My Shining Hour
Nú er sko gaman að vera jeppakall! Ójá! Að horfa á þessa titti liggja eins og hráviði pikkfasta út um allan bæ meðan maður þeysir fram hjá þeim og fram úr þeim veitir slíka lífsfyllingu að það hálfa væri nóg. Lifi snjórinn, lifi bensín!
Að þessu sögðu er kannski ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg, það er jú það sem lesendur leita helst eftir á síðu þessari, krassandi djamm- og ferðasögur. Ekki stundaði Jarlaskáldið mikil ferðalög um helgina, en eitthvað var djammað.
Öðrum degi jóla varði Skáldið í hefðbundna iðju framan af degi, svefn, át og leti. Allt fyrirtaks tómstundaiðja. Þegar kvölda tók fór sími Jarlaskáldsins að ókyrrast, menn og konur víða um bæinn greinilega óð og uppvæg að gleðja sig og aðra, og úr varð að Jarlaskáldið mætti ásamt hluta Kópavogsmafíunnar í Jöklafoldina stuttu síðar, en þar búa einmitt sæmdarhjónaleysin Andrésson og frú. Var þar fyrir nokkur hópur og fór fjölgandi þegar á leið. Skemmtanahald var með rólegum en þó lítt hátíðlegum blæ, urðu menn og konur drukkin svona almennt séð, en enginn náði að gera skandal. Enn sem komið var.
Er líða tók á nótt hélt hópurinn, eða a.m.k. stór hluti hans, niður á láglendið og var meiningin að heimsækja einhvern vandaðan skemmtistað. Illu heilli virtist stór hluti bæjarbúa og jafnvel nærsveitamanna hafa fengið sömu hugmynd og því óhægt um vik að koma sér inn á slíkan stað. Varð þrautalendingin sú að heimsækja því óvandaða staði, skulu þeir ekki upp taldir til að forðast leiðindi eða jafnvel meiðyrðamál. Mun Skáld og aðrir hafa gerst glaðir, en einhvern tímann um kvöldið lenti Skáldið þó í því að missa stjórn á talfærum sínum og hlutust nokkur óskemmtilegheit af. Það tók þó gleði sína fljótt á ný og til að gera langa og lítt eftirmunanlega sögu stutta entist Skáldið vel fram undir morgun við aðalfundarstörfin eða allt það hélt til síns heima ásamt kvenmanni einum og Hlöllabát um sjöleytið. Kvenmaðurinn hélt reyndar til síns heima, svo það fari ekki á milli mála. Þegar Skáldið var heim komið og byrjað að gera Hlöllanum skil hugsaði það með sér: „Nú á ég víst að vera að mæta í vinnuna.“ Það kláraði Hlöllann, slökkti á símanum, og fór að sofa.
Jarlaskáldið var ekki við bestu heilsu laugardaginn 27. desember 2003 en þó ekki nógu slæma því það lét draga sig út í álíka vitleysu og kvöldið áður. Nú var það víst boðið í teiti hjá manni sem það þekkti ekki baun (en gæti allt eins hafa heitið Pétur) á Vegamótum, en áður en að því kom var endurtekin teiti að Jöklafold með nokkurn veginn sömu gestum og sömu afleiðingum og kvöldið áður. Reyndar var ein breyting, horft var á Popppunkt, þar sem Selskælingurinn KGB landaði sigrinum u.þ.b. upp á eigin spýtur. Quisnördar leynast víða.
Á Vegamót mættum við einhverju fyrir miðnætti, náði Lilli eilítið að tefja okkur með smá hurðastælum, en honum hefur verið fyrirgefið það. Þekkti Jarlaskáldið þar fjöldann allan af fólki og það misvel, t.d var þar Karl Óskar Ólafsson íslenskufræðingur með meiru, skötuhjúin Doddi og Védís, að ógleymdum ýmsum fastagestum. Jarlaskáldið átti í jafnt góðum sem slæmum samræðum við fólk þetta, en lét barinn að sjálfsögðu ekki fram hjá sér fara, og endaði þetta, ja, einhvern veginn.
Sunnudagur: Úff!
Nú er sko gaman að vera jeppakall! Ójá! Að horfa á þessa titti liggja eins og hráviði pikkfasta út um allan bæ meðan maður þeysir fram hjá þeim og fram úr þeim veitir slíka lífsfyllingu að það hálfa væri nóg. Lifi snjórinn, lifi bensín!
Að þessu sögðu er kannski ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg, það er jú það sem lesendur leita helst eftir á síðu þessari, krassandi djamm- og ferðasögur. Ekki stundaði Jarlaskáldið mikil ferðalög um helgina, en eitthvað var djammað.
Öðrum degi jóla varði Skáldið í hefðbundna iðju framan af degi, svefn, át og leti. Allt fyrirtaks tómstundaiðja. Þegar kvölda tók fór sími Jarlaskáldsins að ókyrrast, menn og konur víða um bæinn greinilega óð og uppvæg að gleðja sig og aðra, og úr varð að Jarlaskáldið mætti ásamt hluta Kópavogsmafíunnar í Jöklafoldina stuttu síðar, en þar búa einmitt sæmdarhjónaleysin Andrésson og frú. Var þar fyrir nokkur hópur og fór fjölgandi þegar á leið. Skemmtanahald var með rólegum en þó lítt hátíðlegum blæ, urðu menn og konur drukkin svona almennt séð, en enginn náði að gera skandal. Enn sem komið var.
Er líða tók á nótt hélt hópurinn, eða a.m.k. stór hluti hans, niður á láglendið og var meiningin að heimsækja einhvern vandaðan skemmtistað. Illu heilli virtist stór hluti bæjarbúa og jafnvel nærsveitamanna hafa fengið sömu hugmynd og því óhægt um vik að koma sér inn á slíkan stað. Varð þrautalendingin sú að heimsækja því óvandaða staði, skulu þeir ekki upp taldir til að forðast leiðindi eða jafnvel meiðyrðamál. Mun Skáld og aðrir hafa gerst glaðir, en einhvern tímann um kvöldið lenti Skáldið þó í því að missa stjórn á talfærum sínum og hlutust nokkur óskemmtilegheit af. Það tók þó gleði sína fljótt á ný og til að gera langa og lítt eftirmunanlega sögu stutta entist Skáldið vel fram undir morgun við aðalfundarstörfin eða allt það hélt til síns heima ásamt kvenmanni einum og Hlöllabát um sjöleytið. Kvenmaðurinn hélt reyndar til síns heima, svo það fari ekki á milli mála. Þegar Skáldið var heim komið og byrjað að gera Hlöllanum skil hugsaði það með sér: „Nú á ég víst að vera að mæta í vinnuna.“ Það kláraði Hlöllann, slökkti á símanum, og fór að sofa.
Jarlaskáldið var ekki við bestu heilsu laugardaginn 27. desember 2003 en þó ekki nógu slæma því það lét draga sig út í álíka vitleysu og kvöldið áður. Nú var það víst boðið í teiti hjá manni sem það þekkti ekki baun (en gæti allt eins hafa heitið Pétur) á Vegamótum, en áður en að því kom var endurtekin teiti að Jöklafold með nokkurn veginn sömu gestum og sömu afleiðingum og kvöldið áður. Reyndar var ein breyting, horft var á Popppunkt, þar sem Selskælingurinn KGB landaði sigrinum u.þ.b. upp á eigin spýtur. Quisnördar leynast víða.
Á Vegamót mættum við einhverju fyrir miðnætti, náði Lilli eilítið að tefja okkur með smá hurðastælum, en honum hefur verið fyrirgefið það. Þekkti Jarlaskáldið þar fjöldann allan af fólki og það misvel, t.d var þar Karl Óskar Ólafsson íslenskufræðingur með meiru, skötuhjúin Doddi og Védís, að ógleymdum ýmsum fastagestum. Jarlaskáldið átti í jafnt góðum sem slæmum samræðum við fólk þetta, en lét barinn að sjálfsögðu ekki fram hjá sér fara, og endaði þetta, ja, einhvern veginn.
Sunnudagur: Úff!