Óhappaskáldið
Ojæja, þá er maður loksins búinn að manna sig upp í að skrifa eilitla frásögn um atburði þarsíðustu helgar. Eilitla, nei, ætli hún verði ekki löng? Það er venjan. Lesið áfram á eigin ábyrgð:
Eins og áður er getið (rosalega notar maður þennan frasa oft) hugðist Jarlaskáldið halda í mikla för með Flubbum um ca. mitt landið um þarsíðustu helgi, og sko til, það var gert, en leikurinn barst þó mun víðar en stefnt var á. Byrjum þó á byrjuninni. Hana má sennilega setja um 7-leytið á föstudaginn síðasta þegar félagi vór Stefán mætti í Kleifarselið á lífsförunaut sínum, Jeep Willys árgerð 1982. Skáldið hlóð drasli sínu inn (þ.á m. sínum glænýja forláta svefnpoka) og lá leiðin því næst til svindlaranna og glæpamannanna hjá Skeljungi, að vísu með smá viðkomu í kjörbúð. Hjá bófunum hittum við fyrir einhverja 12-13 Flubba á sex skrjóðum og eyddum ófáum aurum í að láta taka okkur í ósmurðan afturendann í bensínkaupum. Að því loknu lá leiðin um kunnuglegar slóðir austur fyrir fjall og næsta stopp gjört hjá höfuðdjásni Suðurlands, kjúklingastaðnum í Hnakkaville. Þar átu menn, sumir meira af vilja en mætti (Ólympíuandinn), og svo haldið áfram. Halli Kristins gerði reyndar gott betur en að éta, því hann fleygði einnig debetkortinu sínu. Óvart reyndar.
Gerðist svo fátt merkilegt um hríð, á meðan ekið var áfram í norðaustur þar til komið var að Hrauneyjum. Þar var hinum þyrstari gefið að drekka (bílum þ.e.) og sumir litu við á Biskupnum og Fógetanum. Prestsfrúin og madamman fengu frið, enda kvenfólk ekki með í för. Svo var enn haldið áfram og nú norður í átt að Sprengisandi. Við Stefán byrjuðum reyndar á að taka smá aukarúnt um Vatnsfellsvirkjun og nágrenni, án þess að hafa ætlað okkur það, en náðum fljótlega hópnum enda hafði Andrésson, titlaður forsprakki fararinnar lánað okkur prýðisgóða vhf-talstöð til að samskipti gætu gengið sem greiðast fyrir sig. Stefán notaði hana reyndar fyrst og fremst til að tjá andúð sína á díselknúnum farartækjum, en það er ekkert nýtt.
Eftir því sem norðar dró fór veður að breytast. Í upphafi var orðið (er manni sagt), en svo fór að rigna, og svo að slydda, og loks að snjóa. Eftir nokkurn spöl fór m.a.s. að sjást snjór á veginum, svo litlir skaflar, og braust að lokum út mikið fagnaðaróp þegar fyrsta bílnum tókst að festa sig. Fyrsta festa vetrarins er alltaf svolítill áfangi. Merkilegt nokk var það Breska Heimsveldið sem það gerði. Minnkaði meðalhraði eðlilega þegar snjórinn tók að aukast en ekki er hægt að tala um neitt vesen af þeim sökum þessa aðfararnótt laugardags, og á slaginu 3 um nóttina komumst við á áfangastað, Nýjadal, eftir áfallalausan akstur. Það var svo sem ekki mikið gert þar annað en að menn rifu í sig smá næringu, og héldu svo til hvílu. Jarlaskáldið fékk að prufukeyra svefnpokann góða og boj ó boj, djöfuls snilld sem hann er. 6 stiga frost inni í kofanum og skáldið svaf bara á brókinni. Reyndar þurfti það að deila hvílu sinni með karlmanni, en það er alger óþarfi að ræða það frekar.
Jarlaskáldið vaknaði við einhverja vekjaraklukku um níuleytið morguninn eftir og var eins og aðrir ekkert á því að dröslast á fætur eftir ca. 5 tíma svefn. Það gerði það þó fljótlega því ekki dugði að drolla, nóg af akstri fram undan. Eða svo héldum við. Menn rifu í sig næringu og pökkuðu niður á tæpum klukkutíma og hófu svo að koma bílunum í gang. Það gekk sæmilega vandræðalaust, allir voru þeir ágætlega hélaðir svo skafan var dregin upp, og þegar allir voru tilbúnir voru myndavélar dregnar upp og náðist þar þessi fína mynd af hópnum.
Var svo haldið áfram norður á ellefta tímanum, og stefnan tekin á Laugafell. Það var sem fyrr áfallalaus ferð, ein og ein festa öðru hverju svo það þurfti stundum að hleypa aðeins úr og jafnvel brúka spottann. Aðeins í neyðartilvikum samt. Á leiðinni voru einhver vatnsföll, og mátti hafa af þeim nokkuð gaman. Í Laugafell komum við svo í kringum þrjúleytið og byrjuðu menn þar á að næra sig auk þess sem sumir prófuðu upphituð salernin. Ekki þótti síðan annað koma til greina en að hafa umferð í Sprettlellahlaupi, og var laugin dúndurgóð, þó græn væri.
Áfram héldum við, og ókum í ca. kortér þar til komið var að ísilagðri á. Að fróðra manna sögn átti hún að vera lítið mál svo fyrsti bíllinn skrölti yfir og hélt ísinn honum þótt vel hafi brakað í honum. Hið sama var að segja um annan og þriðja bílinn en þegar fjórði bíllinn, FBSR2 sem vegur hátt á þriðja tonn, hélt út á ísinn hlaut eitthvað undan að láta, sem það og gerði. Hófust þá björgunaraðgerðir. Fyrst var reynt að kippa skrjóðnum upp en það reyndist vonlaust, svo reynt að spila hann upp en það gekk ekki, en að lokum tókst að spila hann upp með því að skipta um spil og taka öflugra af bílnum hans Jóns. Ekki gekk það samt betur en svo að vinstra afturdekk rifnaði og affelgaðist á bólakafi. Voru þá góð ráð dýr. Því máli redduðu þeir bræður Jón og Bjarni, því vitaskuld voru þeir með froskmannabúninga meðferðis og dembdu sér bara ofan í vökina og komu dekkinu á land. Að sjálfsögðu.
Dekkið fór svo aftur undir eftir drjúga stund þar sem tappað var í gat og tókst að lokum að spila bílinn upp á land, ca. tveimur tímum eftir að hann lagði út á ísinn. Ágætis árangur það.
Þegar þarna var komið sögu voru sumsé fjórir bílar komnir yfir, og þrír áttu það eftir. Steini á Datsun Patrol fékk það verðuga verkefni að reyna sig næstur við ána. Eftir á að hyggja var það ekki sérlega góð hugmynd. Svo vægt sé til orða tekið. Út í lagði hann, fór fyrst með framdekkin ofan í vök og sat þar fastur. Var kippt í hann frá hinum bakkanum þannig að hann fór allur ofan í vökina og þá fyrst byrjuðu vandræðin, áin var þónokkuð djúp og kagginn sat alveg pikkfastur. Ekki nóg með það heldur byrjaði að flæða inn í hann auk þess sem allur rafmagnsbúnaður varð alveg spinnegal, t.d. sýndi hraðamælirinn þessa stöðu meðan jeppinn var fastur ofan í ánni. Ekki gott mál. Fyrst var reynt að spila bílinn upp með spilinu á FBSR2 sem var kominn yfir en það hreinlega réð ekki við verkið, hvað þá að reyna að kippa í með spotta. Þá var næsta lausnin að reyna að spila hann upp til baka en þá klikkaði spilið hjá Jóni og vildi ekkert fyrir okkur gera. Þá var annar kostur reyndur sem var að kippa hressilega í hann með spotta. Það var gert nokkrum sinnum en með litlum árangri, þar til spottinn hreinlega slitnaði við átökin og braut afturrúðuna í Pattanum við afturkastið. Eins gott að enginn varð fyrir því. Hvað var þá eftir að gera? Jú, ekkert annað en að rifja upp "ljúfar" minningar frá Grímsvatnatúrnum fyrir tæpu ári síðan, rífa upp járn- og álkarla og skóflur og brjóta skrjóðnum leið út úr prísund sinni. Það tókst þótt hægt gengi, og mikill fögnuður þegar bíllinn losnaði loks tæpum þremur tímum eftir að hann lagði út í ána.
Næsta mál: kanna skemmdir eftir átökin. Þær voru því miður talsverðar. Fyrir utan skemmdir vegna vatns var afturrúðan sem fyrr segir brotin, stýrisbúnaður farinn í kássu, bretti og brettakantar og stuðarar beyglaðir og brotnir auk eflaust slatta annarra skemmda sem of langt mál yrði að telja upp. Ansi dýrt spaug þessi Hnjúkskvísl.
Þarna var ljóst að Patrolinn færi ekki lengra, og enginn hafði mikinn áhuga á að reyna meira við þessa á. Þar sem fjórir bílar voru komnir yfir en tveir áttu það eftir var ekki annað að gera en að láta leiðir skilja, þeir sem komnir voru yfir héldu nokkurn veginn upphaflegri áætlun og stefndu á Ingólfsskála, en Jarlaskáldið var ekki í þeim hópi og er hann því úr sögunni í bili. Við sem eftir voru, Stebbinn og Jarlaskáldið og þeir froskmannabræður ásamt viðbótunum Steina og Kjartani, fengum okkar skerf af lambalærunum sem ætlunin hafði verið að grilla í Ingólfsskála, og snerum við í átt að Laugafelli. Þar hittum við fyrir stóran hóp frá einhverjum af bensínbófunum (skiptir ekki máli hvaða fyrirtæki það var, þeim er víst öllum stjórnað sameiginlega), og Jón tók sig til og hringdi í björgunarsveitina Súlur á Agureyri til að kanna hvernig leiðin til Agureyrish væri um þetta leyti. Þeir sögðu okkur að ef við værum ekki hræddir við smá hliðarhalla ætti leiðin niður í Eyjafjörð að vera pís of keik og buðu okkur einnig gistingu ef við þyrftum. Tókum við því boði með þökkum og lögðum af stað til Agureyrish eftir að við höfðum fengið okkur smá næringu. Þá hafði reyndar einn Patrol frá bensínbófunum slegist með í för, sem var hið besta mál því hann var mjög duglegur að troða fyrir okkur leið. Þarna var klukkan farin að ganga í ellefu um kvöldið og reiknaðist okkur til að ef vel gengi ættum við að vera komnir svona um eitt-tvöleytið til Agureyrish enda stutt leið skv. korti. Það fór ekki alveg eins og gert var ráð fyrir.
Í fyrsta lagi þá var heilmiklu meiri snjór þarna en við höfðum rekist á áður, enda liggur leiðin í rúmum 900 metrum, svo bílarnir (Willy var oftast sökudólgurinn) voru að festa sig trekk í trekk. Við mjökuðumst þó alltaf áfram þó hægt gengi. Eftir drjúga stund komum við svo að afar brattri brekku sem liggur niður í Eyjafjarðardal og þá fyrst byrjaði fjörið. Hliðarhallinn sem okkur hafði verið sagt frá reyndist nefnilega heldur meiri en okkur grunaði, sem Jón komst skyndilega að þegar hann var næstum búinn að velta bílnum og hefði það gerst hefði hann endað einhverjum tugum metra neðar. Upp með skóflurnar og mokað undan bílnum þar til hann rétti sig bærilega af, og næstu klukkustundirnar fóru bókstaflega í það að moka sig í gegnum Eyjafjarðardalinn ofanverðan, því alls staðar lá slóðinn utan í fjallshlíðum og snjórinn hafði skafið þannig að bílarnir áttu ekki séns á að komast fyrir hliðarhalla. Aldeilis hreint gaman að eyða sunnudagsmorgni í þetta!
Smátt og smátt fórum við svo að lækka og snjórinn að minnka og að lokum var hægt að keyra af einhverju viti, en þá var líka farið að birta. Einhvern veginn tókst okkur svo að halda okkur vakandi til að keyra til Agureyrish, og vorum þangað komnir klukkan níu um morguninn, 24 tímum eftir að við vöknuðum, allsúrir. Merkilegt nokk nenntum við ekki að grilla lambalærin sem við höfðum haft með okkur, heldur héldum inn í ansi myndarlegt húsnæði björgunarsveitarinnar Súlna, fundum okkur bedda og sofnuðum svefni hinna réttlátu. Það var ekkert sérstaklega vont að fara úr rennblautum skóm sem höfðu blotnað einhverjum 14 tímum áður...
Klukkan var víst að verða þrjú þegar maður loksins skreið á lappir síðar sama dag, og þá höfðu þeir JónFús og Steini þegar farið út í bakarí og keypt sérbökuð vínarbrauð og kók í morgunmat, eða líklega frekar miðdegiskaffi, þó við værum nývaknaðir. Að áti loknu gengum við frá eftir okkur og skráðum þakkir vorar í gestabók, eiga Súlnamenn miklar þakkir skildar. Eitthvað voru menn að gæla við að fara aftur upp á Sprengisand og reyna að bjarga Pattanum en sem betur fer var horfið frá því, og stefnan tekin þess í stað í sund. Það veitti ekki af. Svo var enn einum bensíndreitlinum bætt á kaggann og stefnan tekin heim, en samkvæmt fregnum hafði restin af hópnum komist í Ingólfsskála síðla nætur eftir eitthvert basl, og þeir grilluðu. Á leið þaðan hafði síðan dekk gefið sig á FBSR2, og biðu þeir okkar í Varmahlíð á meðan dekki var reddað. Öxnadalsheiðin var skemmtileg að vanda, og í Varmahlíð hittum við Andrésson og fleiri eins og um var rætt, en ekkert bólaði á ferðafélögum okkar um Eyjafjörð. Hafði dekk víst gefið sig á leiðinni og þeir snúið við til Agureyrish, sjaldan er ein báran stök. Ekki nenntum við að bíða eftir þeim enda lítil hjálp í okkur, svo við héldum bara áfram og sosum fátt af þeirri ferð að segja, fengum pulsur á Brú og vorum orðnir heldur þreyttir á Holtavörðuheiðinni. Vorum við því farnir að hlakka til að komast heim þegar við vorum að nálgast Bifröst, en hvað haldiði, auðvitað var ekki komið nóg af veseni, vatnsdælan í Willa gaf sig og hann því ekki á leið lengra. Æði.
Við vorum vitaskuld utan gsm-sambands og með hálfdauða síma hvort sem er, svo það var ekki annað að gera en að rölta að næsta bóndabæ og fá að hringja. Var okkur tekið með kostum og kynjum, og reyndum svo að hringja í ýmsa. Jón og félagar voru nýlagðir af stað frá Agureyri svo lítið var á þeim að græða. Andrésson flutti okkar síðan þær fregnir að hann hefði þurft að skilja sinn FBSR2 eftir í næsta nágrenni vegna rifins dekks, annað dekkið þá helgi hjá honum. Þá var fátt eftir oss til bjargar, og að lokum var ekki um annað að ræða en að láta sækja sig og skilja kaggann eftir. Voru hjónin að Hraunsnefi svo almennileg að bjóða okkur í kaffi á meðan við biðum og eiga miklar þakkir skildar. Að lokum mætti svo móðir Stefáns á svæðið í kringum miðnætti og heim var Skáldið komið á öðrum tímanum. Það var svolítið þreytt þá. Sem sagt, 7 bílar lögðu af stað, 4 komust heim, og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Og þetta þykir manni gaman?
Hvað björgunaraðgerðir varðar mun FBSR2 hafa verið sóttur daginn eftir, Willy degi síðar, og um helgina var gerður út leiðangur til að koma Pattanum niður á láglendi. Hann ku enn vera á Agureyri með dauða vél. Aldeilis hreint ekki prýðilegt. Eftir 3 vikur er svo ráðgert að taka þátt í annarri eins vitleysu. Ef að sú ferð endar með ósköpum eins og nær allar vetrarferðir Jarlaskáldsins hingað til er það hætt þessu. Byrjar bara að spila golf eins og aðrir aular. Nei, andskotinn hafi það...
Ojæja, þá er maður loksins búinn að manna sig upp í að skrifa eilitla frásögn um atburði þarsíðustu helgar. Eilitla, nei, ætli hún verði ekki löng? Það er venjan. Lesið áfram á eigin ábyrgð:
Eins og áður er getið (rosalega notar maður þennan frasa oft) hugðist Jarlaskáldið halda í mikla för með Flubbum um ca. mitt landið um þarsíðustu helgi, og sko til, það var gert, en leikurinn barst þó mun víðar en stefnt var á. Byrjum þó á byrjuninni. Hana má sennilega setja um 7-leytið á föstudaginn síðasta þegar félagi vór Stefán mætti í Kleifarselið á lífsförunaut sínum, Jeep Willys árgerð 1982. Skáldið hlóð drasli sínu inn (þ.á m. sínum glænýja forláta svefnpoka) og lá leiðin því næst til svindlaranna og glæpamannanna hjá Skeljungi, að vísu með smá viðkomu í kjörbúð. Hjá bófunum hittum við fyrir einhverja 12-13 Flubba á sex skrjóðum og eyddum ófáum aurum í að láta taka okkur í ósmurðan afturendann í bensínkaupum. Að því loknu lá leiðin um kunnuglegar slóðir austur fyrir fjall og næsta stopp gjört hjá höfuðdjásni Suðurlands, kjúklingastaðnum í Hnakkaville. Þar átu menn, sumir meira af vilja en mætti (Ólympíuandinn), og svo haldið áfram. Halli Kristins gerði reyndar gott betur en að éta, því hann fleygði einnig debetkortinu sínu. Óvart reyndar.
Gerðist svo fátt merkilegt um hríð, á meðan ekið var áfram í norðaustur þar til komið var að Hrauneyjum. Þar var hinum þyrstari gefið að drekka (bílum þ.e.) og sumir litu við á Biskupnum og Fógetanum. Prestsfrúin og madamman fengu frið, enda kvenfólk ekki með í för. Svo var enn haldið áfram og nú norður í átt að Sprengisandi. Við Stefán byrjuðum reyndar á að taka smá aukarúnt um Vatnsfellsvirkjun og nágrenni, án þess að hafa ætlað okkur það, en náðum fljótlega hópnum enda hafði Andrésson, titlaður forsprakki fararinnar lánað okkur prýðisgóða vhf-talstöð til að samskipti gætu gengið sem greiðast fyrir sig. Stefán notaði hana reyndar fyrst og fremst til að tjá andúð sína á díselknúnum farartækjum, en það er ekkert nýtt.
Eftir því sem norðar dró fór veður að breytast. Í upphafi var orðið (er manni sagt), en svo fór að rigna, og svo að slydda, og loks að snjóa. Eftir nokkurn spöl fór m.a.s. að sjást snjór á veginum, svo litlir skaflar, og braust að lokum út mikið fagnaðaróp þegar fyrsta bílnum tókst að festa sig. Fyrsta festa vetrarins er alltaf svolítill áfangi. Merkilegt nokk var það Breska Heimsveldið sem það gerði. Minnkaði meðalhraði eðlilega þegar snjórinn tók að aukast en ekki er hægt að tala um neitt vesen af þeim sökum þessa aðfararnótt laugardags, og á slaginu 3 um nóttina komumst við á áfangastað, Nýjadal, eftir áfallalausan akstur. Það var svo sem ekki mikið gert þar annað en að menn rifu í sig smá næringu, og héldu svo til hvílu. Jarlaskáldið fékk að prufukeyra svefnpokann góða og boj ó boj, djöfuls snilld sem hann er. 6 stiga frost inni í kofanum og skáldið svaf bara á brókinni. Reyndar þurfti það að deila hvílu sinni með karlmanni, en það er alger óþarfi að ræða það frekar.
Jarlaskáldið vaknaði við einhverja vekjaraklukku um níuleytið morguninn eftir og var eins og aðrir ekkert á því að dröslast á fætur eftir ca. 5 tíma svefn. Það gerði það þó fljótlega því ekki dugði að drolla, nóg af akstri fram undan. Eða svo héldum við. Menn rifu í sig næringu og pökkuðu niður á tæpum klukkutíma og hófu svo að koma bílunum í gang. Það gekk sæmilega vandræðalaust, allir voru þeir ágætlega hélaðir svo skafan var dregin upp, og þegar allir voru tilbúnir voru myndavélar dregnar upp og náðist þar þessi fína mynd af hópnum.
Var svo haldið áfram norður á ellefta tímanum, og stefnan tekin á Laugafell. Það var sem fyrr áfallalaus ferð, ein og ein festa öðru hverju svo það þurfti stundum að hleypa aðeins úr og jafnvel brúka spottann. Aðeins í neyðartilvikum samt. Á leiðinni voru einhver vatnsföll, og mátti hafa af þeim nokkuð gaman. Í Laugafell komum við svo í kringum þrjúleytið og byrjuðu menn þar á að næra sig auk þess sem sumir prófuðu upphituð salernin. Ekki þótti síðan annað koma til greina en að hafa umferð í Sprettlellahlaupi, og var laugin dúndurgóð, þó græn væri.
Áfram héldum við, og ókum í ca. kortér þar til komið var að ísilagðri á. Að fróðra manna sögn átti hún að vera lítið mál svo fyrsti bíllinn skrölti yfir og hélt ísinn honum þótt vel hafi brakað í honum. Hið sama var að segja um annan og þriðja bílinn en þegar fjórði bíllinn, FBSR2 sem vegur hátt á þriðja tonn, hélt út á ísinn hlaut eitthvað undan að láta, sem það og gerði. Hófust þá björgunaraðgerðir. Fyrst var reynt að kippa skrjóðnum upp en það reyndist vonlaust, svo reynt að spila hann upp en það gekk ekki, en að lokum tókst að spila hann upp með því að skipta um spil og taka öflugra af bílnum hans Jóns. Ekki gekk það samt betur en svo að vinstra afturdekk rifnaði og affelgaðist á bólakafi. Voru þá góð ráð dýr. Því máli redduðu þeir bræður Jón og Bjarni, því vitaskuld voru þeir með froskmannabúninga meðferðis og dembdu sér bara ofan í vökina og komu dekkinu á land. Að sjálfsögðu.
Dekkið fór svo aftur undir eftir drjúga stund þar sem tappað var í gat og tókst að lokum að spila bílinn upp á land, ca. tveimur tímum eftir að hann lagði út á ísinn. Ágætis árangur það.
Þegar þarna var komið sögu voru sumsé fjórir bílar komnir yfir, og þrír áttu það eftir. Steini á Datsun Patrol fékk það verðuga verkefni að reyna sig næstur við ána. Eftir á að hyggja var það ekki sérlega góð hugmynd. Svo vægt sé til orða tekið. Út í lagði hann, fór fyrst með framdekkin ofan í vök og sat þar fastur. Var kippt í hann frá hinum bakkanum þannig að hann fór allur ofan í vökina og þá fyrst byrjuðu vandræðin, áin var þónokkuð djúp og kagginn sat alveg pikkfastur. Ekki nóg með það heldur byrjaði að flæða inn í hann auk þess sem allur rafmagnsbúnaður varð alveg spinnegal, t.d. sýndi hraðamælirinn þessa stöðu meðan jeppinn var fastur ofan í ánni. Ekki gott mál. Fyrst var reynt að spila bílinn upp með spilinu á FBSR2 sem var kominn yfir en það hreinlega réð ekki við verkið, hvað þá að reyna að kippa í með spotta. Þá var næsta lausnin að reyna að spila hann upp til baka en þá klikkaði spilið hjá Jóni og vildi ekkert fyrir okkur gera. Þá var annar kostur reyndur sem var að kippa hressilega í hann með spotta. Það var gert nokkrum sinnum en með litlum árangri, þar til spottinn hreinlega slitnaði við átökin og braut afturrúðuna í Pattanum við afturkastið. Eins gott að enginn varð fyrir því. Hvað var þá eftir að gera? Jú, ekkert annað en að rifja upp "ljúfar" minningar frá Grímsvatnatúrnum fyrir tæpu ári síðan, rífa upp járn- og álkarla og skóflur og brjóta skrjóðnum leið út úr prísund sinni. Það tókst þótt hægt gengi, og mikill fögnuður þegar bíllinn losnaði loks tæpum þremur tímum eftir að hann lagði út í ána.
