerð smá bið til að bíða eftir Bláu eldingunni sem villtist, en svo haldið áfram upp á línuveginn sem liggur milli Þjórsár og Hvítár. Gekk það svona líka prýðilega enda djúsinn allur að koma til sem kóari. Við afleggjarann að Laxárgljúfrum var ákveðið að tékka á þeim enda hafði enginn skoðað þau áður. Þangað var stutt og ekki sá maður eftir þeirri ferð,  því þar nýtti Skáldið ásamt Vigni og Eyfa (heljarmennin) tækifærið til að dýfa sér á kaf í ána sem var KÖLD! Sem betur fer var bongó. Eftir þetta var nestispása þar sem menn öfunduðust út í söbb Skáldsins en svo brunað áfram. Á leiðinni er sem kunnugt er farið yfir fullt af ám og sumum oft og fór Lilli líkt og aðrir létt með þær.  Kíktum við á Háafoss í lokin en síðan rúntað niður í Þjórsárdal og lagst í sólbað. Þangað komu fljótlega gestir, fyrst Magnús Blöndahl sem kom á bílnum hans Eyfa sem fór heim, sannkölluð innáskipting. Einnig mætti frú Toggi en staldraði heldur stutt við. Á dagskránni voru annars hefðbundin aðalfundarstörf, grill og öl, og fór að mestu vel fram. Djúsinn stóð sig enn vel og lét Stolyuna ganga af krafti. Um miðnætti birtist síðan seinni leynigestur ferðarinnar, Alda lét sig hafa það að keyra úr bænum eftir sms-áeggjanir og taka þátt í stuðinu. Lagaðist þá kynjahlutfallið aðeins, 7-1. Eitthvað var svo brallað fram eftir nóttu, en merkilegast þótti þó að Skáldið entist lengst ásamt konunni. Einnig varð Skáldið þess heiðurs aðnjótandi að fá að hýsa eina kvenmanninn um nóttina, og var sanngjarnari skipting á plássinu en síðast.

Sunnudagur var basically: konan fór heim að vinna, að henni var hlegið, sund í Reykholti, KFC á Selfossi, heim. Brill. Var það samdóma álit dómnefndar að Danni djús hafi staðist fyrsta áfanga inntökuprófs VÍN. Enn er þó langt í land.

Jamm, þetta var ferðasagan...

...en var Skáldið búið að nefna að það er að fara til Eyja eftir ekkert svo mjög marga klukkutíma? ÚÚÚÚÚÚÚJJJJJJJJJEEEEEEEEEEE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þið hin sem ekki farið þangað, hnuss....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates