« Home | Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Segir í einhv... » | Af jeppum (Uppfært 10. desember með auknum myndsk... » | Af eyðslusemi (þetta fer nú að hætta að vera fyndi... » | Af eyðslusemi og aumingjaskap - part deaux Hann L... » | Af eyðslusemi og aumingjaskap Djamm um helgina: e... » | Meiri snjó! Jarlaskáldið hefur ekki sinnt fréttaþ... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfjórða Stundum þegar ... » | Sic transit gloria mundi Nú hefur sunnudagurinn 1... » | Milljón myglaðar marglyttur frá Melrakkasléttu! Þ... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogþriðja Hvað er um að ... » 

mánudagur, desember 15, 2003 

Kortabók Íslands

Eitt og annað hefur gengið á í lífi Jarlaskáldsins síðan til þess fréttist síðast, var síðasti pistill ritaður aðfararnótt laugardags og stuttu eftir ritun hans gerði Skáldið tilraun til að horfa á NBA-boltann, Dallas gegn Lakers, en játaði fljótlega ósigur sinn fyrir Óla lokbrá. Það hefði kannski átt að veita honum meiri mótspyrnu, því það missti af þeim ánægjulega viðburði að Lakers töpuðu. Því fagna allir góðir menn.

Á laugardaginn var sem fyrr var greint frá áætluð för nokkurra ungmenna í uppsveitir Árnessýslu til að stunda sálarbætandi iðju hvers konar í sumarbústað. Voru það ein 8 ungmenni sem réðust í þann leiðangur, áður er fimm þeirra getið en auk þeirra mættu Snorri inn argi og hjónaleysin Andrésson og Elín frú hans (sko, bara nefnd á nafn og allt).
Var sjálfur Lilli fenginn til að ferja hluta liðsins uppeftir, auk bílstjóra nutu þeir Snorri inn argi og Stefán þess heiðurs að þiggja far með honum, hjónaleysin fóru á sínum fjallabíl og restin með einhverjum Trooper. Í sjálfu sér gerðist ekkert svo markvert í ferð þessari að færa þurfi í annála, var hún hefðbundin að öllu leyti fyrir utan kannski það að Jarlaskáldið mun hafa farið með seinni skipunum í bælið. Var góður rómur gerður að því. Eflaust hafa síðan einhverjir skandalar verið framkvæmdir, þannig er það nú yfirleitt.

Sunnudagurinn, já, þá var að sjálfsögðu komið við á góðum stað á Selfossi á leiðinni heim, en góðir staðir á Selfossi munu annars fágætir. Var það óneitanlega hápunktur dagsins. Þegar heim var komið beið Jarlaskáldsins síðan glaðningur á batman.is. Hressandi.

Þess ber að geta að laugardaginn 14. febrúar næstkomandi, Valentínusardag, verður Jarlaskáldið upptekið. Einhver rómantík í spilinu? Ja, hver veit! Allavega verður étið á Holtinu.

Þess má einnig geta að miðvikudaginn 14. janúar verður Jarlaskáldið ekki síður upptekið, og þá verður alveg örugglega rómantík í spilinu, Jarlaskáldið á stefnumót á barnum í Leifsstöð klukkan 07:30 um morguninn. Aldrei að vita hvernig það endar.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates