« Home | Hannes Hólmsteinn er snilli! Það var nú eitt og a... » | Hvað þá? Jamm, Jarlaskáldið er barasta heima. Á f... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfimmta Jarlaskáldið h... » | Kortabók Íslands Eitt og annað hefur gengið á í l... » | Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Segir í einhv... » | Af jeppum (Uppfært 10. desember með auknum myndsk... » | Af eyðslusemi (þetta fer nú að hætta að vera fyndi... » | Af eyðslusemi og aumingjaskap - part deaux Hann L... » | Af eyðslusemi og aumingjaskap Djamm um helgina: e... » | Meiri snjó! Jarlaskáldið hefur ekki sinnt fréttaþ... » 

föstudagur, desember 26, 2003 

Ruglumbull

Jamm, þá er þetta Ésúmömbódjömbó að verða búið, og aldeilis kominn tími til. Jarlaskáldið mun seint teljast til jólabarna. Lítum yfir farinn veg.

Jarlaskáldinu tókst að kaupa jólagjafirnar óvenju snemma í ár, um sexleytið á Þolláksmessu, og tók það ca. 45 mínútur. Beitti Jarlaskáldið aðferð sem oft hefur gagnast því vel, að kaupa aðeins hluti sem það langaði í sjálft með það að markmiði að fá þá lánaða síðar. Þannig er í raun hægt að tvöfalda jólagjafirnar sínar. Sniðugt.

Á Þolláksmessukvöld lét Skáldið plata sig í bæjarrölt þrátt fyrir manndrápskulda. Var það með fríðum flokki Vínverja sem Skáldið arkaði fyrst niður og svo upp Laugaveginn og endaði loks heima hjá þeim ágæta manni Reyni á Framnesveginum sem bauð öllu liðinu í heitt kakó sem rann ljúflega niður við tregafullt undirspil Bassajóladisksins. Var dvalið þar í góðu yfirlæti fram yfir miðnætti og svo haldið heim í bælið.

Ekki svo löngu síðar vaknaði Skáldið og fór í vinnuna. Klukkan sjö. Ekkert annað en mannréttindabrot. Þar var að sjálfsögðu minna en ekkert að gera svo Skáldið hélt heim um hádegi eftir lítt annasaman dag. Ekki gerðist mikið næstu tímana, ekki fyrr en um þrjúleytið þegar Skáldið heiðraði afmælisbarnið (ekki Ésú heldur þennan kall) sem fagnaði 26 ára afmælinu. Þar var einnig heitt kakó á könnunni og valinkunnur sveina flokkur viðstaddur til að njóta veitinganna. Jarlaskáldið dvaldi þar nokkra stund eða þangað til menn byrjuðu að rífast um pólitík, þá fannst því tími kominn á að hypja sig.
Í jólamatinn var eins og u.þ.b. lengur en Skáldið man Hamborgarhryggur með öllu því meðlæti sem við á, át Skáldið á sig gat og rétt rúmlega það enda hryggurinn afbragsgóður að þessu sinni, þrátt fyrir að vera norðlenskur. Jarlaskáldið átti svo heiðurinn af eftirréttinum, sem var vitaskuld ís. Næsta mál á dagskrá var spurningaspilið Leonardo & co. þar sem Skáldið tapaði með sannfærandi hætti fyrir bræðrum sínum. Ljóta vitleysan. Þarnæsta mál á dagskrá var að opna pakka, og var uppskeran aldeilis ágæt í ár. Hæst ber kannski DVD-spilari og nokkrar myndir frá stóra bróður, féll það í afar góðan jarðveg, annars fékk Skáldið aðallega peysur og boli, sem er sosum ágætt. Gjafir frá Skáldinu virtust einnig fá góðar viðtökur. Jájá, bara nokkuð vel heppnað allt saman.
Að sjálfsögðu var DVD-spilarinn ekki lengi að fá sína eldskírn, og hafa m.a. myndirnar Groundhog Day (snilld) og Marathon Man fengið að rúlla, að ógleymdum hinum frábæra diski LimbóRadíusTvíhöfði sem Skáldið gaf litla bróður. Gangi honum vel að fá hann aftur. Þá sjaldan Skáldið hefur ekki verið límt við sjónvarpið hefur það gluggað í bókina Stupid White Men eftir Michael Moore sem litli bróðir fékk líka, ef eitthvað er að marka hana (um það munu vera deildar meiningar, hehe) er eitthvað virkilega rotið í Kanaveldi. Hringadróttinssaga bíður næst í röðinni, en hana fékk litla systir, og svo fékk gamli maðurinn Bettý svo það verður nóg að gera við lestur á næstunni. Gott gott.

Jóladagurinn hefur venju samkvæmt farið í leti og ómennsku fram eftir degi, í kvöldmatinn átti að vera hangikjöt en þegar til kom reyndist rúmlega helmingur þess vera skemmdur, sem betur fer var keypt ansi ríflegt af hamborgarhryggnum og því nóg eftir af honum, ágætis sárabót það. Jón Ásgeir fær samt orð í eyra eftir hátíðarnar!

Eins og lesendur hafa e.t.v. orðið varir við hefur verið umhleypingasamt í útliti þessarar lítilmótlegu bullsíðu undanfarna daga. Jarlaskáldið er búið að fikta ótæpilega í útliti hennar og það yfirleitt endað með ósköpum, en núna er a.m.k. komið eitthvað útlit á hana sem virkar ágætlega. Auk þess hefur Jarlaskáldinu tekist að bæta við "linkum" á eldri skrif þannig að ef lesendur fýsir að vita hvað það var að sýsla sumarið 2002 er minnsta mál að komast að því. Oseiseijú....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates