Rulluf?
Njamm, einn af þessum föstudögum, ósköp lítið á seyði eins og endranær. Skáldið þykist hafa náð heilsu að nýju, pestin lét sig hverfa eins fljótt og hún mætti á svæðið. Er Jarlaskáldið að verða pestargemlingur? Er ekki nóg að þurfa að þola vanheilsu um helgar?
Þetta föstudagskvöld fór ekki í merkilega hluti, Skáldið horfði vitanlega á Simpsons sem voru bara fínir að þessu sinni, lagði sig svo á meðan Idol stóð (aldrei skal það horfa á þá lágkúru) en vaknaði fyrir Svínasúpuna. Ekki hló það mikið yfir þeim þætti, en sá grunur læðist að Skáldinu að hugsanlega verði Súpan fyndnari við annað áhorf, en það er einmitt einkenni góðra gamanþátta. Mikill er þó söknuðurinn að Fóstbræðrum. Í ljósi allsvakalega lélegrar sjónvarpsdagskrár eftir það kíkti Skáldið út á leigu og náði sér þar í nýjasta Sandlerinn, sem stóðst alveg undir væntingum, þær voru reyndar ekkert allt of miklar. Svo settist það fyrir framan tölvuna, með þá ömurlegu mynd Gone in 60 Seconds í bakgrunninum, sú mynd á allt vont skilið.
Og hvað er svo í vændum? Ja, það er stórafmæli í familíunni í dag eins og venjulega þann 10. janúar, þar eð bæði Hagnaðurinn og gamli maðurinn fæddust þann dag. Hagnaðurinn ku vera 25 ára, sá gamli eitthvað eldri. Er Skáldinu boðið til veislu hjá Hagnaði og spúsu hans um miðjan dag á morgun og mun ef það fær einhverju um það ráðið éta á sig gat. Um kvöldið má svo búast við að Skáldið líti við í Naustabryggjunni þar sem Toggólfur bíður til upphitunargleði fyrir allumrædda Ítalíuför. Er ekki ólíklegt að gestir þar verði u.þ.b. að fara á límingunum af spenningi enda ekki nema 4 dagar í dýrðina. Hvernig sú gleði endar er ómögulegt að segja, þó ýmislegt sé líklegra en annað. Svo mörg voru þau orð.
Njamm, einn af þessum föstudögum, ósköp lítið á seyði eins og endranær. Skáldið þykist hafa náð heilsu að nýju, pestin lét sig hverfa eins fljótt og hún mætti á svæðið. Er Jarlaskáldið að verða pestargemlingur? Er ekki nóg að þurfa að þola vanheilsu um helgar?
Þetta föstudagskvöld fór ekki í merkilega hluti, Skáldið horfði vitanlega á Simpsons sem voru bara fínir að þessu sinni, lagði sig svo á meðan Idol stóð (aldrei skal það horfa á þá lágkúru) en vaknaði fyrir Svínasúpuna. Ekki hló það mikið yfir þeim þætti, en sá grunur læðist að Skáldinu að hugsanlega verði Súpan fyndnari við annað áhorf, en það er einmitt einkenni góðra gamanþátta. Mikill er þó söknuðurinn að Fóstbræðrum. Í ljósi allsvakalega lélegrar sjónvarpsdagskrár eftir það kíkti Skáldið út á leigu og náði sér þar í nýjasta Sandlerinn, sem stóðst alveg undir væntingum, þær voru reyndar ekkert allt of miklar. Svo settist það fyrir framan tölvuna, með þá ömurlegu mynd Gone in 60 Seconds í bakgrunninum, sú mynd á allt vont skilið.
Og hvað er svo í vændum? Ja, það er stórafmæli í familíunni í dag eins og venjulega þann 10. janúar, þar eð bæði Hagnaðurinn og gamli maðurinn fæddust þann dag. Hagnaðurinn ku vera 25 ára, sá gamli eitthvað eldri. Er Skáldinu boðið til veislu hjá Hagnaði og spúsu hans um miðjan dag á morgun og mun ef það fær einhverju um það ráðið éta á sig gat. Um kvöldið má svo búast við að Skáldið líti við í Naustabryggjunni þar sem Toggólfur bíður til upphitunargleði fyrir allumrædda Ítalíuför. Er ekki ólíklegt að gestir þar verði u.þ.b. að fara á límingunum af spenningi enda ekki nema 4 dagar í dýrðina. Hvernig sú gleði endar er ómögulegt að segja, þó ýmislegt sé líklegra en annað. Svo mörg voru þau orð.