Næsta mál: kanna skemmdir eftir átökin. Þær voru því miður talsverðar. Fyrir utan skemmdir vegna vatns var afturrúðan sem fyrr segir brotin, stýrisbúnaður farinn í kássu, bretti og brettakantar og stuðarar beyglaðir og brotnir auk eflaust slatta annarra skemmda sem of langt mál yrði að telja upp. Ansi dýrt spaug þessi Hnjúkskvísl.
Þarna var ljóst að Patrolinn færi ekki lengra, og enginn hafði mikinn áhuga á að reyna meira við þessa á. Þar sem fjórir bílar voru komnir yfir en tveir áttu það eftir var ekki annað að gera en að láta leiðir skilja, þeir sem komnir voru yfir héldu nokkurn veginn upphaflegri áætlun og stefndu á Ingólfsskála, en Jarlaskáldið var ekki í þeim hópi og er hann því úr sögunni í bili. Við sem eftir voru, Stebbinn og Jarlaskáldið og þeir froskmannabræður ásamt viðbótunum Steina og Kjartani, fengum okkar skerf af lambalærunum sem ætlunin hafði verið að grilla í Ingólfsskála, og snerum við í átt að Laugafelli. Þar hittum við fyrir stóran hóp frá einhverjum af bensínbófunum (skiptir ekki máli hvaða fyrirtæki það var, þeim er víst öllum stjórnað sameiginlega), og Jón tók sig til og hringdi í björgunarsveitina Súlur á Agureyri til að kanna hvernig leiðin til Agureyrish væri um þetta leyti. Þeir sögðu okkur að ef við værum ekki hræddir við smá hliðarhalla ætti leiðin niður í Eyjafjörð að vera pís of keik og buðu okkur einnig gistingu ef við þyrftum. Tókum við því boði með þökkum og lögðum af stað til Agureyrish eftir að við höfðum fengið okkur smá næringu. Þá hafði reyndar einn Patrol frá bensínbófunum slegist með í för, sem var hið besta mál því hann var mjög duglegur að troða fyrir okkur leið. Þarna var klukkan farin að ganga í ellefu um kvöldið og reiknaðist okkur til að ef vel gengi ættum við að vera komnir svona um eitt-tvöleytið til Agureyrish enda stutt leið skv. korti. Það fór ekki alveg eins og gert var ráð fyrir.
Í fyrsta lagi þá var heilmiklu meiri snjór þarna en við höfðum rekist á áður, enda liggur leiðin í rúmum 900 metrum, svo bílarnir (Willy var oftast sökudólgurinn) voru að festa sig trekk í trekk. Við mjökuðumst þó alltaf áfram þó hægt gengi. Eftir drjúga stund komum við svo að afar brattri brekku sem liggur niður í Eyjafjarðardal og þá fyrst byrjaði fjörið. Hliðarhallinn sem okkur hafði verið sagt frá reyndist nefnilega heldur meiri en okkur grunaði, sem Jón komst skyndilega að þegar hann var næstum búinn að velta bílnum og hefði það gerst hefði hann endað einhverjum tugum metra neðar. Upp með skóflurnar og mokað undan bílnum þar til hann rétti sig bærilega af, og næstu klukkustundirnar fóru bókstaflega í það að moka sig í gegnum Eyjafjarðardalinn ofanverðan, því alls staðar lá slóðinn utan í fjallshlíðum og snjórinn hafði skafið þannig að bílarnir áttu ekki séns á að komast fyrir hliðarhalla. Aldeilis hreint gaman að eyða sunnudagsmorgni í þetta!
Smátt og smátt fórum við svo að lækka og snjórinn að minnka og að lokum var hægt að keyra af einhverju viti, en þá var líka farið að birta. Einhvern veginn tókst okkur svo að halda okkur vakandi til að keyra til Agureyrish, og vorum þangað komnir klukkan níu um morguninn, 24 tímum eftir að við vöknuðum, allsúrir. Merkilegt nokk nenntum við ekki að grilla lambalærin sem við höfðum haft með okkur, heldur héldum inn í ansi myndarlegt húsnæði björgunarsveitarinnar Súlna, fundum okkur bedda og sofnuðum svefni hinna réttlátu. Það var ekkert sérstaklega vont að fara úr rennblautum skóm sem höfðu blotnað einhverjum 14 tímum áður...
Klukkan var víst að verða þrjú þegar maður loksins skreið á lappir síðar sama dag, og þá höfðu þeir JónFús og Steini þegar farið út í bakarí og keypt sérbökuð vínarbrauð og kók í morgunmat, eða líklega frekar miðdegiskaffi, þó við værum nývaknaðir. Að áti loknu gengum við frá eftir okkur og skráðum þakkir vorar í gestabók, eiga Súlnamenn miklar þakkir skildar. Eitthvað voru menn að gæla við að fara aftur upp á Sprengisand og reyna að bjarga Pattanum en sem betur fer var horfið frá því, og stefnan tekin þess í stað í sund. Það veitti ekki af. Svo var enn einum bensíndreitlinum bætt á kaggann og stefnan tekin heim, en samkvæmt fregnum hafði restin af hópnum komist í Ingólfsskála síðla nætur eftir eitthvert basl, og þeir grilluðu. Á leið þaðan hafði síðan dekk gefið sig á FBSR2, og biðu þeir okkar í Varmahlíð á meðan dekki var reddað. Öxnadalsheiðin var skemmtileg að vanda, og í Varmahlíð hittum við Andrésson og fleiri eins og um var rætt, en ekkert bólaði á ferðafélögum okkar um Eyjafjörð. Hafði dekk víst gefið sig á leiðinni og þeir snúið við til Agureyrish, sjaldan er ein báran stök. Ekki nenntum við að bíða eftir þeim enda lítil hjálp í okkur, svo við héldum bara áfram og sosum fátt af þeirri ferð að segja, fengum pulsur á Brú og vorum orðnir heldur þreyttir á Holtavörðuheiðinni. Vorum við því farnir að hlakka til að komast heim þegar við vorum að nálgast Bifröst, en hvað haldiði, auðvitað var ekki komið nóg af veseni, vatnsdælan í Willa gaf sig og hann því ekki á leið lengra. Æði.
Við vorum vitaskuld utan gsm-sambands og með hálfdauða síma hvort sem er, svo það var ekki annað að gera en að rölta að næsta bóndabæ og fá að hringja. Var okkur tekið með kostum og kynjum, og reyndum svo að hringja í ýmsa. Jón og félagar voru nýlagðir af stað frá Agureyri svo lítið var á þeim að græða. Andrésson flutti okkar síðan þær fregnir að hann hefði þurft að skilja sinn FBSR2 eftir í næsta nágrenni vegna rifins dekks, annað dekkið þá helgi hjá honum. Þá var fátt eftir oss til bjargar, og að lokum var ekki um annað að ræða en að láta sækja sig og skilja kaggann eftir. Voru hjónin að Hraunsnefi svo almennileg að bjóða okkur í kaffi á meðan við biðum og eiga miklar þakkir skildar. Að lokum mætti svo móðir Stefáns á svæðið í kringum miðnætti og heim var Skáldið komið á öðrum tímanum. Það var svolítið þreytt þá. Sem sagt, 7 bílar lögðu af stað, 4 komust heim, og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Og þetta þykir manni gaman?
Hvað björgunaraðgerðir varðar mun FBSR2 hafa verið sóttur daginn eftir, Willy degi síðar, og um helgina var gerður út leiðangur til að koma Pattanum niður á láglendi. Hann ku enn vera á Agureyri með dauða vél. Aldeilis hreint ekki prýðilegt. Eftir 3 vikur er svo ráðgert að taka þátt í annarri eins vitleysu. Ef að sú ferð endar með ósköpum eins og nær allar vetrarferðir Jarlaskáldsins hingað til er það hætt þessu. Byrjar bara að spila golf eins og aðrir aular. Nei, andskotinn hafi það...