« Home | Kortabók Íslands Eitt og annað hefur gengið á í l... » | Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Segir í einhv... » | Af jeppum (Uppfært 10. desember með auknum myndsk... » | Af eyðslusemi (þetta fer nú að hætta að vera fyndi... » | Af eyðslusemi og aumingjaskap - part deaux Hann L... » | Af eyðslusemi og aumingjaskap Djamm um helgina: e... » | Meiri snjó! Jarlaskáldið hefur ekki sinnt fréttaþ... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogfjórða Stundum þegar ... » | Sic transit gloria mundi Nú hefur sunnudagurinn 1... » | Milljón myglaðar marglyttur frá Melrakkasléttu! Þ... » 

miðvikudagur, desember 17, 2003 

Miðvikublogg ið þrítugastaogfimmta

Jarlaskáldið hefur gaman af kvikmyndum. Það mætti eiginlega ganga svo langt að kalla það bíónörd, en um leið alætu á kvikmyndir. T.d. myndi það líklega nefna The Shawshank Redemption og Dumb & Dumber ef það yrði spurt um uppáhaldsmyndir sínar. Það er nánast afrek að geta nefnt þær í sömu setningu. Snilldarmyndir.

Þó Jarlaskáldið sé duglegt að horfa á myndir kemst það ekki yfir að sjá þær allar. Það hefur t.a.m. hvorki séð þessa mynd né þessa. Önnur myndin þykir víst skelfileg í meira lagi og hrætt líftóruna úr ófárri hræðunni. Hin fjallar um einhvern vírus.

En af hverju er Jarlaskáldið að segja frá þessu? Er þetta hætis hót merkilegt? Jarlaskáldið ætlar sér ekki einu sinni að sjá þessar myndir! Hvern fjárann er það þá að þusa!?

Kannski að skapið lagist eitthvað eftir 28 daga.....



-----------------------------------------------------------------------------------


Í gær fékk Jarlaskáldið jólagjöf, og í stað þess að setja hana undir jólatréð (sem er að vísu ekki komið á sinn stað, og verður líklegast einhver hrísla frekar en tré) eins og siður er opnaði það hana strax eins og óþolinmóður krakkavargur. Það reyndist vera gáfulegt, því í pakkanum (sem var gríðarstór) var einkum að finna ís og osta af öllum stærðum og gerðum sem hefði væntanlega ekki verið girnilegt að háma í sig eftir vikudvöl í stofunni. Jólagjöfin var s.s. frá vinnunni. Auk mjólkurafurðanna fylgdi með ein dýrindis rauðvínsflaska, og líkast til fær innihald hennar ekki heldur tíma til að skemmast. Það held ég nú....

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates